Mörkin í Meistaradeildinni: Blóðbað, umdeildir vítadómar og óvænt úrslit Valur Páll Eiríksson skrifar 12. október 2022 12:31 Fikayo Tomori fékk beint rautt spjald fyrir brot á fyrrum liðsfélaga sínum Mason Mount í gær. Darren Walsh/Chelsea FC via Getty Images Nóg var um að vera í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld en línur eru farnar að skýrast upp á framhaldið þar sem fjórða umferð riðlakeppninnar hófst. Hér má sjá öll mörkin í gærkvöld. Chelsea fór á topp E-riðils með öðrum sigrinum á AC Milan í röð. Fikayo Tomori fékk þar rautt spjald fyrir brot á fyrrum félaga sínum hjá Chelsea og Derby County, Mason Mount, innan teigs. Jorginho skoraði af vítapunktinum áður en Pierre-Emerick Aubameyang innsiglaði 2-0 sigur Chelsea á San Siro. Klippa: Mörkin: AC Milan - Chelsea Vegna tæknilegra örðugleika er ekki hægt að sýna mörkin úr 1-1 jafntefli Dinamo Zagreb og RB Salzburg í sama riðli. Í F-riðli vann RB Leipzing 2-0 sigur á Celtic, annan sigurinn á liðinu í röð, og er liðið komið á fína siglingu eftir tap í fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum Timo Werner skoraði fyrra mark Leipzig og lagði það síðara upp fyrir Emil Forsberg. Klippa: Mörkin: Celtic - RB Leipzig Í sama riðli mistókst Real Madrid að vinna í fyrsta skipti í keppninni í vetur. Shakhtar Donetsk komst yfir í byrjun síðari hálfleiks en Antonio Rudiger fórnaði sér fyrir jöfnunarmark í blálokin og lá eftir alblóðugur. Leiknum lauk 1-1 og Real er öruggt áfram. Klippa: Mörkin: Shakhtar - Real Madrid Í G-riðli var ekkert skorað í markalausu jafntefli Íslendingaliðs FC Kaupmannahafnar og Manchester City á Parken en þá gerðu Dortmund og Sevilla einnig jafntefli, 1-1, í Þýskalandi. Tanguy Nianzou kom Sevilla yfir áður en Englendingurinn Jude Bellingham jafnaði fyrir Dortmund. Manchester City er öruggt áfram með 10 stig á toppnum og Dortmund stendur vel að vígi með sjö stig í öðru sæti. Sevilla og FCK eru bæði með tvö stig þar fyrir neðan. Klippa: Mörkin: Sevilla - Dortmund Í H-riðli urðu óvæntustu úrslit kvöldsins þar sem ísraelska liðið Maccabi Haifa vann 2-0 sigur á Juventus í Ísrael. Omer Atzili skoraði bæði mörk Maccabi í leiknum en liðin eru jöfn með þrjú stig í neðstu sætum riðilsins. Klippa: Mörkin: Maccabi Haifa - Juventus PSG og Benfica eru jöfn með átta stig í efri hlutanum eftir 1-1 jafntefli í gær. Þar var skorað úr sitthvoru vítinu þar sem Michael Oliver hafði í nægu að snúast með flautuna. Kylian Mbappé skoraði fyrir PSG en Joao Mario jafnaði af vítapunktinum fyrir Benfica. Klippa: Mörkin: PSG-Benfica Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Chelsea fór á topp E-riðils með öðrum sigrinum á AC Milan í röð. Fikayo Tomori fékk þar rautt spjald fyrir brot á fyrrum félaga sínum hjá Chelsea og Derby County, Mason Mount, innan teigs. Jorginho skoraði af vítapunktinum áður en Pierre-Emerick Aubameyang innsiglaði 2-0 sigur Chelsea á San Siro. Klippa: Mörkin: AC Milan - Chelsea Vegna tæknilegra örðugleika er ekki hægt að sýna mörkin úr 1-1 jafntefli Dinamo Zagreb og RB Salzburg í sama riðli. Í F-riðli vann RB Leipzing 2-0 sigur á Celtic, annan sigurinn á liðinu í röð, og er liðið komið á fína siglingu eftir tap í fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum Timo Werner skoraði fyrra mark Leipzig og lagði það síðara upp fyrir Emil Forsberg. Klippa: Mörkin: Celtic - RB Leipzig Í sama riðli mistókst Real Madrid að vinna í fyrsta skipti í keppninni í vetur. Shakhtar Donetsk komst yfir í byrjun síðari hálfleiks en Antonio Rudiger fórnaði sér fyrir jöfnunarmark í blálokin og lá eftir alblóðugur. Leiknum lauk 1-1 og Real er öruggt áfram. Klippa: Mörkin: Shakhtar - Real Madrid Í G-riðli var ekkert skorað í markalausu jafntefli Íslendingaliðs FC Kaupmannahafnar og Manchester City á Parken en þá gerðu Dortmund og Sevilla einnig jafntefli, 1-1, í Þýskalandi. Tanguy Nianzou kom Sevilla yfir áður en Englendingurinn Jude Bellingham jafnaði fyrir Dortmund. Manchester City er öruggt áfram með 10 stig á toppnum og Dortmund stendur vel að vígi með sjö stig í öðru sæti. Sevilla og FCK eru bæði með tvö stig þar fyrir neðan. Klippa: Mörkin: Sevilla - Dortmund Í H-riðli urðu óvæntustu úrslit kvöldsins þar sem ísraelska liðið Maccabi Haifa vann 2-0 sigur á Juventus í Ísrael. Omer Atzili skoraði bæði mörk Maccabi í leiknum en liðin eru jöfn með þrjú stig í neðstu sætum riðilsins. Klippa: Mörkin: Maccabi Haifa - Juventus PSG og Benfica eru jöfn með átta stig í efri hlutanum eftir 1-1 jafntefli í gær. Þar var skorað úr sitthvoru vítinu þar sem Michael Oliver hafði í nægu að snúast með flautuna. Kylian Mbappé skoraði fyrir PSG en Joao Mario jafnaði af vítapunktinum fyrir Benfica. Klippa: Mörkin: PSG-Benfica
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira