Munu reyna allt til að koma í veg fyrir lokun starfstöðvar Hafró í Ólafsvík Atli Ísleifsson skrifar 13. október 2022 14:00 Kristinn Jónasson er bæjarstjóri Snæfellsbæjar þar sem meðal annars má finna Ólafsvík, Rif og Hellissand. Snb „Okkur líst engan veginn á þessi áform og erum í raun mjög ósátt að Hafró sé að gera þetta.“ Þetta segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, um þau áform Hafrannsóknastofnunar að loka starfstöð stofnunarinnar í Ólafsvík. Kristinn segir að fulltrúar sveitarfélagsins hafi nú þegar átt fundi með Þorsteini Sigurðssyni, forstjóra Hafró, og þingmönnum Norðvesturkjördæmis þar sem óánægjunni var komið á framfæri. Þá munu þeir eiga fund með Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra á mánudaginn. „Við munum gera allt til að reyna að snúa þessu við, reyna að tryggja okkur stuðning ráðherra og þingmanna þannig að þetta gangi ekki eftir,“ segir Kristinn. Stangast á við stefnu ríkisstjórnarinnar Bæjarstjórinn segir sömuleiðis að þessi áform stangist á við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að fjölga störfum á landsbyggðinni. Kristinn rifjar upp að í sjávarútvegsráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar, árið 2016, hafi verið samið um samstarf tveggja vísindastofnana í Ólafsvík – Hafrannsóknastofnunar og sjávarrannsóknarsetursins Varar – og þar hafi verið stefnt að því að tryggja fimm störf í Ólafsvík tengdum starfseminni. Skessuhorn sagði frá því í gær starfsmanni Hafró í Ólafsvík hefði borist bréf um að starfsstöðinni þar yrði lokað frá og með 1. janúar 2023, vegna uppsagnar á samningi um reksturinn. Kæmi fram í bréfinu að undirbúningur lokunarinnar væri þegar hafinn og að starfsmanninum hafi verið boðið starf á annarri starfstöð stofnunarinnar. Áhersla á vistkerfi Breiðafjarðar Á heimasíðu Hafró segir um starfstöðina í Ólafsvík, sem staðsett er við höfnina að Norðurtanga, að sérstök áhersla sé lögð á vistkerfi Breiðafjarðar í rannsóknum starfsmanna þar. „Meðal verkefna er regluleg umhverfisvöktun þar sem rýnt er í grunnstoðir vistkerfisins með mælingum á efnaþáttum og frumframleiðslu. Einnig fara fram rannsóknir á svifþörungum, svifdýrum og fæðuvef. Starfsmenn taka einnig þátt í gagnasöfnun úr afla sem eru nýtt í stofnmatsráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Þá eru starfsmenn oft þáttakendur í ýmsum rannsóknum á umhverfisáhrifum af framkvæmdum og nýtingu á Breiðafjarðarsvæðinu,“ segir á vef Hafró. Áður hefur komið fram að Hafró hafi gengið erfiðlega að manna starfstöðina og sömuleiðis að takmarkað fjármagn réði því að ákveðið hafi verið að loka starfstöðinni. Snæfellsbær Vinnumarkaður Byggðamál Sjávarútvegur Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Þetta segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, um þau áform Hafrannsóknastofnunar að loka starfstöð stofnunarinnar í Ólafsvík. Kristinn segir að fulltrúar sveitarfélagsins hafi nú þegar átt fundi með Þorsteini Sigurðssyni, forstjóra Hafró, og þingmönnum Norðvesturkjördæmis þar sem óánægjunni var komið á framfæri. Þá munu þeir eiga fund með Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra á mánudaginn. „Við munum gera allt til að reyna að snúa þessu við, reyna að tryggja okkur stuðning ráðherra og þingmanna þannig að þetta gangi ekki eftir,“ segir Kristinn. Stangast á við stefnu ríkisstjórnarinnar Bæjarstjórinn segir sömuleiðis að þessi áform stangist á við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að fjölga störfum á landsbyggðinni. Kristinn rifjar upp að í sjávarútvegsráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar, árið 2016, hafi verið samið um samstarf tveggja vísindastofnana í Ólafsvík – Hafrannsóknastofnunar og sjávarrannsóknarsetursins Varar – og þar hafi verið stefnt að því að tryggja fimm störf í Ólafsvík tengdum starfseminni. Skessuhorn sagði frá því í gær starfsmanni Hafró í Ólafsvík hefði borist bréf um að starfsstöðinni þar yrði lokað frá og með 1. janúar 2023, vegna uppsagnar á samningi um reksturinn. Kæmi fram í bréfinu að undirbúningur lokunarinnar væri þegar hafinn og að starfsmanninum hafi verið boðið starf á annarri starfstöð stofnunarinnar. Áhersla á vistkerfi Breiðafjarðar Á heimasíðu Hafró segir um starfstöðina í Ólafsvík, sem staðsett er við höfnina að Norðurtanga, að sérstök áhersla sé lögð á vistkerfi Breiðafjarðar í rannsóknum starfsmanna þar. „Meðal verkefna er regluleg umhverfisvöktun þar sem rýnt er í grunnstoðir vistkerfisins með mælingum á efnaþáttum og frumframleiðslu. Einnig fara fram rannsóknir á svifþörungum, svifdýrum og fæðuvef. Starfsmenn taka einnig þátt í gagnasöfnun úr afla sem eru nýtt í stofnmatsráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Þá eru starfsmenn oft þáttakendur í ýmsum rannsóknum á umhverfisáhrifum af framkvæmdum og nýtingu á Breiðafjarðarsvæðinu,“ segir á vef Hafró. Áður hefur komið fram að Hafró hafi gengið erfiðlega að manna starfstöðina og sömuleiðis að takmarkað fjármagn réði því að ákveðið hafi verið að loka starfstöðinni.
Snæfellsbær Vinnumarkaður Byggðamál Sjávarútvegur Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira