Ný stjórn Mílu tekur á sig mynd eftir kaup Ardian
![Birna Ósk Einarsdóttir er fulltrúi lífeyrissjóða í stjórn innviðafyrirtækisins en þeir fara með tíu prósenta hlut.](https://www.visir.is/i/8E53D31964C21D8F0961D3EE8D6C7E733467ED71F9A92495C6ED368B0AEA12E2_713x0.jpg)
Stjórnarmönnum í Mílu hefur fjölgað úr þremur í fimm eftir að eignarhaldið á félaginu færðist í hendur franska sjóðastýringarfélagsins Ardian en á meðal þeirra sem koma inn í stjórn innviðafyrirtækisins er fyrrverandi forstjóri stærsta farsímaturnafélags Ítalíu. Íslensku lífeyrissjóðirnir hafa yfir að ráða einum stjórnarmanni í krafti samtals tíu prósenta eignarhlutar í félaginu.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/4C7C197DFE3BA6580A143130CFB44EA0216031E1B5EDB3ECBEFABA5029679CFD_308x200.jpg)
Stjórn Símans vill greiða nær allt söluandvirði Mílu út til hluthafa
Á hluthafafundi sem stjórn Símans hefur boðið til verður lögð fram tillaga um lækkun hlutafjár félagsins með greiðslu til hluthafa upp á 31,5 milljarða króna, sem nánast allt reiðuféð sem fjarskiptafélagið fékk fyrir söluna á Mílu. Jafnframt er til skoðunar að selja eða greiða út til hluthafa 17,5 milljarða króna skuldabréf sem var hluti af sölunni. Þetta kemur fram í tilkynningu Símans til Kauphallarinnar.
![](https://www.visir.is/i/FE398DAA33CF98A0CF7BF4830CF28C7C89E01F7105BAAC4482B1D595E2226956_308x200.jpg)
Salan á Mílu stóð tæpt eftir óvænt útspil
Í byrjun september leit út fyrir að kaup franska sjóðastýringarfélagsins Ardian á Mílu, sem Samkeppniseftirlitið blessaði í síðustu viku eftir undirritun sáttar við Ardian, myndu renna út í sandinn.