Belgarnir komu jafnir í mark eftir að hafa hlaupið í 101 klukkutíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2022 08:28 Belgarnir Merijn Geerts og Ivo Steyaert ræða hér við Laz Lake. Youtube Keppni í heimsmeistarakeppni landsliða í bakgarðshlaupi er lokið og endaði með að tveir settu heimsmet. Belgarnir Merijn Geerts og Ivo Steyaert eru báðir sigurvegarar einstaklinga í heimsmeistarakeppni landsliða í bakgarðshlaupum. Þeir fengu leyfi frá stjóranum Laz Lake til að brjóta hefðirnar í bakgarðshlaupum með því að koma jafnir í mark eftir að hafa ellefu klukkutímum áður sett nýtt heimsmet. Gamla heimsmetið voru 90 klukkutímar. Félagarnir hlupu í meira en 101 klukkutíma eða í fjóra sólarhringa og fimm klukkutímum betur. View this post on Instagram A post shared by Big Dog Backyard Ultra (@bigdogbackyardultra) Geerts átti sjálfur gamla heimsmetið þegar hann hljóp meira en 600 kílómetra fyrr á þessu ári en metið á HM landsliða var í eigu Belgans Karel Sabb sem hljóp í 75 klukkutíma árið 2020 og þá var Geerts að aðstoða hann. Geerts og Steyaert voru einu hlaupararnir enn að hlaupa eftir 85 klukkutíma og þeir héldu áfram í sextán klukkutíma í viðbót. Belgarnir hlupu saman síðustu hringina og ræddu málin. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að miðað við alla þá óeiningu og óvissu sem er í gangi í heiminum í dag þá vildu þeir sína jákvæðni og samstöðu með því að enda hlaupið jafnir. Alls hlupu þeir meira en 677 kílómetra en það er mun lengra en að hlaupa frá Reykjavík og til Egilsstaða sem eru bara 633 kílómetrar. 544 keppendur frá 37 þjóðum hófu keppni á laugardagsmorguninn og félagarnir hlupu samfellt fram á eftirmiðdag á miðvikudegi. View this post on Instagram A post shared by Big Dog Backyard Ultra (@bigdogbackyardultra) Geerts og Steyaert voru í viðtali í Youtube útsendingunni eftir að þeir luku keppni. Þar voru þeir spurðir hvort þeir vildu segja eitthvað við þá sem voru að fylgjast með. „Takk fyrir að horfa. Það er heilsusamlegt að stunda íþróttir en þú þarft samt ekki að hlaupa í hundrað klukkutíma. Það er nóg að hlaupa bara í einn klukkutíma,“ sagði Merijn Geerts. „Það er mikil eymd í heiminum og ég tel að íþróttir geti gert heiminn betri. Ekki síst ofurhlaup vegna vináttunnar sem myndast þar á milli fólks,“ sagði Geerts. Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Aðeins ellefu konur í heiminum hlupu lengra en Mari Mari Järsk varð í þrettánda sæti í kvennaflokki á heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum en síðasta konan til að hætta keppni gerði það eftir 55 hringi. 18. október 2022 13:00 „Fann að maður vildi ekki svíkja alla“ „Maður var alveg að bugast [eftir að hafa hlaupið í þrettán klukkutíma í myrkri] en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur Þorleifsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í bakgarðshlaupi. 17. október 2022 10:09 Mætir með karton af sígarettum í heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum Heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum hefst í hádeginu á morgun. Mari Järsk, ein fremsta hlaupakona landsins, hyggst hlaupa í rúma tvo sólarhringa. Svava Kristín Gretarsdottir hitti á hana í dag. 14. október 2022 20:46 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Danir óstöðvandi Leik lokið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Leik lokið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Leik lokið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Safna milljónum fyrir skúrk mótherjanna Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Sjá meira
Belgarnir Merijn Geerts og Ivo Steyaert eru báðir sigurvegarar einstaklinga í heimsmeistarakeppni landsliða í bakgarðshlaupum. Þeir fengu leyfi frá stjóranum Laz Lake til að brjóta hefðirnar í bakgarðshlaupum með því að koma jafnir í mark eftir að hafa ellefu klukkutímum áður sett nýtt heimsmet. Gamla heimsmetið voru 90 klukkutímar. Félagarnir hlupu í meira en 101 klukkutíma eða í fjóra sólarhringa og fimm klukkutímum betur. View this post on Instagram A post shared by Big Dog Backyard Ultra (@bigdogbackyardultra) Geerts átti sjálfur gamla heimsmetið þegar hann hljóp meira en 600 kílómetra fyrr á þessu ári en metið á HM landsliða var í eigu Belgans Karel Sabb sem hljóp í 75 klukkutíma árið 2020 og þá var Geerts að aðstoða hann. Geerts og Steyaert voru einu hlaupararnir enn að hlaupa eftir 85 klukkutíma og þeir héldu áfram í sextán klukkutíma í viðbót. Belgarnir hlupu saman síðustu hringina og ræddu málin. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að miðað við alla þá óeiningu og óvissu sem er í gangi í heiminum í dag þá vildu þeir sína jákvæðni og samstöðu með því að enda hlaupið jafnir. Alls hlupu þeir meira en 677 kílómetra en það er mun lengra en að hlaupa frá Reykjavík og til Egilsstaða sem eru bara 633 kílómetrar. 544 keppendur frá 37 þjóðum hófu keppni á laugardagsmorguninn og félagarnir hlupu samfellt fram á eftirmiðdag á miðvikudegi. View this post on Instagram A post shared by Big Dog Backyard Ultra (@bigdogbackyardultra) Geerts og Steyaert voru í viðtali í Youtube útsendingunni eftir að þeir luku keppni. Þar voru þeir spurðir hvort þeir vildu segja eitthvað við þá sem voru að fylgjast með. „Takk fyrir að horfa. Það er heilsusamlegt að stunda íþróttir en þú þarft samt ekki að hlaupa í hundrað klukkutíma. Það er nóg að hlaupa bara í einn klukkutíma,“ sagði Merijn Geerts. „Það er mikil eymd í heiminum og ég tel að íþróttir geti gert heiminn betri. Ekki síst ofurhlaup vegna vináttunnar sem myndast þar á milli fólks,“ sagði Geerts.
Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Aðeins ellefu konur í heiminum hlupu lengra en Mari Mari Järsk varð í þrettánda sæti í kvennaflokki á heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum en síðasta konan til að hætta keppni gerði það eftir 55 hringi. 18. október 2022 13:00 „Fann að maður vildi ekki svíkja alla“ „Maður var alveg að bugast [eftir að hafa hlaupið í þrettán klukkutíma í myrkri] en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur Þorleifsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í bakgarðshlaupi. 17. október 2022 10:09 Mætir með karton af sígarettum í heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum Heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum hefst í hádeginu á morgun. Mari Järsk, ein fremsta hlaupakona landsins, hyggst hlaupa í rúma tvo sólarhringa. Svava Kristín Gretarsdottir hitti á hana í dag. 14. október 2022 20:46 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Danir óstöðvandi Leik lokið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Leik lokið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Leik lokið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Safna milljónum fyrir skúrk mótherjanna Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Sjá meira
Aðeins ellefu konur í heiminum hlupu lengra en Mari Mari Järsk varð í þrettánda sæti í kvennaflokki á heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum en síðasta konan til að hætta keppni gerði það eftir 55 hringi. 18. október 2022 13:00
„Fann að maður vildi ekki svíkja alla“ „Maður var alveg að bugast [eftir að hafa hlaupið í þrettán klukkutíma í myrkri] en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur Þorleifsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í bakgarðshlaupi. 17. október 2022 10:09
Mætir með karton af sígarettum í heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum Heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum hefst í hádeginu á morgun. Mari Järsk, ein fremsta hlaupakona landsins, hyggst hlaupa í rúma tvo sólarhringa. Svava Kristín Gretarsdottir hitti á hana í dag. 14. október 2022 20:46