Erlent

Karl III verði krýndur næsta vor

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Karl III og Kamilla í Skotlandi í dag (t.v.) og Elísabet II við eigin krýningarathöfn árið 1953.
Karl III og Kamilla í Skotlandi í dag (t.v.) og Elísabet II við eigin krýningarathöfn árið 1953. Getty/WPA Pool, Hulton Archive

Karl III Bretlandskonungur verður krýndur þann 6. maí næstkomandi. Hann hefur sinnt embætti konungs frá andláti móður sinnar Elísabetar II Bretlandsdrottningar í september síðastliðnum.

Krýningin verður sú fyrsta í nærri 70 ár en Elísabet II, móðir Karls III var krýnd í júní árið 1953. Karl verður 74 ára þegar krýningin fer fram og þar með sá elsti til þess að vera krýndur. Einnig verði Kamilla, eiginkona konungs krýnd við sömu athöfn. BBC greinir frá þessu.

Gefið hefur verið í skyn að athöfnin muni halda í hefðir en einnig vera uppfærð í takt við tímann. Krýningarathöfn Elísabetar II árið 1953 hafi staðið yfir í þrjár klukkustundir. Athöfn Karls verði styttri, fjölbreyttari og færri gestir verði viðstaddir en 8.000 gestir voru viðstaddir athöfn Elísabetar.

Sjóvarpsútsendingin frá krýningarathöfn Elísabetar hafi verið talin byltingarkennd á þeim tíma en meira en 20 milljónir manna í Bretlandi horfðu á athöfnina á sínum tíma. Búist er við að hundruð milljóna muni fylgjast með í gegnum sjónvarpsskjáinn í þetta sinn.

Búist sé við því að athöfnin gefi fleiri trúarbrögðum gaum en hefð er fyrir og einhverju verði breytt vegna ásýndar út frá efnahagsástandsins í Bretlandi.

Ýmsar breytingar á ásýnd krúnunnar hafa nú þegar verið gerðar en nýtt konungsmerki Karls III var afhjúpað fyrir stuttu ásamt nýju útliti mynta sem munu bera andlit hans í stað móður hans.


Tengdar fréttir

Nýtt út­lit mynta með and­liti Karls III lítur dagsins ljós

Útlit nýrra mynta sem munu bera andlit Karls III Bretlandskonungs hefur verið afhjúpað af konunglegu myntsláttunni. Karl er sagður vera hæstánægður með útkomuna á útliti eigin vangasvips. Myntin er hönnuð út frá ljósmynd af konungi.

Nýtt konungs­merki Karls III af­hjúpað

Nú eftir andlát Elísabetar II Bretlandsdrottningar breytist ýmislegt til þess að marka komu nýs konungs. Til dæmis verða breytingar gerðar á útliti pundsins og nýtt konunglegt merki sem prýðir til dæmis póstkassa og byggingar verður tekið í notkun. Merki Karls III Bretlandskonungs var kynnt í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×