Gummi Ben og Baldur Sig um þýðingu stórsigurs Liverpool í Glasgow í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2022 12:30 Guðmundur Benediktsson og Baldur Sigurðsson fóru yfir leik Liverpool og Rangers í gær. S2 Sport Guðmundur Benediktsson og Baldur Sigurðsson voru á Ibrox í gærkvöldi og sáu Liverpool liðið skora sjö mörk á útivelli í Meistaradeildinni. „Liverpool skoraði sjö mörk gegn einu marki heimamanna. Það voru reyndar heimamenn sem skoruðu fyrsta markið og þetta var í áttunda skiptið á leiktíðinni sem Liverpool fær á sig fyrsta markið. Þeir höfðu aðeins unnið einn af þessum leikjum fyrir þennan leik þar sem þeir hafa fengið á sig fyrsta markið. Þetta var aldrei spurning eftir að Liverpool jafnaði metin,“ sagði Guðmundur Benediktsson. Harvey Elliott og Mohamed Salah.AP/Scott Heppell „Það var það í rauninni ekki en það var mikil ástríða í stuðningsmönnunum og leikvangurinn gjörsamlega sprakk þegar þeir skoruðu þetta fyrsta markið. Rangers menn voru klaufar að fá þetta fyrsta mark á sig úr horni. Þá var ekkert að gerast og mér fannst þeir hafa undirtökin í leiknum,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Þegar Liverpool komst yfir þá fann maður að það kom uppgjöf í Rangers og Liverpool gaf bara meira og meira í. Þá fóru þeir að skipta inn mönnum sem vanalega byrja, sprungu gjörsamlega út og kláruðu þetta svo sannarlega með stæl,“ sagði Baldur. Klippa: Gummi og Baldur á Ibrox Erum við að sjá Liverpool liðið að koma til baka „Salah hefur verið að fá gagnrýni að hann sé ekki að skora mörk. Hann svaraði henni á rúmlega fimm mínútna kafla þegar hann kemur inn á. Jota kemur inn á og er með þrennu í stoðsendingum. Síðan ertu með Firmino sem hefur fengið að spila meira að undanförnu og hann skorar tvö mörk og var í raun besti maður vallarins. Erum við að sjá Liverpool liðið að koma til baka eftir erfiða byrjun,“ sagði Guðmundur. „Það á eftir að koma í ljós. Það er stórleikur á sunnudaginn á móti City og við fáum að sjá það betur í þeim leik. Allt þetta sem þú nefndir mun klárlega hjálpa til þess og talandi um að fá Salah inn með að skora þessi þrjú mörk. Hann lét þetta líta svo ótrúlega auðvelt og það er sá Salah sem við þekkjum,“ sagði Baldur Sigurðsson. Mohamed Salah.AP/Steve Welsh Lætur varnarmenn líta svo illa út „Hann lætur varnarmenn líta svo illa út og leikurinn er svo einfaldur fyrir honum. Ef hann dettur í þennan gír sem hann var hérna í kvöld eftir að hann kom inn á þá er von á góðu fyrir Liverpool. Ég myndi segja að þetta gefi þeim mikið sjálfstraust og það fer að koma að því að þeir detta inn í rytmann sinn og komast á skrið þar sem þeir tengja saman marga sigra,“ sagði Baldur. Það má sjá Baldur og Gumma Ben greina leikinn á Ibrox í gærköldi hér að ofan. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
„Liverpool skoraði sjö mörk gegn einu marki heimamanna. Það voru reyndar heimamenn sem skoruðu fyrsta markið og þetta var í áttunda skiptið á leiktíðinni sem Liverpool fær á sig fyrsta markið. Þeir höfðu aðeins unnið einn af þessum leikjum fyrir þennan leik þar sem þeir hafa fengið á sig fyrsta markið. Þetta var aldrei spurning eftir að Liverpool jafnaði metin,“ sagði Guðmundur Benediktsson. Harvey Elliott og Mohamed Salah.AP/Scott Heppell „Það var það í rauninni ekki en það var mikil ástríða í stuðningsmönnunum og leikvangurinn gjörsamlega sprakk þegar þeir skoruðu þetta fyrsta markið. Rangers menn voru klaufar að fá þetta fyrsta mark á sig úr horni. Þá var ekkert að gerast og mér fannst þeir hafa undirtökin í leiknum,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Þegar Liverpool komst yfir þá fann maður að það kom uppgjöf í Rangers og Liverpool gaf bara meira og meira í. Þá fóru þeir að skipta inn mönnum sem vanalega byrja, sprungu gjörsamlega út og kláruðu þetta svo sannarlega með stæl,“ sagði Baldur. Klippa: Gummi og Baldur á Ibrox Erum við að sjá Liverpool liðið að koma til baka „Salah hefur verið að fá gagnrýni að hann sé ekki að skora mörk. Hann svaraði henni á rúmlega fimm mínútna kafla þegar hann kemur inn á. Jota kemur inn á og er með þrennu í stoðsendingum. Síðan ertu með Firmino sem hefur fengið að spila meira að undanförnu og hann skorar tvö mörk og var í raun besti maður vallarins. Erum við að sjá Liverpool liðið að koma til baka eftir erfiða byrjun,“ sagði Guðmundur. „Það á eftir að koma í ljós. Það er stórleikur á sunnudaginn á móti City og við fáum að sjá það betur í þeim leik. Allt þetta sem þú nefndir mun klárlega hjálpa til þess og talandi um að fá Salah inn með að skora þessi þrjú mörk. Hann lét þetta líta svo ótrúlega auðvelt og það er sá Salah sem við þekkjum,“ sagði Baldur Sigurðsson. Mohamed Salah.AP/Steve Welsh Lætur varnarmenn líta svo illa út „Hann lætur varnarmenn líta svo illa út og leikurinn er svo einfaldur fyrir honum. Ef hann dettur í þennan gír sem hann var hérna í kvöld eftir að hann kom inn á þá er von á góðu fyrir Liverpool. Ég myndi segja að þetta gefi þeim mikið sjálfstraust og það fer að koma að því að þeir detta inn í rytmann sinn og komast á skrið þar sem þeir tengja saman marga sigra,“ sagði Baldur. Það má sjá Baldur og Gumma Ben greina leikinn á Ibrox í gærköldi hér að ofan.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira