Bandaríska landsliðið tapar tveimur í röð í fyrsta sinn í fimm ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2022 13:00 Megan Rapinoe gengur mjög svekkt af vell á meðan þær spænsku fagna góðum sigri. Getty/ Juan Manuel Serrano Arce Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta þurfti að sætta sig við tap á móti hálfgerðu varaliði Spánar í vináttulandsleik í Pamplona í gær. Spánn vann leikinn 2-0 en þetta var annað tap bandaríska landsliðsins í röð. Þær bandarísku töpuðu líka 2-1 fyrir þeim ensku á Wembley í þessum landsleikjaglugga. Laia Codina kom spænska liðinu yfir eftir fast leikatriði í fyrri hálfleik og Esther Gonzalez innsiglaði síðan sigurinn í seinni hálfleiknum. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Það þarf að fara alla leið aftur til mars 2017 til að finna þær bandarísku tapa tveimur leikjum í röð en þá töpuðu þær fyrir Englandi og Frakklandi í SheBelieves bikarnum. Það eru enn fremur liðin næstum því þrjú ár síðan að liðið fékk á sig mark í tveimur leikjum í röð. Bæði lið eru að undirbúa sig fyrir HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Bandaríska liðið er efst á styrkleikalista FIFA og hefur unnið tvo síðustu heimsmeistaratitla. Úrslitin eru sérstaklega merkileg fyrir þær sakir að spænska liðið var án fimmtán öflugra landsliðskvenna sem gáfu ekki kost á sér til að mótmæla aðstöðu og umgjörð liðsins. Spænska knattspyrnusambandið leit á þetta sem tilraun landsliðskvennanna til að bola út þjálfaranum Jorge Vilda en leikmennirnir hafa þvertekið fyrir það. Jorge Vilda sagðist ekki ætla að segja af sér og kallaði bara á nýja leikmenn í staðinn. Spænski landsliðsþjálfarinn umdeildi náði þar að setja saman öflugt lið sem gerði jafntefli við sterkt lið Svía og vann svo þennan góða sigur. Nú er að sjá hver næstu skref verða hjá þessum leikmönnum sem skrópuðu í þetta verkefni. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira
Spánn vann leikinn 2-0 en þetta var annað tap bandaríska landsliðsins í röð. Þær bandarísku töpuðu líka 2-1 fyrir þeim ensku á Wembley í þessum landsleikjaglugga. Laia Codina kom spænska liðinu yfir eftir fast leikatriði í fyrri hálfleik og Esther Gonzalez innsiglaði síðan sigurinn í seinni hálfleiknum. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Það þarf að fara alla leið aftur til mars 2017 til að finna þær bandarísku tapa tveimur leikjum í röð en þá töpuðu þær fyrir Englandi og Frakklandi í SheBelieves bikarnum. Það eru enn fremur liðin næstum því þrjú ár síðan að liðið fékk á sig mark í tveimur leikjum í röð. Bæði lið eru að undirbúa sig fyrir HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Bandaríska liðið er efst á styrkleikalista FIFA og hefur unnið tvo síðustu heimsmeistaratitla. Úrslitin eru sérstaklega merkileg fyrir þær sakir að spænska liðið var án fimmtán öflugra landsliðskvenna sem gáfu ekki kost á sér til að mótmæla aðstöðu og umgjörð liðsins. Spænska knattspyrnusambandið leit á þetta sem tilraun landsliðskvennanna til að bola út þjálfaranum Jorge Vilda en leikmennirnir hafa þvertekið fyrir það. Jorge Vilda sagðist ekki ætla að segja af sér og kallaði bara á nýja leikmenn í staðinn. Spænski landsliðsþjálfarinn umdeildi náði þar að setja saman öflugt lið sem gerði jafntefli við sterkt lið Svía og vann svo þennan góða sigur. Nú er að sjá hver næstu skref verða hjá þessum leikmönnum sem skrópuðu í þetta verkefni.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira