Þingi ASÍ frestað með þorra atkvæða Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. október 2022 11:28 Þinginu hefur verið frestað í kjölfar þess að stór hluti þingfulltrúa VR og Eflingar ákváðu að sniðganga fundinn. vísir/Steingrímur Dúi Þingi ASÍ var rétt í þessu frestað fram á næsta vor með þorra atkvæða. Tillagan var samþykkt með 183 atkvæðum þingfulltrúa gegn 20. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, verður því áfram forseti sambandsins. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, sem bauð sig fram til forseta sambandsins, greiddi atkvæði gegn tillögunni. Finnbjörn Hermannsson, formaður Byggiðnar, lagði fram tillöguna ásamt fleiri þingfulltrúum. Hann var fyrsti flutningsmaður en umræður um tillöguna stóðu yfir í um hálftíma. Tillagan var svo samþykkt rétt í þessu miklum meirihluta eins og áður segir. Upplausn varð á þingi ASÍ í gær þegar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hættu við framboð til miðstjórnar ASÍ og gengu út af þinginu. Tvísýnt var því hvort stjórnarkjör hefði getað farið fram í dag. Heimildir fréttastofu herma að um helmingur þingfulltrúa VR hafi mætt á þingið í dag en sárafáir þingfulltrúar Eflingar. Með frestuninni verður Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti félagsins í komandi kjaraviðræðum. Hann var fyrsti varaforseti er Drífa Snædal sagði af sér embættinu í haust. Í lokaræðu sinni á þinginu sagði hann að boðað verði til nýs þings eigi síðar en fyrir lok apríl. Skylda að taka samtalið Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar segir Kristján Þórður í samtali við fréttastofu að taka þurfi samtalið og leita leiða til að þétta raðirnar fram á við. „Það er okkar félagsfólk sem við vinnum fyrir og það er okkar skylda að taka samtalið,“ segir Kristján Þórður. Hann segist treysta sér fyllilega til þess að reyna að ná sáttum innan sambandsins og vonast til að geta það. „Þetta mun samt taka tíma og við verðum að gefa okkur þann tíma,“ bætir Kristján Þórður við. „Það er ekki óskastaða að vera sundruð. Samningsumboð er auðvitað hjá félögunum en ég hefði viljað ná breiðari samstöðu.“ Kristján Þórður verður forseti ASÍ í komandi kjaraviðræðum.vísir/Steingrímur Dúi Nú sé það forystunnar að finna hvar viljinn liggur. Formlegar viðræður við vinnuveitendur eru þegar hafnar hjá flestum samningsaðilum. Kristján Þórður segir að á næstu vikum muni þær fara á fullt skrið. Finna megi mismunandi kröfur hjá VR og Eflingu, samanborið við önnur aðildarfélög. Samt sem áður sé hægt að sjá sömu áherslur hjá öllum félögum. Voru þó sammála um að fresta Ólöf Helga Adolfsdóttir, sem bauð sig fram til forseta, greiddi atkvæði gegn tillögunni. Hún segist hafa viljað klára þingið í dag. „Ég hefði viljað hlusta á aðildarfélögin fyrir komandi kjaraviðræður. Það eru húsnæðismálin sem brenna mest á okkur, svo eru það lífeyrismálin“ Hún vill bera klæði á vopnin þannig að stóru aðildarfélögin, Efling og VR, séu áfram innan ASÍ. „En það er alveg á hreinu að það er ekki gert einhliða, báðir aðilar verða að koma að borðinu. Þannig við verðum bara að vona að þau séu tilbúin til þess þegar þingið heldur áfram í vor.“ Hún hafnar því að hafa skoðað einkapósta Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar og segir hana hafa fengið tvær vikur til að hreinsa pósthólfið. „Það var nokkuð góð eining um að fresta þinginu og það er jákvætt. Við gátum allavega verið sammála um það.“ Hún vonast því til að menn nái að snúa bökum sem fyrst saman enda sé hreyfingin sterkari þegar hún standi saman. ASÍ Vinnumarkaður Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Stendur tæpt að stjórnarkjör geti farið fram í dag Mæti fulltrúar VR og Eflingar ekki á þing ASÍ í dag, þar sem fram á að fara stjórnarkjör, stendur tæpt að kosningin geti farið fram. Minnst 50 prósent þingfulltrúanna þurfa að vera viðstödd til að hægt sé að halda áfram með kosninguna en aðeins fjóra fulltrúa vantar upp á til að VR og Efling séu með helming þingfulltrúa. 12. október 2022 08:48 Vonar að þremenningarnir sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda Ólöf Helga Adolfsdóttir, frambjóðandi til forseta ASÍ, segist vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír sem strunsuðu út af þingi sambandsins í gær sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Ásakanir þremenninganna um persónuárásir komi henni þó spánskt fyrir sjónir. 12. október 2022 10:10 „Nú erum við farin, ekki lengur fyrir“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hann hafi tekið ákvörðun um það í morgun að draga framboð sitt til forseta ASÍ til baka. Skjáskot af Facebook-færslu formanns verkalýðsfélagsins Bárunnar sem hann fékk sent í morgun virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn. 11. október 2022 21:49 „Ekki pláss fyrir okkur þarna inni“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, dró ásamt þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, og Vilhjálmi Birgissyni, framboð sitt til miðstjórnar ASÍ til baka. Gengu þau ásamt félögum sínum út af fundinum stuttu eftir að fregnir bárust af því að Ragnar Þór hefði dregið framboð sitt til forseta sambandsins til baka. Þau íhuga nú að segja sig úr Alþýðusambandinu. 11. október 2022 17:48 Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Sjá meira
Finnbjörn Hermannsson, formaður Byggiðnar, lagði fram tillöguna ásamt fleiri þingfulltrúum. Hann var fyrsti flutningsmaður en umræður um tillöguna stóðu yfir í um hálftíma. Tillagan var svo samþykkt rétt í þessu miklum meirihluta eins og áður segir. Upplausn varð á þingi ASÍ í gær þegar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hættu við framboð til miðstjórnar ASÍ og gengu út af þinginu. Tvísýnt var því hvort stjórnarkjör hefði getað farið fram í dag. Heimildir fréttastofu herma að um helmingur þingfulltrúa VR hafi mætt á þingið í dag en sárafáir þingfulltrúar Eflingar. Með frestuninni verður Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti félagsins í komandi kjaraviðræðum. Hann var fyrsti varaforseti er Drífa Snædal sagði af sér embættinu í haust. Í lokaræðu sinni á þinginu sagði hann að boðað verði til nýs þings eigi síðar en fyrir lok apríl. Skylda að taka samtalið Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar segir Kristján Þórður í samtali við fréttastofu að taka þurfi samtalið og leita leiða til að þétta raðirnar fram á við. „Það er okkar félagsfólk sem við vinnum fyrir og það er okkar skylda að taka samtalið,“ segir Kristján Þórður. Hann segist treysta sér fyllilega til þess að reyna að ná sáttum innan sambandsins og vonast til að geta það. „Þetta mun samt taka tíma og við verðum að gefa okkur þann tíma,“ bætir Kristján Þórður við. „Það er ekki óskastaða að vera sundruð. Samningsumboð er auðvitað hjá félögunum en ég hefði viljað ná breiðari samstöðu.“ Kristján Þórður verður forseti ASÍ í komandi kjaraviðræðum.vísir/Steingrímur Dúi Nú sé það forystunnar að finna hvar viljinn liggur. Formlegar viðræður við vinnuveitendur eru þegar hafnar hjá flestum samningsaðilum. Kristján Þórður segir að á næstu vikum muni þær fara á fullt skrið. Finna megi mismunandi kröfur hjá VR og Eflingu, samanborið við önnur aðildarfélög. Samt sem áður sé hægt að sjá sömu áherslur hjá öllum félögum. Voru þó sammála um að fresta Ólöf Helga Adolfsdóttir, sem bauð sig fram til forseta, greiddi atkvæði gegn tillögunni. Hún segist hafa viljað klára þingið í dag. „Ég hefði viljað hlusta á aðildarfélögin fyrir komandi kjaraviðræður. Það eru húsnæðismálin sem brenna mest á okkur, svo eru það lífeyrismálin“ Hún vill bera klæði á vopnin þannig að stóru aðildarfélögin, Efling og VR, séu áfram innan ASÍ. „En það er alveg á hreinu að það er ekki gert einhliða, báðir aðilar verða að koma að borðinu. Þannig við verðum bara að vona að þau séu tilbúin til þess þegar þingið heldur áfram í vor.“ Hún hafnar því að hafa skoðað einkapósta Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar og segir hana hafa fengið tvær vikur til að hreinsa pósthólfið. „Það var nokkuð góð eining um að fresta þinginu og það er jákvætt. Við gátum allavega verið sammála um það.“ Hún vonast því til að menn nái að snúa bökum sem fyrst saman enda sé hreyfingin sterkari þegar hún standi saman.
ASÍ Vinnumarkaður Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Stendur tæpt að stjórnarkjör geti farið fram í dag Mæti fulltrúar VR og Eflingar ekki á þing ASÍ í dag, þar sem fram á að fara stjórnarkjör, stendur tæpt að kosningin geti farið fram. Minnst 50 prósent þingfulltrúanna þurfa að vera viðstödd til að hægt sé að halda áfram með kosninguna en aðeins fjóra fulltrúa vantar upp á til að VR og Efling séu með helming þingfulltrúa. 12. október 2022 08:48 Vonar að þremenningarnir sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda Ólöf Helga Adolfsdóttir, frambjóðandi til forseta ASÍ, segist vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír sem strunsuðu út af þingi sambandsins í gær sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Ásakanir þremenninganna um persónuárásir komi henni þó spánskt fyrir sjónir. 12. október 2022 10:10 „Nú erum við farin, ekki lengur fyrir“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hann hafi tekið ákvörðun um það í morgun að draga framboð sitt til forseta ASÍ til baka. Skjáskot af Facebook-færslu formanns verkalýðsfélagsins Bárunnar sem hann fékk sent í morgun virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn. 11. október 2022 21:49 „Ekki pláss fyrir okkur þarna inni“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, dró ásamt þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, og Vilhjálmi Birgissyni, framboð sitt til miðstjórnar ASÍ til baka. Gengu þau ásamt félögum sínum út af fundinum stuttu eftir að fregnir bárust af því að Ragnar Þór hefði dregið framboð sitt til forseta sambandsins til baka. Þau íhuga nú að segja sig úr Alþýðusambandinu. 11. október 2022 17:48 Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Sjá meira
Stendur tæpt að stjórnarkjör geti farið fram í dag Mæti fulltrúar VR og Eflingar ekki á þing ASÍ í dag, þar sem fram á að fara stjórnarkjör, stendur tæpt að kosningin geti farið fram. Minnst 50 prósent þingfulltrúanna þurfa að vera viðstödd til að hægt sé að halda áfram með kosninguna en aðeins fjóra fulltrúa vantar upp á til að VR og Efling séu með helming þingfulltrúa. 12. október 2022 08:48
Vonar að þremenningarnir sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda Ólöf Helga Adolfsdóttir, frambjóðandi til forseta ASÍ, segist vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír sem strunsuðu út af þingi sambandsins í gær sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Ásakanir þremenninganna um persónuárásir komi henni þó spánskt fyrir sjónir. 12. október 2022 10:10
„Nú erum við farin, ekki lengur fyrir“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hann hafi tekið ákvörðun um það í morgun að draga framboð sitt til forseta ASÍ til baka. Skjáskot af Facebook-færslu formanns verkalýðsfélagsins Bárunnar sem hann fékk sent í morgun virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn. 11. október 2022 21:49
„Ekki pláss fyrir okkur þarna inni“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, dró ásamt þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, og Vilhjálmi Birgissyni, framboð sitt til miðstjórnar ASÍ til baka. Gengu þau ásamt félögum sínum út af fundinum stuttu eftir að fregnir bárust af því að Ragnar Þór hefði dregið framboð sitt til forseta sambandsins til baka. Þau íhuga nú að segja sig úr Alþýðusambandinu. 11. október 2022 17:48