Klopp í viðtali við Gumma Ben: „Þarft leikmenn til að klára dæmið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2022 14:00 Jürgen Klopp sýndi tennurnar í viðtalinu við Gumma Ben. stöð 2 sport Guðmundur Benediktsson og Baldur Sigurðsson voru á Ibrox þegar Liverpool vann stórsigur á Rangers, 1-7, í Meistaradeild Evrópu. Eftir leikinn ræddi Gummi við Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool. Klopp á það til að taka pirring sinn út á fjölmiðlamönnum á blaðamannafundum og í viðtölum eftir leiki. En eftir viðureignina á Ibrox í gær var lítið til að vera pirraður yfir og Klopp var ljúfur sem lamb við Gumma. Þjóðverjinn var sáttur með allan leikinn, þrátt fyrir að Liverpool hafi lent undir í áttunda sinn á tímabilinu. „Við brugðumst vel við. Við spiluðum góðan leik. Markið þeirra kom ekki upp úr engu en þetta var staða þar sem við vorum nálægt því að vinna boltann og þeir komust milli miðvarðanna. Þetta var líka vel spilað,“ sagði Klopp við Gumma. „Í fótbolta, og lífinu öllu, snýst þetta allt um hvernig þú bregst við og við skoruðum mark eftir fast leikatriði. Og við spiluðum mjög góðan fótbolta í fyrri hálfleik. Við vissum að ef við myndum spila meiri fótbolta og kæmum hreyfingu á þá kæmumst við í góðar stöður og þetta yrði erfitt fyrir þá.“ Roberto Firmino skoraði fyrstu tvö mörk Liverpool og lagði það þriðja upp fyrir Darwin Nunez. Síðan var komið að þætti Mohameds Salah sem skoraði þrjú mörk á sex mínútum. Aldrei hefur einn leikmaður verið sneggri að skora þrennu í Meistaradeildinni og Salah í gær. Harvey Elliott skoraði svo sjöunda og síðasta mark Liverpool. „Þú þarft leikmenn til að klára dæmið. Það er eitt að búa til stöðurnar, annað að klára þær og við gerðum það frábærlega. Þetta voru frekar ýktar lokatölur,“ sagði Klopp. „Mér fannst allir spila vel. Við vitum hversu góðir við erum. Við þurfum að sýna það reglulega.“ Klippa: Klopp í viðtali við Gumma Ben Það er skammt stórra högga á milli hjá Liverpool því á sunnudaginn mætir liðið Englandsmeisturum Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. „Það er mjög spennandi en núna erum við ekki sigurstranglegri. En það er allt í lagi. Það er svo sem ekki hægt að segja mikið um það í kvöld. Allir vita hversu mikil áskorun þetta er en þetta er Anfield og við reynum og sjáum svo hvað gerist.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Klopp á það til að taka pirring sinn út á fjölmiðlamönnum á blaðamannafundum og í viðtölum eftir leiki. En eftir viðureignina á Ibrox í gær var lítið til að vera pirraður yfir og Klopp var ljúfur sem lamb við Gumma. Þjóðverjinn var sáttur með allan leikinn, þrátt fyrir að Liverpool hafi lent undir í áttunda sinn á tímabilinu. „Við brugðumst vel við. Við spiluðum góðan leik. Markið þeirra kom ekki upp úr engu en þetta var staða þar sem við vorum nálægt því að vinna boltann og þeir komust milli miðvarðanna. Þetta var líka vel spilað,“ sagði Klopp við Gumma. „Í fótbolta, og lífinu öllu, snýst þetta allt um hvernig þú bregst við og við skoruðum mark eftir fast leikatriði. Og við spiluðum mjög góðan fótbolta í fyrri hálfleik. Við vissum að ef við myndum spila meiri fótbolta og kæmum hreyfingu á þá kæmumst við í góðar stöður og þetta yrði erfitt fyrir þá.“ Roberto Firmino skoraði fyrstu tvö mörk Liverpool og lagði það þriðja upp fyrir Darwin Nunez. Síðan var komið að þætti Mohameds Salah sem skoraði þrjú mörk á sex mínútum. Aldrei hefur einn leikmaður verið sneggri að skora þrennu í Meistaradeildinni og Salah í gær. Harvey Elliott skoraði svo sjöunda og síðasta mark Liverpool. „Þú þarft leikmenn til að klára dæmið. Það er eitt að búa til stöðurnar, annað að klára þær og við gerðum það frábærlega. Þetta voru frekar ýktar lokatölur,“ sagði Klopp. „Mér fannst allir spila vel. Við vitum hversu góðir við erum. Við þurfum að sýna það reglulega.“ Klippa: Klopp í viðtali við Gumma Ben Það er skammt stórra högga á milli hjá Liverpool því á sunnudaginn mætir liðið Englandsmeisturum Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. „Það er mjög spennandi en núna erum við ekki sigurstranglegri. En það er allt í lagi. Það er svo sem ekki hægt að segja mikið um það í kvöld. Allir vita hversu mikil áskorun þetta er en þetta er Anfield og við reynum og sjáum svo hvað gerist.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira