Björgvin Karl sýndi takta á hjólabrettinu á samfélagsmiðlum sínum um helgina.
Björgvin er á leiðinni til Texas í þessum mánuði þar sem fer fram hið árlega Rogue Invitational. Björgvin er það er einn af útvöldum úr hópi þeirra bestu í heimi sem fá að keppa á þessu stóra móti.
„Laglegt. Rogue Invitational var að tilkynna það að það verður hjólabretta grein á mótinu. Get ekki beðið,“ skrifaði Björgvin Karl við nokkur myndbönd af sér leika sér á hjólabretti.
„Af hverju ertu góður í öllu,“ spyr Sólveig Sigurðardóttir sem keppti eins og Björgvin karl á síðustu heimsleikum og kannski skiljanlega.
BKG sýndi nefnilega flotta takta á brettinu eins og sjá má hér fyrir neðan.