Búsetufrelsi eða búsetuhelsi? Heiða Björk Sturludóttir skrifar 19. október 2022 13:01 Að skjóta sér fram á við eða skjóta sig í fótinn Nýlega var frétt á RUV um samstarfshóp (Enskumælandi ráð) sem farinn er af stað í Mýrdalshreppi, þar sem útlendingar sem flutt hafa í sveitarfélagið eiga sér rödd og geta unnið að framförum og fögru mannlífi í sátt við yfirvöld. Íbúum sem eru af erlendu bergi brotnir hefur fjölgað mjög í Vík síðustu ár og eru nauðsynlegt vinnuafl í ferðaþjónustunni sem er orðinn umfangsmikil þar. Þetta er algerlega frábært hjá sveitastjórn Mýrdalshrepps. Þau skjóta sér með þessu fram á við með því að fá íbúa samfélagsins með í þróun þess og mótun. Þar á bæ er hlustað á allar raddir. Formaður nefndarinnar sem er pólskur að uppruna, Tomasz Chochołowicz segir að með tilkomu nefndarinnar líði útlendingunum ekki eins og útskúfuðum í samfélaginu. Hann líkir nefndinni við brú á milli erlendra og innlendra íbúa sveitarfélagsins. Sveitarstjórinn, Einar Freyr Elínarson, er mjög ánægður með samstarfið og sagði í viðtali við Fréttablaðið að hann væri í skýjunum yfir fyrsta fundi nefndarinnar. Í sama viðtali segir hann: „Mér fannst mikiilvægt að þessi hópur fengi rödd og fengi meira um hlutina að segja, sem er mjög eðlileg krafa og hollt fyrir okkur ef við ætlum að hafa sjálfbært samfélag hérna á Vík. Þá þýðir ekki að einn hópur sé hálf afskiptur,“ Það hjálpaði líka eflaust til að þessi hópur íbúa er með kosningarétt og því er eins gott að koma á móts við þau. Nú ber svo við, í öðru sveitarfélagi - Grímsnes og Grafningshreppi, - að þar er stór raddlaus hópur íbúa, sem einnig upplifir sig sem útskúfaðan og hefur stofnað með sér samtök til að vinna að hagsmunamálum sínum. Þetta er fólk sem borgar útsvar og fasteignagjöld til sveitarfélagsins, eins og aðrir íbúar, en fær þó mun lakari þjónustu og þarf þar að auki að búa við það að fá póst árlega þar sem því er haldið að þeim að þau megi ekki búa í húsunum sínum. Þetta er fólk sem býr allan ársins hring í heilsárshúsunum sínum og mörg hafa búið þar árum saman og greitt útsvar til hreppsins. Húsin þeirra eru skráð sem frístundahús í deiliskipulagi og í Lögum um lögheimili og aðsetur er sagt að ekki megi hafa fasta búsetu í þesskonar húsum. Það er þó hvergi útskýrt hvað það þýðir. Þýðir það að ekki má búa meira en mánuð í senn í húsinu, eða má aðeins hafast þar við yfir sumarmánuðina eða …? Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að hundruðir, jafnvel þúsundir manna á landsvísu búa í þess háttar húsum, sem eru jafngóð og hús sem samþykkt eru samkvæmt laganna hljóðan til fastrar búsetu. Vandinn er sem sagt ekki að húsin séu óvönduð eða hættuleg. Vandinn er skilgreiningin og óttinn við það hvað myndi gerast ef föst búseta yrði leyfð í þessum húsum. Það er óttinn við hið óþekkta sem er hér aðal hindrunin og kemur í veg fyrir lagabreytingar sem nauðsynlegar eru til framfara. Það var einmitt óttinn við breytingar sem hélt fólki í vistarbandi langt fram eftir 19. öldinni og bannaði fólki að búa sjálfstætt í koti við sjóinn. Allir urðu að skrá sig í vist á bóndabæ. En þrátt fyrir andstöðu yfirvalda breyttist búsetuformið og í dag eru sjávarbyggðirnar fjölmennari en byggðir til sveita. Á meðan lagabreytingar eru ekki gerðar, verður þessi hópur áfram raddlaus og sveitarfélagið fer á mis við krafta þessara íbúa til að geta unnið að framförum og fögru mannlífi í sátt við yfirvöld. Fólkið heldur þó áfram að búa í þessum húsum og sveitarfélögin halda áfram að taka við peningunum þeirra án þess að veita þeim þjónustu. Sumir telja það vera mannréttindabrot. Taka við þessum fjárhæðum frá þessum hópi, en hunsa hópinn síðan og veita honum lakari þjónustu en öðrum íbúum. Einhverra hluta vegna leyfir þjóðskrá að íbúar í heilsárshúsum skrái sig með lögheimili í hreppinn. Vandinn hverfur ekki þó yfirvöld segi að eitthvað megi ekki. Fremur en snúa sér í hina áttina og eiga í sífelldu stríði við stóran hóp íbúa sinna, ættu sveitarstjórnir að leita leiða til að gera þessum íbúum kleift að taka virkan þátt í samfélaginu. Eiga við þá samráð. Byggja brú á milli íbúa í heilsárshúsum og sveitarstjórnar. Þessi ört stækkandi hópur er með kosningarétt í hreppnum og því er eðlilegt að sveitarstjórn hlýði á raddir þeirra, rétt eins og gert hefur verið í Mýrdalshreppi. Hinir ósýnilegu og afskiptu íbúar í heilsárshúsunum munu nýta atkvæði sitt í næstu kosningum til að þoka málum framávið og kjósa óttalausa og hugmyndaríka stjórnmálamenn sem ekki aðhyllast útilokunarstefnu. Full ástæða er til að leyfa búsetu í þessum húsum vegna húsnæðisskorts víða um land, - að ekki sé minnst á hversu miklu betra er fyrir umhverfið að nota það sem nú þegar er til, fremur en byggja nýtt. Það myndi minnka kolefnisspor Íslendinga og gefa lóunni og spóanum grið, en svæði mófugla eru sífellt að hverfa undir nýjar íbúðabyggðir. Meirihluti sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps (sem byggir vald sitt á 51% atkvæða) beitir nú gamalkunnu pólitísku bragði og reynir að þæfa og svæfa óskina um samráðshóp, þrátt fyrir að hafa samþykkt stofnun slíks hóps á fundi með íbúum heilsárshúsa fyrir kosningar. Í stað þess að skjóta sér fram á við eins og Mýrdalshreppur - fram til sjálfbærrar þróunar og framtíðar í sátt við eigin íbúa, stefnir í að eigin fótur verði fyrir skotinu. Þá mun þetta fámenna sveitarfélag haltra um, - þar sem rúm 10% skattgreiðendanna eru óvirkir og ósáttir. Það er viðeigandi að minna á að í heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna sem þetta sama sveitarfélag hefur samþykkt að innleiða, er einmitt lögð áhersla á að sveitarfélög vinni með öllum íbúum og hópum sveitarfélagsins því sátt og samvinna er forsenda farsælla samfélaga. Þannig er lögð áhersla á að sveitarfélög hafi samráð við íbúa og félagasamtök. Skilji enga íbúa útundan. Þangað þarf Grímsnes - og Grafningshreppur að stefna. Höfundur er formaður Íbúasamtaka fólks sem hefur búsetu í heilsárshúsum í Grímsnes - og Grafningshreppi. busetufrelsi@gmail.com Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Að skjóta sér fram á við eða skjóta sig í fótinn Nýlega var frétt á RUV um samstarfshóp (Enskumælandi ráð) sem farinn er af stað í Mýrdalshreppi, þar sem útlendingar sem flutt hafa í sveitarfélagið eiga sér rödd og geta unnið að framförum og fögru mannlífi í sátt við yfirvöld. Íbúum sem eru af erlendu bergi brotnir hefur fjölgað mjög í Vík síðustu ár og eru nauðsynlegt vinnuafl í ferðaþjónustunni sem er orðinn umfangsmikil þar. Þetta er algerlega frábært hjá sveitastjórn Mýrdalshrepps. Þau skjóta sér með þessu fram á við með því að fá íbúa samfélagsins með í þróun þess og mótun. Þar á bæ er hlustað á allar raddir. Formaður nefndarinnar sem er pólskur að uppruna, Tomasz Chochołowicz segir að með tilkomu nefndarinnar líði útlendingunum ekki eins og útskúfuðum í samfélaginu. Hann líkir nefndinni við brú á milli erlendra og innlendra íbúa sveitarfélagsins. Sveitarstjórinn, Einar Freyr Elínarson, er mjög ánægður með samstarfið og sagði í viðtali við Fréttablaðið að hann væri í skýjunum yfir fyrsta fundi nefndarinnar. Í sama viðtali segir hann: „Mér fannst mikiilvægt að þessi hópur fengi rödd og fengi meira um hlutina að segja, sem er mjög eðlileg krafa og hollt fyrir okkur ef við ætlum að hafa sjálfbært samfélag hérna á Vík. Þá þýðir ekki að einn hópur sé hálf afskiptur,“ Það hjálpaði líka eflaust til að þessi hópur íbúa er með kosningarétt og því er eins gott að koma á móts við þau. Nú ber svo við, í öðru sveitarfélagi - Grímsnes og Grafningshreppi, - að þar er stór raddlaus hópur íbúa, sem einnig upplifir sig sem útskúfaðan og hefur stofnað með sér samtök til að vinna að hagsmunamálum sínum. Þetta er fólk sem borgar útsvar og fasteignagjöld til sveitarfélagsins, eins og aðrir íbúar, en fær þó mun lakari þjónustu og þarf þar að auki að búa við það að fá póst árlega þar sem því er haldið að þeim að þau megi ekki búa í húsunum sínum. Þetta er fólk sem býr allan ársins hring í heilsárshúsunum sínum og mörg hafa búið þar árum saman og greitt útsvar til hreppsins. Húsin þeirra eru skráð sem frístundahús í deiliskipulagi og í Lögum um lögheimili og aðsetur er sagt að ekki megi hafa fasta búsetu í þesskonar húsum. Það er þó hvergi útskýrt hvað það þýðir. Þýðir það að ekki má búa meira en mánuð í senn í húsinu, eða má aðeins hafast þar við yfir sumarmánuðina eða …? Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að hundruðir, jafnvel þúsundir manna á landsvísu búa í þess háttar húsum, sem eru jafngóð og hús sem samþykkt eru samkvæmt laganna hljóðan til fastrar búsetu. Vandinn er sem sagt ekki að húsin séu óvönduð eða hættuleg. Vandinn er skilgreiningin og óttinn við það hvað myndi gerast ef föst búseta yrði leyfð í þessum húsum. Það er óttinn við hið óþekkta sem er hér aðal hindrunin og kemur í veg fyrir lagabreytingar sem nauðsynlegar eru til framfara. Það var einmitt óttinn við breytingar sem hélt fólki í vistarbandi langt fram eftir 19. öldinni og bannaði fólki að búa sjálfstætt í koti við sjóinn. Allir urðu að skrá sig í vist á bóndabæ. En þrátt fyrir andstöðu yfirvalda breyttist búsetuformið og í dag eru sjávarbyggðirnar fjölmennari en byggðir til sveita. Á meðan lagabreytingar eru ekki gerðar, verður þessi hópur áfram raddlaus og sveitarfélagið fer á mis við krafta þessara íbúa til að geta unnið að framförum og fögru mannlífi í sátt við yfirvöld. Fólkið heldur þó áfram að búa í þessum húsum og sveitarfélögin halda áfram að taka við peningunum þeirra án þess að veita þeim þjónustu. Sumir telja það vera mannréttindabrot. Taka við þessum fjárhæðum frá þessum hópi, en hunsa hópinn síðan og veita honum lakari þjónustu en öðrum íbúum. Einhverra hluta vegna leyfir þjóðskrá að íbúar í heilsárshúsum skrái sig með lögheimili í hreppinn. Vandinn hverfur ekki þó yfirvöld segi að eitthvað megi ekki. Fremur en snúa sér í hina áttina og eiga í sífelldu stríði við stóran hóp íbúa sinna, ættu sveitarstjórnir að leita leiða til að gera þessum íbúum kleift að taka virkan þátt í samfélaginu. Eiga við þá samráð. Byggja brú á milli íbúa í heilsárshúsum og sveitarstjórnar. Þessi ört stækkandi hópur er með kosningarétt í hreppnum og því er eðlilegt að sveitarstjórn hlýði á raddir þeirra, rétt eins og gert hefur verið í Mýrdalshreppi. Hinir ósýnilegu og afskiptu íbúar í heilsárshúsunum munu nýta atkvæði sitt í næstu kosningum til að þoka málum framávið og kjósa óttalausa og hugmyndaríka stjórnmálamenn sem ekki aðhyllast útilokunarstefnu. Full ástæða er til að leyfa búsetu í þessum húsum vegna húsnæðisskorts víða um land, - að ekki sé minnst á hversu miklu betra er fyrir umhverfið að nota það sem nú þegar er til, fremur en byggja nýtt. Það myndi minnka kolefnisspor Íslendinga og gefa lóunni og spóanum grið, en svæði mófugla eru sífellt að hverfa undir nýjar íbúðabyggðir. Meirihluti sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps (sem byggir vald sitt á 51% atkvæða) beitir nú gamalkunnu pólitísku bragði og reynir að þæfa og svæfa óskina um samráðshóp, þrátt fyrir að hafa samþykkt stofnun slíks hóps á fundi með íbúum heilsárshúsa fyrir kosningar. Í stað þess að skjóta sér fram á við eins og Mýrdalshreppur - fram til sjálfbærrar þróunar og framtíðar í sátt við eigin íbúa, stefnir í að eigin fótur verði fyrir skotinu. Þá mun þetta fámenna sveitarfélag haltra um, - þar sem rúm 10% skattgreiðendanna eru óvirkir og ósáttir. Það er viðeigandi að minna á að í heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna sem þetta sama sveitarfélag hefur samþykkt að innleiða, er einmitt lögð áhersla á að sveitarfélög vinni með öllum íbúum og hópum sveitarfélagsins því sátt og samvinna er forsenda farsælla samfélaga. Þannig er lögð áhersla á að sveitarfélög hafi samráð við íbúa og félagasamtök. Skilji enga íbúa útundan. Þangað þarf Grímsnes - og Grafningshreppur að stefna. Höfundur er formaður Íbúasamtaka fólks sem hefur búsetu í heilsárshúsum í Grímsnes - og Grafningshreppi. busetufrelsi@gmail.com
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun