Dóttir og barnsfaðir Þóru telja friðhelgi einkalífs hafa verið vanvirt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2022 22:41 Jón Baldvin Hannibalsson, er fyrrverandi ráðherra og sendiherra Íslands. vísir/vilhelm Dóttir og barnsfaðir Þóru Hreinsdóttur harma að friðhelgi einkalífs látinnar konu hafi verið rofið og vanvirt. Telja þau fullvíst að Þóra hefði ekki viljað taka þátt í fjölmiðlaherferð, eins og þau feðgin komast að orði. Stundin fjallaði á dögunum um dagbókarfærslur Þóru, þá fimmtán ára, um samskipti hennar við Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra en þáverandi kennara við Hagaskóla, sem var tvisvar sinnum eldri. Þóra, sem var myndlistarkona, lést árið 2016 þá 61 árs gömul. Stundin fékk dagbókarfærslurnar afhentar frá Valgerði Þorsteinsdóttur, dóttur Þóru. „Ég sá ekki ástæðu til að fela þessi gögn frá unglingsárum móður minnar,“ sagði Valgerður á Facebook þegar hún deildi umfjöllun Stundarinnar. Þóra gekk í Hagaskóla þar sem Jón Baldvin var kennari.Reykjavíkurborg Þóra gekk í Hagaskóla og lýsir meðal annars í dagbókarfærslunum kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin. Í bréfi sem hann sendi Þóru segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar. Ingibjörgu Sólrúnu nóg boðið Umfjöllunin vakti mikla athygli. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra, sagði í Facebook-færslu um málið að Jón Baldvin hefði hagað sér eins og rándýr sem velji bráð sína af kostgæfni. Þar sagðist hún hafa lesið allar þær 23 sögur sem safnað hefur verið þar sem sagt er frá meintum kynferðisbrotum og áreiti Jóns Baldvins. Hún hafi tekið þar eftir mynstri sem gangi eins og rauður þráður í gegnum atfeli Jóns. Þorsteinn Eggertsson, einn fremsti textahöfundur landsins, er barnsfaðir Þóru heitinnar. Hann, dóttir hans Soffía og eiginkona hans, Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir sjá hlutina öðrum augum en Valgerður, dóttir Þorsteins og systir Soffíu. Þau segja dagbókarfærslurnar hafa verið einkamál Þóru. „Við undirrituð álítum að tilgangur blaðamannsins sé að reyna að sýna fram á, að samskipti Þóru og þáverandi kennara hennar, Jóns Baldvins, hafi verið af „kynferðislegum toga“,“ segir í yfirlýsingunni. Vitni sex árum eftir andlát „Síðan hafa ýmsir talið við hæfi að blanda sér í málið, þeirra á meðal t.d. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, að tilefnislausu og á sérlega meiðandi hátt. Halda mætti af umfjöllun blaðsins, að ætlunin sé að hafa áhrif á væntanleg málaferli gegn Jóni Baldvini. Þar með yrði Þóra, sem lést fyrir sex árum síðan, orðin að vitni í sakamáli, án hennar vitundar og vilja.“ Minnt er á að dagbókarfærslurnar séu meira en hálfrar aldar gamlar. „Allan þann tíma, til hinsta dags 2016, gætti Þóra þeirra eins og sjáaldurs augna sinna. Þorsteinn Eggertsson, barnsfaðir hennar og sambýlismaður sem bjó með henni frá 1975-1983, hafði ekki hugmynd um þessar dagbækur.“ Jóhanna Fjóla og Þorsteinn eru ósátt við að dagbókarfærslur Þóru hafi verið gerðar opinberar.Facebook Þau hjónin, Þorsteinn og Jóhanna Fjóla, hafi nýlega fengið vitneskju um að á meðan Þóra var enn á lífi, hafi verið eftir því leitað við hana, að fá dagbækur hennar til birtingar. Hún hafi hafnað því. Þau hjónin og Soffía dóttir hans og Þóru telja af þeirri ástæðu og reyndar ýmsum öðrum, vita með vissu, að Þóra hefði ekki viljað taka þátt í fjölmiðlaherferð af þessu tagi, sem meðal annars á nú að snúast um einkamál hennar. „Við undirrituð hörmum það, að friðhelgi einkalífs Þóru Hreinsdóttur hefur verið rofin og vanvirt með þessum hætti. Við beinum því til fjölmiðla og svokallaðra álitsgjafa að virða friðhelgi einkalífs hinnar látnu konu. Einnig að láta ógert að leiða hana fram sem vitni í sakamáli, sem henni er óviðkomandi.“ 9. okt.2022 YFIRLÝSING Af gefnu tilefni Þann 30. sept. s.l. birti Stundin – prent-og vefmiðill – átta blaðsíðna myndskreytta grein, sem byggði á túlkun blaðamannsins á meira en hálfrar aldar dagbókarfærslum Þóru Hreinsdóttur sem voru hennar einkamál. Við undirrituð álítum að tilgangur blaðamannsins sé að reyna að sýna fram á, að samskipti Þóru og þáverandi kennara hennar, Jóns Baldvins, hafi verið af „kynferðislegum toga“. Síðan hafa ýmsir talið við hæfi að blanda sér í málið, þeirra á meðal t.d. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, að tilefnislausu og á sérlega meiðandi hátt. Halda mætti af umfjöllun blaðsins, að ætlunin sé að hafa áhrif á væntanleg málaferli gegn Jóni Baldvini. Þar með yrði Þóra, sem lést fyrir sex árum síðan, orðin að vitni í sakamáli, án hennar vitundar og vilja. Dagbókarfærslurnar eru meira en hálfrar aldar gamlar. Allan þann tíma, til hinsta dags 2016, gætti Þóra þeirra eins og sjálaldurs augna sinna. Þorsteinn Eggertsson, barnsfaðir hennar og sambýlismaður sem bjó með henni frá 1975 -1983, hafði ekki hugmynd um þessar dagbækur. Þorsteinn og eiginkona hans Jóhönna Fjóla fengu nýlega vitneskju um að á meðan Þóra var enn á lífi, var eftir því leitað við hana, að fá dagbækur hennar til birtingar. Hún hafnaði því. Þau hjónin og Soffía dóttir hans og Þóru telja af þeirri ástæðu og reyndar ýmsum öðrum, vita með vissu, að Þóra hefði ekki viljað taka þátt í fjölmiðlaherferð af þessu tagi, sem meðal annars á nú að snúast um einkamál hennar. Við undirrituð hörmum það, að friðhelgi einkalífs Þóru Hreinsdóttur hefur verið rofin og vanvirt með þessum hætti. Við beinum því til fjölmiðla og svokallaðra álitsgjafa að virða friðhelgi einkalífs hinnar látnu konu. Einnig að láta ógert að leiða hana fram sem vitni í sakamáli, sem henni er óviðkomandi. Þorstseinn Eggertsson Soffía Þorsteinsdóttir Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Stundin fjallaði á dögunum um dagbókarfærslur Þóru, þá fimmtán ára, um samskipti hennar við Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra en þáverandi kennara við Hagaskóla, sem var tvisvar sinnum eldri. Þóra, sem var myndlistarkona, lést árið 2016 þá 61 árs gömul. Stundin fékk dagbókarfærslurnar afhentar frá Valgerði Þorsteinsdóttur, dóttur Þóru. „Ég sá ekki ástæðu til að fela þessi gögn frá unglingsárum móður minnar,“ sagði Valgerður á Facebook þegar hún deildi umfjöllun Stundarinnar. Þóra gekk í Hagaskóla þar sem Jón Baldvin var kennari.Reykjavíkurborg Þóra gekk í Hagaskóla og lýsir meðal annars í dagbókarfærslunum kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin. Í bréfi sem hann sendi Þóru segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar. Ingibjörgu Sólrúnu nóg boðið Umfjöllunin vakti mikla athygli. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra, sagði í Facebook-færslu um málið að Jón Baldvin hefði hagað sér eins og rándýr sem velji bráð sína af kostgæfni. Þar sagðist hún hafa lesið allar þær 23 sögur sem safnað hefur verið þar sem sagt er frá meintum kynferðisbrotum og áreiti Jóns Baldvins. Hún hafi tekið þar eftir mynstri sem gangi eins og rauður þráður í gegnum atfeli Jóns. Þorsteinn Eggertsson, einn fremsti textahöfundur landsins, er barnsfaðir Þóru heitinnar. Hann, dóttir hans Soffía og eiginkona hans, Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir sjá hlutina öðrum augum en Valgerður, dóttir Þorsteins og systir Soffíu. Þau segja dagbókarfærslurnar hafa verið einkamál Þóru. „Við undirrituð álítum að tilgangur blaðamannsins sé að reyna að sýna fram á, að samskipti Þóru og þáverandi kennara hennar, Jóns Baldvins, hafi verið af „kynferðislegum toga“,“ segir í yfirlýsingunni. Vitni sex árum eftir andlát „Síðan hafa ýmsir talið við hæfi að blanda sér í málið, þeirra á meðal t.d. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, að tilefnislausu og á sérlega meiðandi hátt. Halda mætti af umfjöllun blaðsins, að ætlunin sé að hafa áhrif á væntanleg málaferli gegn Jóni Baldvini. Þar með yrði Þóra, sem lést fyrir sex árum síðan, orðin að vitni í sakamáli, án hennar vitundar og vilja.“ Minnt er á að dagbókarfærslurnar séu meira en hálfrar aldar gamlar. „Allan þann tíma, til hinsta dags 2016, gætti Þóra þeirra eins og sjáaldurs augna sinna. Þorsteinn Eggertsson, barnsfaðir hennar og sambýlismaður sem bjó með henni frá 1975-1983, hafði ekki hugmynd um þessar dagbækur.“ Jóhanna Fjóla og Þorsteinn eru ósátt við að dagbókarfærslur Þóru hafi verið gerðar opinberar.Facebook Þau hjónin, Þorsteinn og Jóhanna Fjóla, hafi nýlega fengið vitneskju um að á meðan Þóra var enn á lífi, hafi verið eftir því leitað við hana, að fá dagbækur hennar til birtingar. Hún hafi hafnað því. Þau hjónin og Soffía dóttir hans og Þóru telja af þeirri ástæðu og reyndar ýmsum öðrum, vita með vissu, að Þóra hefði ekki viljað taka þátt í fjölmiðlaherferð af þessu tagi, sem meðal annars á nú að snúast um einkamál hennar. „Við undirrituð hörmum það, að friðhelgi einkalífs Þóru Hreinsdóttur hefur verið rofin og vanvirt með þessum hætti. Við beinum því til fjölmiðla og svokallaðra álitsgjafa að virða friðhelgi einkalífs hinnar látnu konu. Einnig að láta ógert að leiða hana fram sem vitni í sakamáli, sem henni er óviðkomandi.“ 9. okt.2022 YFIRLÝSING Af gefnu tilefni Þann 30. sept. s.l. birti Stundin – prent-og vefmiðill – átta blaðsíðna myndskreytta grein, sem byggði á túlkun blaðamannsins á meira en hálfrar aldar dagbókarfærslum Þóru Hreinsdóttur sem voru hennar einkamál. Við undirrituð álítum að tilgangur blaðamannsins sé að reyna að sýna fram á, að samskipti Þóru og þáverandi kennara hennar, Jóns Baldvins, hafi verið af „kynferðislegum toga“. Síðan hafa ýmsir talið við hæfi að blanda sér í málið, þeirra á meðal t.d. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, að tilefnislausu og á sérlega meiðandi hátt. Halda mætti af umfjöllun blaðsins, að ætlunin sé að hafa áhrif á væntanleg málaferli gegn Jóni Baldvini. Þar með yrði Þóra, sem lést fyrir sex árum síðan, orðin að vitni í sakamáli, án hennar vitundar og vilja. Dagbókarfærslurnar eru meira en hálfrar aldar gamlar. Allan þann tíma, til hinsta dags 2016, gætti Þóra þeirra eins og sjálaldurs augna sinna. Þorsteinn Eggertsson, barnsfaðir hennar og sambýlismaður sem bjó með henni frá 1975 -1983, hafði ekki hugmynd um þessar dagbækur. Þorsteinn og eiginkona hans Jóhönna Fjóla fengu nýlega vitneskju um að á meðan Þóra var enn á lífi, var eftir því leitað við hana, að fá dagbækur hennar til birtingar. Hún hafnaði því. Þau hjónin og Soffía dóttir hans og Þóru telja af þeirri ástæðu og reyndar ýmsum öðrum, vita með vissu, að Þóra hefði ekki viljað taka þátt í fjölmiðlaherferð af þessu tagi, sem meðal annars á nú að snúast um einkamál hennar. Við undirrituð hörmum það, að friðhelgi einkalífs Þóru Hreinsdóttur hefur verið rofin og vanvirt með þessum hætti. Við beinum því til fjölmiðla og svokallaðra álitsgjafa að virða friðhelgi einkalífs hinnar látnu konu. Einnig að láta ógert að leiða hana fram sem vitni í sakamáli, sem henni er óviðkomandi. Þorstseinn Eggertsson Soffía Þorsteinsdóttir Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir
9. okt.2022 YFIRLÝSING Af gefnu tilefni Þann 30. sept. s.l. birti Stundin – prent-og vefmiðill – átta blaðsíðna myndskreytta grein, sem byggði á túlkun blaðamannsins á meira en hálfrar aldar dagbókarfærslum Þóru Hreinsdóttur sem voru hennar einkamál. Við undirrituð álítum að tilgangur blaðamannsins sé að reyna að sýna fram á, að samskipti Þóru og þáverandi kennara hennar, Jóns Baldvins, hafi verið af „kynferðislegum toga“. Síðan hafa ýmsir talið við hæfi að blanda sér í málið, þeirra á meðal t.d. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, að tilefnislausu og á sérlega meiðandi hátt. Halda mætti af umfjöllun blaðsins, að ætlunin sé að hafa áhrif á væntanleg málaferli gegn Jóni Baldvini. Þar með yrði Þóra, sem lést fyrir sex árum síðan, orðin að vitni í sakamáli, án hennar vitundar og vilja. Dagbókarfærslurnar eru meira en hálfrar aldar gamlar. Allan þann tíma, til hinsta dags 2016, gætti Þóra þeirra eins og sjálaldurs augna sinna. Þorsteinn Eggertsson, barnsfaðir hennar og sambýlismaður sem bjó með henni frá 1975 -1983, hafði ekki hugmynd um þessar dagbækur. Þorsteinn og eiginkona hans Jóhönna Fjóla fengu nýlega vitneskju um að á meðan Þóra var enn á lífi, var eftir því leitað við hana, að fá dagbækur hennar til birtingar. Hún hafnaði því. Þau hjónin og Soffía dóttir hans og Þóru telja af þeirri ástæðu og reyndar ýmsum öðrum, vita með vissu, að Þóra hefði ekki viljað taka þátt í fjölmiðlaherferð af þessu tagi, sem meðal annars á nú að snúast um einkamál hennar. Við undirrituð hörmum það, að friðhelgi einkalífs Þóru Hreinsdóttur hefur verið rofin og vanvirt með þessum hætti. Við beinum því til fjölmiðla og svokallaðra álitsgjafa að virða friðhelgi einkalífs hinnar látnu konu. Einnig að láta ógert að leiða hana fram sem vitni í sakamáli, sem henni er óviðkomandi. Þorstseinn Eggertsson Soffía Þorsteinsdóttir Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir
Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira