Minna álag sé samvinnufúsum almenningi og góðum undirbúningi að þakka Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. október 2022 11:53 Verkefnastjóri aðgerðamála hjá Landsbjörg segir góðan undirbúning almannavarna og samvinnufúsan almenning hafa stuðlað að því að verkefni björgunarsveita voru færri en ráð hafði verið gert fyrir vegna óveðursins sem gekk yfir landið í gær og í nótt en þau voru þrjátíu talsins. Veðurfræðingur segir veðurspár hafa ræst að mestu. Síðustu veðurviðvaranirnar féllu úr gildi klukkan níu í morgun og er það versta yfirstaðið. Óveðrið olli rafmagnstruflunum á Norðurlandi og foktjón varð á Austurlandi. Enn er lítið sem ekkert ferðaveður þar að sögn staðarlögreglu og eru flestar vegalokanir frá í gær enn í gildi. Á tímabili stefndi í fokskemmdir á íbúðarhúsnæði á Djúpavogi en verkefnið var afgreitt hratt og vel auk þess sem björgunarsveitir þurftu að aðstoða sjúkrabíl á milli Egilsstaða og Neskaupstaðar. Karen Ósk Lárusdóttir, verkefnastjóri aðgerðamála hjá Landsbjörg, segir að björgunarsveitir hafi haft talsvert að gera en þó ekki eins mikið og veðurspár gáfu fyrst til kynna. „Þessar mótvægisaðgerðir og undirbúningurinn er að skila sér. Fólk er að hlusta og fara eftir þeim fyrirmælum sem almannavarnir og lögregla gefa út og það skilar sér nákvæmlega svona; í færri verkefnum.“ Skráð verkefni eru þrjátíu talsins en björgunarsveitir þurftu líka að manna lokunarpósta þar sem ferðamönnum var snúið við og þeim gefnar ráðleggingar. „Langflest verkefnin voru á Norðurlandi og Austurlandi og þetta voru aðallega fastir bílar, fokverkefni, verið að aðstoða ferðamenn og svo var eitt dæluverkefni vegna vatnsleka og svo voru mörg verkefni sem við vorum að sinna sem tóku bara gríðarlega langan tíma vegna færðar og veðurs,“ segir Karen Ósk. Hefur veðrinu slotað? „Það versta er klárlega gengið yfir. Það er ennþá samt nokkuð hvasst austast á landinu, á Austfjörðum og austarlega undir Vatnajökli en það er samt byrjað að draga úr þessu,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hann bendir á að á næstu dögum sé spáð mun rólegra veðri.“ Rættust spárnar? „Við getum sagt að vindaspáin hafi ræst; vindurinn var nokkurn veginn eftir spánni en það er kannski erfiðara að meta úrkomuna því úrkoma mælist afskaplega illa í svona hvössum vindi en það verður bara að koma í ljós þegar menn fara á stjá núna í dag hversu mikill snjór er á heiðum og svona.“ Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Fólk ætti að búa sig undir rafmagnsleysi á morgun Búist er við miklu óveðri fyrir norðan á morgun og hefur Veðurstofan fært appelsínugula viðvörun á svæðinu upp í rauða. Mikill undirbúningur er í gangi á Akureyri til að koma í veg fyri flóðaástand líkt og skapaðist í bænum fyrir tveimur vikum. Mikil hætta er á rafmagnsleysi á svæðinu á morgun. 8. október 2022 12:09 Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu vegna hættustigs Björgunarsveitir um allt land eru í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem búist er við að verði á morgun. Rauð viðvörun tekur gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi á morgun og standa fram á næstu nótt. 8. október 2022 16:33 Hættustigi lýst yfir á Norðurlandi eystra og Austurlandi Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjóra Norðurlands vestra og Austurlands lýst yfir hættustigi vegna veðurspár á morgun, sunnudaginn 9. október. 8. október 2022 16:32 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Síðustu veðurviðvaranirnar féllu úr gildi klukkan níu í morgun og er það versta yfirstaðið. Óveðrið olli rafmagnstruflunum á Norðurlandi og foktjón varð á Austurlandi. Enn er lítið sem ekkert ferðaveður þar að sögn staðarlögreglu og eru flestar vegalokanir frá í gær enn í gildi. Á tímabili stefndi í fokskemmdir á íbúðarhúsnæði á Djúpavogi en verkefnið var afgreitt hratt og vel auk þess sem björgunarsveitir þurftu að aðstoða sjúkrabíl á milli Egilsstaða og Neskaupstaðar. Karen Ósk Lárusdóttir, verkefnastjóri aðgerðamála hjá Landsbjörg, segir að björgunarsveitir hafi haft talsvert að gera en þó ekki eins mikið og veðurspár gáfu fyrst til kynna. „Þessar mótvægisaðgerðir og undirbúningurinn er að skila sér. Fólk er að hlusta og fara eftir þeim fyrirmælum sem almannavarnir og lögregla gefa út og það skilar sér nákvæmlega svona; í færri verkefnum.“ Skráð verkefni eru þrjátíu talsins en björgunarsveitir þurftu líka að manna lokunarpósta þar sem ferðamönnum var snúið við og þeim gefnar ráðleggingar. „Langflest verkefnin voru á Norðurlandi og Austurlandi og þetta voru aðallega fastir bílar, fokverkefni, verið að aðstoða ferðamenn og svo var eitt dæluverkefni vegna vatnsleka og svo voru mörg verkefni sem við vorum að sinna sem tóku bara gríðarlega langan tíma vegna færðar og veðurs,“ segir Karen Ósk. Hefur veðrinu slotað? „Það versta er klárlega gengið yfir. Það er ennþá samt nokkuð hvasst austast á landinu, á Austfjörðum og austarlega undir Vatnajökli en það er samt byrjað að draga úr þessu,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hann bendir á að á næstu dögum sé spáð mun rólegra veðri.“ Rættust spárnar? „Við getum sagt að vindaspáin hafi ræst; vindurinn var nokkurn veginn eftir spánni en það er kannski erfiðara að meta úrkomuna því úrkoma mælist afskaplega illa í svona hvössum vindi en það verður bara að koma í ljós þegar menn fara á stjá núna í dag hversu mikill snjór er á heiðum og svona.“
Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Fólk ætti að búa sig undir rafmagnsleysi á morgun Búist er við miklu óveðri fyrir norðan á morgun og hefur Veðurstofan fært appelsínugula viðvörun á svæðinu upp í rauða. Mikill undirbúningur er í gangi á Akureyri til að koma í veg fyri flóðaástand líkt og skapaðist í bænum fyrir tveimur vikum. Mikil hætta er á rafmagnsleysi á svæðinu á morgun. 8. október 2022 12:09 Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu vegna hættustigs Björgunarsveitir um allt land eru í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem búist er við að verði á morgun. Rauð viðvörun tekur gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi á morgun og standa fram á næstu nótt. 8. október 2022 16:33 Hættustigi lýst yfir á Norðurlandi eystra og Austurlandi Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjóra Norðurlands vestra og Austurlands lýst yfir hættustigi vegna veðurspár á morgun, sunnudaginn 9. október. 8. október 2022 16:32 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Fólk ætti að búa sig undir rafmagnsleysi á morgun Búist er við miklu óveðri fyrir norðan á morgun og hefur Veðurstofan fært appelsínugula viðvörun á svæðinu upp í rauða. Mikill undirbúningur er í gangi á Akureyri til að koma í veg fyri flóðaástand líkt og skapaðist í bænum fyrir tveimur vikum. Mikil hætta er á rafmagnsleysi á svæðinu á morgun. 8. október 2022 12:09
Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu vegna hættustigs Björgunarsveitir um allt land eru í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem búist er við að verði á morgun. Rauð viðvörun tekur gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi á morgun og standa fram á næstu nótt. 8. október 2022 16:33
Hættustigi lýst yfir á Norðurlandi eystra og Austurlandi Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjóra Norðurlands vestra og Austurlands lýst yfir hættustigi vegna veðurspár á morgun, sunnudaginn 9. október. 8. október 2022 16:32