Belgarnir komu jafnir í mark eftir að hafa hlaupið í 101 klukkutíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2022 08:28 Belgarnir Merijn Geerts og Ivo Steyaert ræða hér við Laz Lake. Youtube Keppni í heimsmeistarakeppni landsliða í bakgarðshlaupi er lokið og endaði með að tveir settu heimsmet. Belgarnir Merijn Geerts og Ivo Steyaert eru báðir sigurvegarar einstaklinga í heimsmeistarakeppni landsliða í bakgarðshlaupum. Þeir fengu leyfi frá stjóranum Laz Lake til að brjóta hefðirnar í bakgarðshlaupum með því að koma jafnir í mark eftir að hafa ellefu klukkutímum áður sett nýtt heimsmet. Gamla heimsmetið voru 90 klukkutímar. Félagarnir hlupu í meira en 101 klukkutíma eða í fjóra sólarhringa og fimm klukkutímum betur. View this post on Instagram A post shared by Big Dog Backyard Ultra (@bigdogbackyardultra) Geerts átti sjálfur gamla heimsmetið þegar hann hljóp meira en 600 kílómetra fyrr á þessu ári en metið á HM landsliða var í eigu Belgans Karel Sabb sem hljóp í 75 klukkutíma árið 2020 og þá var Geerts að aðstoða hann. Geerts og Steyaert voru einu hlaupararnir enn að hlaupa eftir 85 klukkutíma og þeir héldu áfram í sextán klukkutíma í viðbót. Belgarnir hlupu saman síðustu hringina og ræddu málin. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að miðað við alla þá óeiningu og óvissu sem er í gangi í heiminum í dag þá vildu þeir sína jákvæðni og samstöðu með því að enda hlaupið jafnir. Alls hlupu þeir meira en 677 kílómetra en það er mun lengra en að hlaupa frá Reykjavík og til Egilsstaða sem eru bara 633 kílómetrar. 544 keppendur frá 37 þjóðum hófu keppni á laugardagsmorguninn og félagarnir hlupu samfellt fram á eftirmiðdag á miðvikudegi. View this post on Instagram A post shared by Big Dog Backyard Ultra (@bigdogbackyardultra) Geerts og Steyaert voru í viðtali í Youtube útsendingunni eftir að þeir luku keppni. Þar voru þeir spurðir hvort þeir vildu segja eitthvað við þá sem voru að fylgjast með. „Takk fyrir að horfa. Það er heilsusamlegt að stunda íþróttir en þú þarft samt ekki að hlaupa í hundrað klukkutíma. Það er nóg að hlaupa bara í einn klukkutíma,“ sagði Merijn Geerts. „Það er mikil eymd í heiminum og ég tel að íþróttir geti gert heiminn betri. Ekki síst ofurhlaup vegna vináttunnar sem myndast þar á milli fólks,“ sagði Geerts. Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Aðeins ellefu konur í heiminum hlupu lengra en Mari Mari Järsk varð í þrettánda sæti í kvennaflokki á heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum en síðasta konan til að hætta keppni gerði það eftir 55 hringi. 18. október 2022 13:00 „Fann að maður vildi ekki svíkja alla“ „Maður var alveg að bugast [eftir að hafa hlaupið í þrettán klukkutíma í myrkri] en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur Þorleifsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í bakgarðshlaupi. 17. október 2022 10:09 Mætir með karton af sígarettum í heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum Heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum hefst í hádeginu á morgun. Mari Järsk, ein fremsta hlaupakona landsins, hyggst hlaupa í rúma tvo sólarhringa. Svava Kristín Gretarsdottir hitti á hana í dag. 14. október 2022 20:46 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Belgarnir Merijn Geerts og Ivo Steyaert eru báðir sigurvegarar einstaklinga í heimsmeistarakeppni landsliða í bakgarðshlaupum. Þeir fengu leyfi frá stjóranum Laz Lake til að brjóta hefðirnar í bakgarðshlaupum með því að koma jafnir í mark eftir að hafa ellefu klukkutímum áður sett nýtt heimsmet. Gamla heimsmetið voru 90 klukkutímar. Félagarnir hlupu í meira en 101 klukkutíma eða í fjóra sólarhringa og fimm klukkutímum betur. View this post on Instagram A post shared by Big Dog Backyard Ultra (@bigdogbackyardultra) Geerts átti sjálfur gamla heimsmetið þegar hann hljóp meira en 600 kílómetra fyrr á þessu ári en metið á HM landsliða var í eigu Belgans Karel Sabb sem hljóp í 75 klukkutíma árið 2020 og þá var Geerts að aðstoða hann. Geerts og Steyaert voru einu hlaupararnir enn að hlaupa eftir 85 klukkutíma og þeir héldu áfram í sextán klukkutíma í viðbót. Belgarnir hlupu saman síðustu hringina og ræddu málin. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að miðað við alla þá óeiningu og óvissu sem er í gangi í heiminum í dag þá vildu þeir sína jákvæðni og samstöðu með því að enda hlaupið jafnir. Alls hlupu þeir meira en 677 kílómetra en það er mun lengra en að hlaupa frá Reykjavík og til Egilsstaða sem eru bara 633 kílómetrar. 544 keppendur frá 37 þjóðum hófu keppni á laugardagsmorguninn og félagarnir hlupu samfellt fram á eftirmiðdag á miðvikudegi. View this post on Instagram A post shared by Big Dog Backyard Ultra (@bigdogbackyardultra) Geerts og Steyaert voru í viðtali í Youtube útsendingunni eftir að þeir luku keppni. Þar voru þeir spurðir hvort þeir vildu segja eitthvað við þá sem voru að fylgjast með. „Takk fyrir að horfa. Það er heilsusamlegt að stunda íþróttir en þú þarft samt ekki að hlaupa í hundrað klukkutíma. Það er nóg að hlaupa bara í einn klukkutíma,“ sagði Merijn Geerts. „Það er mikil eymd í heiminum og ég tel að íþróttir geti gert heiminn betri. Ekki síst ofurhlaup vegna vináttunnar sem myndast þar á milli fólks,“ sagði Geerts.
Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Aðeins ellefu konur í heiminum hlupu lengra en Mari Mari Järsk varð í þrettánda sæti í kvennaflokki á heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum en síðasta konan til að hætta keppni gerði það eftir 55 hringi. 18. október 2022 13:00 „Fann að maður vildi ekki svíkja alla“ „Maður var alveg að bugast [eftir að hafa hlaupið í þrettán klukkutíma í myrkri] en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur Þorleifsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í bakgarðshlaupi. 17. október 2022 10:09 Mætir með karton af sígarettum í heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum Heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum hefst í hádeginu á morgun. Mari Järsk, ein fremsta hlaupakona landsins, hyggst hlaupa í rúma tvo sólarhringa. Svava Kristín Gretarsdottir hitti á hana í dag. 14. október 2022 20:46 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Aðeins ellefu konur í heiminum hlupu lengra en Mari Mari Järsk varð í þrettánda sæti í kvennaflokki á heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum en síðasta konan til að hætta keppni gerði það eftir 55 hringi. 18. október 2022 13:00
„Fann að maður vildi ekki svíkja alla“ „Maður var alveg að bugast [eftir að hafa hlaupið í þrettán klukkutíma í myrkri] en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur Þorleifsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í bakgarðshlaupi. 17. október 2022 10:09
Mætir með karton af sígarettum í heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum Heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum hefst í hádeginu á morgun. Mari Järsk, ein fremsta hlaupakona landsins, hyggst hlaupa í rúma tvo sólarhringa. Svava Kristín Gretarsdottir hitti á hana í dag. 14. október 2022 20:46