Telur laskað Alþýðusamband koma launafólki illa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. október 2022 13:10 Sumarliði R. Ísleifsson skrifaði sögu Alþýðusambandsins. ASÍ Staðan í verkalýðshreyfingunni lítur ekki vel út og kemur illa við launafólk. Þetta segir dósent í sagnfræði sem hefur sérhæft sig í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Ástandið, eins og það blasir við nú, minnir hann helst á árin fyrir seinna stríð þegar allt logaði stafnanna á milli innan verkalýðshreyfingarinnar. Hálfgert upplausnarástand skapaðist á þingi Alþýðusambands Íslands á dögunum þegar leiðtogar þriggja verkalýðsfélaga gengu á dyr og drógu framboð sín til forsetaembætta sambandsins til baka. Þinginu var frestað fram á vor í þeirri von að stríðandi fylkingar næðu saman fyrir þann tíma. Sumarliði Ísleifsson dósent í sagnfræði er ekki sannfærður um að sættir náist. „Tónninn í andstæðum fylkingum er ennþá mjög harður þannig að miðað við stöðuna eins og hún er núna þá lítur þetta nú ekki vel út en hvað varðar félagsmenn í hreyfingunni þá held ég að þetta hljóti að koma illa við fólk. Tilgangur verkalýðsfélaganna er sá að vinna að helstu hagsmunamálum launafólks og það gerir auðvitað stöðuna bara mjög erfiða ef allt logar í illdeilum innan hreyfingarinnar.“ Viðræður um kjarasamninga eru þegar hafnar. Sumarliði segir það enn óljóst á þessari stundu hvernig málum verði háttað en spáir því að Efling og VR muni leiða viðræðurnar enda fjölmennustu félögin - enn óljósara sé hvað verði um sameiginleg hagsmunamál gagnvart ríkisvaldinu. „Það er ennþá þörf fyrir aðila sem getur komið fram gagnvart ríkisvaldinu varðandi kröfur og lagasetningu um mikilvæg hagsmunamál eins og húsnæði, aðbúnað og annað í þeim dúr. Það er hlutverkið sem þetta miðlæga samband hefur aðallega núna, sem er bara frekar snúið að sinna ef það er ekki til neitt samræmingarafl.“ Í verðbólguumhverfi líkt og nú hefði sameinað ASÍ haft mikla þýðingu er varðar kjarasamningsgerð. Sumarliði segir - eins ótrúlegt og það kunni að virðast - að staðan í verkalýðshreyfingunni minni helst á árin fyrir seinna stríð. „Þá logaði allt stafnanna á milli innan verkalýðshreyfingarinnar og þá var stofnað annað landssamband til höfuðs Alþýðusambandinu sem reyndar lifði ekki nema tvö ár ef ég man rétt.“ Vinnumarkaður Kjaramál ASÍ Tengdar fréttir Verkalýðsfélögin sundruð til viðræðna við stjórnvöld Verkalýðsfélögin á almenna vinnumarkaðnum koma að óbreyttu sundruð til viðræðna við stjórnvöld í tengslum við komandi kjarasamninga. Starfandi forseti Alþýðusambandsins segir það skyldu sína að reyna að ná sáttum við þau stóru stéttarfélög sem gengu af þingi sambandsins, sem í dag var frestað fram á næsta vor. 12. október 2022 19:40 Ekki bjartsýnn á að sættir náist Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki vera bjartsýnn á að sátt náist á vettvangi Alþýðusambandsins á milli þeirra sem gengu út af þingi sambandsins í gær og þeirra sem eftir sitja. Hann segir engin bandalög utan ASÍ hafa verið mynduð. 12. október 2022 18:58 Þingi ASÍ frestað með þorra atkvæða Þingi ASÍ var rétt í þessu frestað fram á næsta vor með þorra atkvæða. Tillagan var samþykkt með 183 atkvæðum þingfulltrúa gegn 20. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, verður því áfram forseti sambandsins. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, sem bauð sig fram til forseta sambandsins, greiddi atkvæði gegn tillögunni. 12. október 2022 11:28 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Hálfgert upplausnarástand skapaðist á þingi Alþýðusambands Íslands á dögunum þegar leiðtogar þriggja verkalýðsfélaga gengu á dyr og drógu framboð sín til forsetaembætta sambandsins til baka. Þinginu var frestað fram á vor í þeirri von að stríðandi fylkingar næðu saman fyrir þann tíma. Sumarliði Ísleifsson dósent í sagnfræði er ekki sannfærður um að sættir náist. „Tónninn í andstæðum fylkingum er ennþá mjög harður þannig að miðað við stöðuna eins og hún er núna þá lítur þetta nú ekki vel út en hvað varðar félagsmenn í hreyfingunni þá held ég að þetta hljóti að koma illa við fólk. Tilgangur verkalýðsfélaganna er sá að vinna að helstu hagsmunamálum launafólks og það gerir auðvitað stöðuna bara mjög erfiða ef allt logar í illdeilum innan hreyfingarinnar.“ Viðræður um kjarasamninga eru þegar hafnar. Sumarliði segir það enn óljóst á þessari stundu hvernig málum verði háttað en spáir því að Efling og VR muni leiða viðræðurnar enda fjölmennustu félögin - enn óljósara sé hvað verði um sameiginleg hagsmunamál gagnvart ríkisvaldinu. „Það er ennþá þörf fyrir aðila sem getur komið fram gagnvart ríkisvaldinu varðandi kröfur og lagasetningu um mikilvæg hagsmunamál eins og húsnæði, aðbúnað og annað í þeim dúr. Það er hlutverkið sem þetta miðlæga samband hefur aðallega núna, sem er bara frekar snúið að sinna ef það er ekki til neitt samræmingarafl.“ Í verðbólguumhverfi líkt og nú hefði sameinað ASÍ haft mikla þýðingu er varðar kjarasamningsgerð. Sumarliði segir - eins ótrúlegt og það kunni að virðast - að staðan í verkalýðshreyfingunni minni helst á árin fyrir seinna stríð. „Þá logaði allt stafnanna á milli innan verkalýðshreyfingarinnar og þá var stofnað annað landssamband til höfuðs Alþýðusambandinu sem reyndar lifði ekki nema tvö ár ef ég man rétt.“
Vinnumarkaður Kjaramál ASÍ Tengdar fréttir Verkalýðsfélögin sundruð til viðræðna við stjórnvöld Verkalýðsfélögin á almenna vinnumarkaðnum koma að óbreyttu sundruð til viðræðna við stjórnvöld í tengslum við komandi kjarasamninga. Starfandi forseti Alþýðusambandsins segir það skyldu sína að reyna að ná sáttum við þau stóru stéttarfélög sem gengu af þingi sambandsins, sem í dag var frestað fram á næsta vor. 12. október 2022 19:40 Ekki bjartsýnn á að sættir náist Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki vera bjartsýnn á að sátt náist á vettvangi Alþýðusambandsins á milli þeirra sem gengu út af þingi sambandsins í gær og þeirra sem eftir sitja. Hann segir engin bandalög utan ASÍ hafa verið mynduð. 12. október 2022 18:58 Þingi ASÍ frestað með þorra atkvæða Þingi ASÍ var rétt í þessu frestað fram á næsta vor með þorra atkvæða. Tillagan var samþykkt með 183 atkvæðum þingfulltrúa gegn 20. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, verður því áfram forseti sambandsins. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, sem bauð sig fram til forseta sambandsins, greiddi atkvæði gegn tillögunni. 12. október 2022 11:28 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Verkalýðsfélögin sundruð til viðræðna við stjórnvöld Verkalýðsfélögin á almenna vinnumarkaðnum koma að óbreyttu sundruð til viðræðna við stjórnvöld í tengslum við komandi kjarasamninga. Starfandi forseti Alþýðusambandsins segir það skyldu sína að reyna að ná sáttum við þau stóru stéttarfélög sem gengu af þingi sambandsins, sem í dag var frestað fram á næsta vor. 12. október 2022 19:40
Ekki bjartsýnn á að sættir náist Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki vera bjartsýnn á að sátt náist á vettvangi Alþýðusambandsins á milli þeirra sem gengu út af þingi sambandsins í gær og þeirra sem eftir sitja. Hann segir engin bandalög utan ASÍ hafa verið mynduð. 12. október 2022 18:58
Þingi ASÍ frestað með þorra atkvæða Þingi ASÍ var rétt í þessu frestað fram á næsta vor með þorra atkvæða. Tillagan var samþykkt með 183 atkvæðum þingfulltrúa gegn 20. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, verður því áfram forseti sambandsins. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, sem bauð sig fram til forseta sambandsins, greiddi atkvæði gegn tillögunni. 12. október 2022 11:28