„Ef við tökum leikmennina stöðu fyrir stöðu þá eigum við að hafa betur“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. október 2022 14:03 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands er sigurviss fyrir úrslitaleik okkar kvenna um sæti á HM 2023 gegn Portúgal. Leikið verður þar ytra í Portó og er forsetinn á meðal um 150 stuðningsmanna íslenska landsiðsins sem Guðni segir munu styðja stelpurnar frá fyrstu mínútu. „Mér er það bæði ljúft og jafnvel skylt líka að styðja við stelpurnar okkar og strákana okkar á sviði íþrótta, menningar og lista. Þá er gaman að geta verið með góðum hópi Íslendinga þegar svona stór stund er framundan,“ segir Guðni í samtali við Kolbein Tuma Daðason fréttamann okkar sem er staddur í Porto. Kolbeinn rifjaði upp ljúfar minningar frá Nice árið 2016 þegar landslið karla í knattspyrnu tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum EM. Eitt af fyrstu embættisverkum Guðna var að styðja strákana þar í Frakklandi. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands í Portó fyrir leik landsiðs kvenna í fótbólta. Sæti á HM er undir og verður flautað til leiks klukkan 5 að íslenskum tíma.vísir/kolbeinn tumi „Kannski verður þetta jafn spennandi í kvöld maður veit það ekki en hvernig sem fer þá veit ég að stuðningsfólk okkar mun styðja stelpurnar frá fyrstu mínútu,“ segir Guðni. Hann hefur fulla trú á stelpunum þar sem liðið sé það gott. „Leikreynt, vel þjálfað og samheldið,“ segir Guðni. „Með fullri virðingu fyrir gestgjöfunum sem eru með afar skemmtilegt og sterkt lið, þá held ég að ef við tökum leikmennina stöðu fyrir stöðu þá eigum við að hafa betur. Við förum að minnsta kosti inn í leikinn til að vinna.“ Guðni var að lokum spurður út í alþýðleika sinn en Guðni tók flugvél, strætó og rútu með öðru stuðiningsfólki. Forsetinn segir annað ekki hafa verið í boði en bætir við að fólk í stöðu líkt og hann geti farið hvert sem er án þess að gæta sérstaklega að öryggi þeirra. „Og megi það vera þannig áfram. Þannig við skulum standa öll sem eitt saman í því að halda íslensku samfélagi þannig að fólk í áhrifastöðum þurfi ekki að óttast illsku ofbeldi og hatur. Við viljum ekki svoleiðis,“ segir Guðni að lokum og ítrekar að sigri Íslands sé að vænta á eftir. Leikurinn hefst klukkann 5 að íslenskum tíma. Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Sjá meira
„Mér er það bæði ljúft og jafnvel skylt líka að styðja við stelpurnar okkar og strákana okkar á sviði íþrótta, menningar og lista. Þá er gaman að geta verið með góðum hópi Íslendinga þegar svona stór stund er framundan,“ segir Guðni í samtali við Kolbein Tuma Daðason fréttamann okkar sem er staddur í Porto. Kolbeinn rifjaði upp ljúfar minningar frá Nice árið 2016 þegar landslið karla í knattspyrnu tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum EM. Eitt af fyrstu embættisverkum Guðna var að styðja strákana þar í Frakklandi. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands í Portó fyrir leik landsiðs kvenna í fótbólta. Sæti á HM er undir og verður flautað til leiks klukkan 5 að íslenskum tíma.vísir/kolbeinn tumi „Kannski verður þetta jafn spennandi í kvöld maður veit það ekki en hvernig sem fer þá veit ég að stuðningsfólk okkar mun styðja stelpurnar frá fyrstu mínútu,“ segir Guðni. Hann hefur fulla trú á stelpunum þar sem liðið sé það gott. „Leikreynt, vel þjálfað og samheldið,“ segir Guðni. „Með fullri virðingu fyrir gestgjöfunum sem eru með afar skemmtilegt og sterkt lið, þá held ég að ef við tökum leikmennina stöðu fyrir stöðu þá eigum við að hafa betur. Við förum að minnsta kosti inn í leikinn til að vinna.“ Guðni var að lokum spurður út í alþýðleika sinn en Guðni tók flugvél, strætó og rútu með öðru stuðiningsfólki. Forsetinn segir annað ekki hafa verið í boði en bætir við að fólk í stöðu líkt og hann geti farið hvert sem er án þess að gæta sérstaklega að öryggi þeirra. „Og megi það vera þannig áfram. Þannig við skulum standa öll sem eitt saman í því að halda íslensku samfélagi þannig að fólk í áhrifastöðum þurfi ekki að óttast illsku ofbeldi og hatur. Við viljum ekki svoleiðis,“ segir Guðni að lokum og ítrekar að sigri Íslands sé að vænta á eftir. Leikurinn hefst klukkann 5 að íslenskum tíma.
Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti