Fótbolti

Alfreð lagði upp í enn einu jafntefli Lyngby

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Alfreð Finnbogason lagði upp eina mark Lyngby í kvöld áður en hann var tekinn af velli í fyrri hálfleik.
Alfreð Finnbogason lagði upp eina mark Lyngby í kvöld áður en hann var tekinn af velli í fyrri hálfleik. Getty/Laszlo Szirtesi

Alfreð Finnbogason lagði upp eina mark Lyngby er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Viborg í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Var þetta fimmta jafntefli liðsins í fyrstu tólf umferðum deildarinnar.

Alfreð lagði upp mark Lyngby eftir rétt rúmlega tíu mínútna leik eftir að gestirnir í Viborg höfðu komist í forystu þremur mínútum áður. Hann var þó tekinn af velli á 41. mínútu og kom því ekki meira við sögu í leiknum.

Heimamenn í Lyngby héldu svo að þeir hefðu tekið forystuna þegar Frederik Gytkjær kom boltanum í netið eftir klukkutíma leik, en markið dæmt af vegna rangstöðu.

Niðurstaðan því 1-1 jafntefli og Freyr Alexanderson og lærisveinar hans í Lyngby eru enn í leit að sínum fyrsta sigri í deildinni. Liðið er með fimm stig eftir tólf leiki í neðsta sæti deildarinnar, en eins og áður segir var þetta fimmta jafntefli Lyngby á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×