Gamli leikmaður Aftureldingar skrifaði söguna með dótturina í fanginu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2022 16:00 Patrick Mahomes og Brittany Matthews saman á leik hjá Kansas City Chiefs. Getty/Jamie Squire Margt hefur breyst í lífi Brittany Lynne frá því að hún spilaði með liði Aftureldingar í eitt sumar á Íslandi. Brittany Matthews er nú Brittany Mahomes og eiginkona eins launahæsta og besta leikmanns NFL-deildarinnar, Patrick Mahomes. Patrick Mahomes var óþekktur þegar hann eyddi mánuðum í Mosfellsbænum með kærustu sinni sumarið 2017 en hefur síðan orðið að einni allra stærstu íþróttastjörnunni í Bandaríkjunum. View this post on Instagram A post shared by Kansas City Current (@kccurrent) Þau eiga eina dóttur saman, Sterling, og hún á núna von á þeirra öðru barni í byrjun næsta árs. Þau hjónin hafa á þessum árum einnig eignast hlut í þremur íþróttafélögum á svæðinu eða Kansas City Royals (MLB, hafnarbolti), Sporting Kansas City (MLS, karlafótbolti), og Kansas City Current (NWSL, kvennafótbolti). Um helgina skrifaði Brittany síðan söguna í Kansas City þegar hún tók fyrstu skóflustunguna að nýjum leikvangi fyrir kvennafótboltafélagið Kanasas City Current. Brittany Matthews-Mahomes tilkynnti fyrst um hlut sinn í kvennafótboltaliðinu í desember 2020. Hún hefur síðan unnið að því að efla hag liðsins. Þegar er búið að setja upp nýja fimmtán milljón dollara æfingaaðstöðu en um helgina voru fyrstu skóflustungurnar teknar af nýjum 117 milljón dollara leikvangi. Þetta verður sögulegur leikvangur því hann er sá fyrsti sem er byggður sérstaklega fyrir félag í NWSL kvennadeildinni. Staðsetningin er líka frábær eða niður við ánna sem rennur í gegnum miðborg Kansas City. „Skrifaði söguna með dóttur mína á mjöðminni. Þvílíkur dagur. Takk fyrir Kansas City,“ skrifaði Brittany Mahomes á samfélagsmiðla sína. Brittany Matthews-Mahomes með skófluna og dóttur sína.Instagram/@brittanylynne Bandaríski fótboltinn Afturelding Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Brittany Matthews er nú Brittany Mahomes og eiginkona eins launahæsta og besta leikmanns NFL-deildarinnar, Patrick Mahomes. Patrick Mahomes var óþekktur þegar hann eyddi mánuðum í Mosfellsbænum með kærustu sinni sumarið 2017 en hefur síðan orðið að einni allra stærstu íþróttastjörnunni í Bandaríkjunum. View this post on Instagram A post shared by Kansas City Current (@kccurrent) Þau eiga eina dóttur saman, Sterling, og hún á núna von á þeirra öðru barni í byrjun næsta árs. Þau hjónin hafa á þessum árum einnig eignast hlut í þremur íþróttafélögum á svæðinu eða Kansas City Royals (MLB, hafnarbolti), Sporting Kansas City (MLS, karlafótbolti), og Kansas City Current (NWSL, kvennafótbolti). Um helgina skrifaði Brittany síðan söguna í Kansas City þegar hún tók fyrstu skóflustunguna að nýjum leikvangi fyrir kvennafótboltafélagið Kanasas City Current. Brittany Matthews-Mahomes tilkynnti fyrst um hlut sinn í kvennafótboltaliðinu í desember 2020. Hún hefur síðan unnið að því að efla hag liðsins. Þegar er búið að setja upp nýja fimmtán milljón dollara æfingaaðstöðu en um helgina voru fyrstu skóflustungurnar teknar af nýjum 117 milljón dollara leikvangi. Þetta verður sögulegur leikvangur því hann er sá fyrsti sem er byggður sérstaklega fyrir félag í NWSL kvennadeildinni. Staðsetningin er líka frábær eða niður við ánna sem rennur í gegnum miðborg Kansas City. „Skrifaði söguna með dóttur mína á mjöðminni. Þvílíkur dagur. Takk fyrir Kansas City,“ skrifaði Brittany Mahomes á samfélagsmiðla sína. Brittany Matthews-Mahomes með skófluna og dóttur sína.Instagram/@brittanylynne
Bandaríski fótboltinn Afturelding Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira