Dóttir og barnsfaðir Þóru telja friðhelgi einkalífs hafa verið vanvirt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2022 22:41 Jón Baldvin Hannibalsson, er fyrrverandi ráðherra og sendiherra Íslands. vísir/vilhelm Dóttir og barnsfaðir Þóru Hreinsdóttur harma að friðhelgi einkalífs látinnar konu hafi verið rofið og vanvirt. Telja þau fullvíst að Þóra hefði ekki viljað taka þátt í fjölmiðlaherferð, eins og þau feðgin komast að orði. Stundin fjallaði á dögunum um dagbókarfærslur Þóru, þá fimmtán ára, um samskipti hennar við Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra en þáverandi kennara við Hagaskóla, sem var tvisvar sinnum eldri. Þóra, sem var myndlistarkona, lést árið 2016 þá 61 árs gömul. Stundin fékk dagbókarfærslurnar afhentar frá Valgerði Þorsteinsdóttur, dóttur Þóru. „Ég sá ekki ástæðu til að fela þessi gögn frá unglingsárum móður minnar,“ sagði Valgerður á Facebook þegar hún deildi umfjöllun Stundarinnar. Þóra gekk í Hagaskóla þar sem Jón Baldvin var kennari.Reykjavíkurborg Þóra gekk í Hagaskóla og lýsir meðal annars í dagbókarfærslunum kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin. Í bréfi sem hann sendi Þóru segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar. Ingibjörgu Sólrúnu nóg boðið Umfjöllunin vakti mikla athygli. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra, sagði í Facebook-færslu um málið að Jón Baldvin hefði hagað sér eins og rándýr sem velji bráð sína af kostgæfni. Þar sagðist hún hafa lesið allar þær 23 sögur sem safnað hefur verið þar sem sagt er frá meintum kynferðisbrotum og áreiti Jóns Baldvins. Hún hafi tekið þar eftir mynstri sem gangi eins og rauður þráður í gegnum atfeli Jóns. Þorsteinn Eggertsson, einn fremsti textahöfundur landsins, er barnsfaðir Þóru heitinnar. Hann, dóttir hans Soffía og eiginkona hans, Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir sjá hlutina öðrum augum en Valgerður, dóttir Þorsteins og systir Soffíu. Þau segja dagbókarfærslurnar hafa verið einkamál Þóru. „Við undirrituð álítum að tilgangur blaðamannsins sé að reyna að sýna fram á, að samskipti Þóru og þáverandi kennara hennar, Jóns Baldvins, hafi verið af „kynferðislegum toga“,“ segir í yfirlýsingunni. Vitni sex árum eftir andlát „Síðan hafa ýmsir talið við hæfi að blanda sér í málið, þeirra á meðal t.d. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, að tilefnislausu og á sérlega meiðandi hátt. Halda mætti af umfjöllun blaðsins, að ætlunin sé að hafa áhrif á væntanleg málaferli gegn Jóni Baldvini. Þar með yrði Þóra, sem lést fyrir sex árum síðan, orðin að vitni í sakamáli, án hennar vitundar og vilja.“ Minnt er á að dagbókarfærslurnar séu meira en hálfrar aldar gamlar. „Allan þann tíma, til hinsta dags 2016, gætti Þóra þeirra eins og sjáaldurs augna sinna. Þorsteinn Eggertsson, barnsfaðir hennar og sambýlismaður sem bjó með henni frá 1975-1983, hafði ekki hugmynd um þessar dagbækur.“ Jóhanna Fjóla og Þorsteinn eru ósátt við að dagbókarfærslur Þóru hafi verið gerðar opinberar.Facebook Þau hjónin, Þorsteinn og Jóhanna Fjóla, hafi nýlega fengið vitneskju um að á meðan Þóra var enn á lífi, hafi verið eftir því leitað við hana, að fá dagbækur hennar til birtingar. Hún hafi hafnað því. Þau hjónin og Soffía dóttir hans og Þóru telja af þeirri ástæðu og reyndar ýmsum öðrum, vita með vissu, að Þóra hefði ekki viljað taka þátt í fjölmiðlaherferð af þessu tagi, sem meðal annars á nú að snúast um einkamál hennar. „Við undirrituð hörmum það, að friðhelgi einkalífs Þóru Hreinsdóttur hefur verið rofin og vanvirt með þessum hætti. Við beinum því til fjölmiðla og svokallaðra álitsgjafa að virða friðhelgi einkalífs hinnar látnu konu. Einnig að láta ógert að leiða hana fram sem vitni í sakamáli, sem henni er óviðkomandi.“ 9. okt.2022 YFIRLÝSING Af gefnu tilefni Þann 30. sept. s.l. birti Stundin – prent-og vefmiðill – átta blaðsíðna myndskreytta grein, sem byggði á túlkun blaðamannsins á meira en hálfrar aldar dagbókarfærslum Þóru Hreinsdóttur sem voru hennar einkamál. Við undirrituð álítum að tilgangur blaðamannsins sé að reyna að sýna fram á, að samskipti Þóru og þáverandi kennara hennar, Jóns Baldvins, hafi verið af „kynferðislegum toga“. Síðan hafa ýmsir talið við hæfi að blanda sér í málið, þeirra á meðal t.d. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, að tilefnislausu og á sérlega meiðandi hátt. Halda mætti af umfjöllun blaðsins, að ætlunin sé að hafa áhrif á væntanleg málaferli gegn Jóni Baldvini. Þar með yrði Þóra, sem lést fyrir sex árum síðan, orðin að vitni í sakamáli, án hennar vitundar og vilja. Dagbókarfærslurnar eru meira en hálfrar aldar gamlar. Allan þann tíma, til hinsta dags 2016, gætti Þóra þeirra eins og sjálaldurs augna sinna. Þorsteinn Eggertsson, barnsfaðir hennar og sambýlismaður sem bjó með henni frá 1975 -1983, hafði ekki hugmynd um þessar dagbækur. Þorsteinn og eiginkona hans Jóhönna Fjóla fengu nýlega vitneskju um að á meðan Þóra var enn á lífi, var eftir því leitað við hana, að fá dagbækur hennar til birtingar. Hún hafnaði því. Þau hjónin og Soffía dóttir hans og Þóru telja af þeirri ástæðu og reyndar ýmsum öðrum, vita með vissu, að Þóra hefði ekki viljað taka þátt í fjölmiðlaherferð af þessu tagi, sem meðal annars á nú að snúast um einkamál hennar. Við undirrituð hörmum það, að friðhelgi einkalífs Þóru Hreinsdóttur hefur verið rofin og vanvirt með þessum hætti. Við beinum því til fjölmiðla og svokallaðra álitsgjafa að virða friðhelgi einkalífs hinnar látnu konu. Einnig að láta ógert að leiða hana fram sem vitni í sakamáli, sem henni er óviðkomandi. Þorstseinn Eggertsson Soffía Þorsteinsdóttir Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Stundin fjallaði á dögunum um dagbókarfærslur Þóru, þá fimmtán ára, um samskipti hennar við Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra en þáverandi kennara við Hagaskóla, sem var tvisvar sinnum eldri. Þóra, sem var myndlistarkona, lést árið 2016 þá 61 árs gömul. Stundin fékk dagbókarfærslurnar afhentar frá Valgerði Þorsteinsdóttur, dóttur Þóru. „Ég sá ekki ástæðu til að fela þessi gögn frá unglingsárum móður minnar,“ sagði Valgerður á Facebook þegar hún deildi umfjöllun Stundarinnar. Þóra gekk í Hagaskóla þar sem Jón Baldvin var kennari.Reykjavíkurborg Þóra gekk í Hagaskóla og lýsir meðal annars í dagbókarfærslunum kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin. Í bréfi sem hann sendi Þóru segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar. Ingibjörgu Sólrúnu nóg boðið Umfjöllunin vakti mikla athygli. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra, sagði í Facebook-færslu um málið að Jón Baldvin hefði hagað sér eins og rándýr sem velji bráð sína af kostgæfni. Þar sagðist hún hafa lesið allar þær 23 sögur sem safnað hefur verið þar sem sagt er frá meintum kynferðisbrotum og áreiti Jóns Baldvins. Hún hafi tekið þar eftir mynstri sem gangi eins og rauður þráður í gegnum atfeli Jóns. Þorsteinn Eggertsson, einn fremsti textahöfundur landsins, er barnsfaðir Þóru heitinnar. Hann, dóttir hans Soffía og eiginkona hans, Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir sjá hlutina öðrum augum en Valgerður, dóttir Þorsteins og systir Soffíu. Þau segja dagbókarfærslurnar hafa verið einkamál Þóru. „Við undirrituð álítum að tilgangur blaðamannsins sé að reyna að sýna fram á, að samskipti Þóru og þáverandi kennara hennar, Jóns Baldvins, hafi verið af „kynferðislegum toga“,“ segir í yfirlýsingunni. Vitni sex árum eftir andlát „Síðan hafa ýmsir talið við hæfi að blanda sér í málið, þeirra á meðal t.d. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, að tilefnislausu og á sérlega meiðandi hátt. Halda mætti af umfjöllun blaðsins, að ætlunin sé að hafa áhrif á væntanleg málaferli gegn Jóni Baldvini. Þar með yrði Þóra, sem lést fyrir sex árum síðan, orðin að vitni í sakamáli, án hennar vitundar og vilja.“ Minnt er á að dagbókarfærslurnar séu meira en hálfrar aldar gamlar. „Allan þann tíma, til hinsta dags 2016, gætti Þóra þeirra eins og sjáaldurs augna sinna. Þorsteinn Eggertsson, barnsfaðir hennar og sambýlismaður sem bjó með henni frá 1975-1983, hafði ekki hugmynd um þessar dagbækur.“ Jóhanna Fjóla og Þorsteinn eru ósátt við að dagbókarfærslur Þóru hafi verið gerðar opinberar.Facebook Þau hjónin, Þorsteinn og Jóhanna Fjóla, hafi nýlega fengið vitneskju um að á meðan Þóra var enn á lífi, hafi verið eftir því leitað við hana, að fá dagbækur hennar til birtingar. Hún hafi hafnað því. Þau hjónin og Soffía dóttir hans og Þóru telja af þeirri ástæðu og reyndar ýmsum öðrum, vita með vissu, að Þóra hefði ekki viljað taka þátt í fjölmiðlaherferð af þessu tagi, sem meðal annars á nú að snúast um einkamál hennar. „Við undirrituð hörmum það, að friðhelgi einkalífs Þóru Hreinsdóttur hefur verið rofin og vanvirt með þessum hætti. Við beinum því til fjölmiðla og svokallaðra álitsgjafa að virða friðhelgi einkalífs hinnar látnu konu. Einnig að láta ógert að leiða hana fram sem vitni í sakamáli, sem henni er óviðkomandi.“ 9. okt.2022 YFIRLÝSING Af gefnu tilefni Þann 30. sept. s.l. birti Stundin – prent-og vefmiðill – átta blaðsíðna myndskreytta grein, sem byggði á túlkun blaðamannsins á meira en hálfrar aldar dagbókarfærslum Þóru Hreinsdóttur sem voru hennar einkamál. Við undirrituð álítum að tilgangur blaðamannsins sé að reyna að sýna fram á, að samskipti Þóru og þáverandi kennara hennar, Jóns Baldvins, hafi verið af „kynferðislegum toga“. Síðan hafa ýmsir talið við hæfi að blanda sér í málið, þeirra á meðal t.d. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, að tilefnislausu og á sérlega meiðandi hátt. Halda mætti af umfjöllun blaðsins, að ætlunin sé að hafa áhrif á væntanleg málaferli gegn Jóni Baldvini. Þar með yrði Þóra, sem lést fyrir sex árum síðan, orðin að vitni í sakamáli, án hennar vitundar og vilja. Dagbókarfærslurnar eru meira en hálfrar aldar gamlar. Allan þann tíma, til hinsta dags 2016, gætti Þóra þeirra eins og sjálaldurs augna sinna. Þorsteinn Eggertsson, barnsfaðir hennar og sambýlismaður sem bjó með henni frá 1975 -1983, hafði ekki hugmynd um þessar dagbækur. Þorsteinn og eiginkona hans Jóhönna Fjóla fengu nýlega vitneskju um að á meðan Þóra var enn á lífi, var eftir því leitað við hana, að fá dagbækur hennar til birtingar. Hún hafnaði því. Þau hjónin og Soffía dóttir hans og Þóru telja af þeirri ástæðu og reyndar ýmsum öðrum, vita með vissu, að Þóra hefði ekki viljað taka þátt í fjölmiðlaherferð af þessu tagi, sem meðal annars á nú að snúast um einkamál hennar. Við undirrituð hörmum það, að friðhelgi einkalífs Þóru Hreinsdóttur hefur verið rofin og vanvirt með þessum hætti. Við beinum því til fjölmiðla og svokallaðra álitsgjafa að virða friðhelgi einkalífs hinnar látnu konu. Einnig að láta ógert að leiða hana fram sem vitni í sakamáli, sem henni er óviðkomandi. Þorstseinn Eggertsson Soffía Þorsteinsdóttir Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir
9. okt.2022 YFIRLÝSING Af gefnu tilefni Þann 30. sept. s.l. birti Stundin – prent-og vefmiðill – átta blaðsíðna myndskreytta grein, sem byggði á túlkun blaðamannsins á meira en hálfrar aldar dagbókarfærslum Þóru Hreinsdóttur sem voru hennar einkamál. Við undirrituð álítum að tilgangur blaðamannsins sé að reyna að sýna fram á, að samskipti Þóru og þáverandi kennara hennar, Jóns Baldvins, hafi verið af „kynferðislegum toga“. Síðan hafa ýmsir talið við hæfi að blanda sér í málið, þeirra á meðal t.d. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, að tilefnislausu og á sérlega meiðandi hátt. Halda mætti af umfjöllun blaðsins, að ætlunin sé að hafa áhrif á væntanleg málaferli gegn Jóni Baldvini. Þar með yrði Þóra, sem lést fyrir sex árum síðan, orðin að vitni í sakamáli, án hennar vitundar og vilja. Dagbókarfærslurnar eru meira en hálfrar aldar gamlar. Allan þann tíma, til hinsta dags 2016, gætti Þóra þeirra eins og sjálaldurs augna sinna. Þorsteinn Eggertsson, barnsfaðir hennar og sambýlismaður sem bjó með henni frá 1975 -1983, hafði ekki hugmynd um þessar dagbækur. Þorsteinn og eiginkona hans Jóhönna Fjóla fengu nýlega vitneskju um að á meðan Þóra var enn á lífi, var eftir því leitað við hana, að fá dagbækur hennar til birtingar. Hún hafnaði því. Þau hjónin og Soffía dóttir hans og Þóru telja af þeirri ástæðu og reyndar ýmsum öðrum, vita með vissu, að Þóra hefði ekki viljað taka þátt í fjölmiðlaherferð af þessu tagi, sem meðal annars á nú að snúast um einkamál hennar. Við undirrituð hörmum það, að friðhelgi einkalífs Þóru Hreinsdóttur hefur verið rofin og vanvirt með þessum hætti. Við beinum því til fjölmiðla og svokallaðra álitsgjafa að virða friðhelgi einkalífs hinnar látnu konu. Einnig að láta ógert að leiða hana fram sem vitni í sakamáli, sem henni er óviðkomandi. Þorstseinn Eggertsson Soffía Þorsteinsdóttir Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir
Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira