Landsnet í viðbragðsstöðu vegna óveðursins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2022 15:53 Háspennulínur á Reykjanesi ættu ekki að vera í hættu. Öðru máli gæti gegnt um háspennulínur á Norðausturlandi. Vísir/Vilhelm Starfsmenn Landsnet eru í viðbragðsstöðu fyrir óveður sem reiknað er með að gangi yfir stóran hluta landsins á sunnudag. Aukinn mannskapur hefur verið kallaður út. Ekkert ferðaveður verður á sunnudaginn og eru landsmenn eindregið hvattir til að ferðast ekki landshluta á milli. Veðrið verður vest á norðan- og austanverðu landinu þar sem mikil úrkoma og hvassviðri munu ráða ríkjum. Skaplegt veður verður hins vegar á morgun og mánudag. Stóru handboltamóti sem fram átti að fara á Akureyri um helgina hefur verið frestað. Þá hafa töluverðar tilfæringar orðið á leikjum í Bestu deild karla á sunnudaginn. Sumum flýtt, öðrum frestað. Þá verður engin athöfn í Viðey þegar Friðarsúlan verður tendruð á sunnudag vegna veðursins. „Við höfum verið að rýna í veðurspána eins og flestir viðbragðsaðilar og höfum verið að skoða hvaða áhrif þetta geti mögulega haft á flutningskerfið. Við erum að fylgjast vel með til að bregðast við ef eitthvað gerist,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets. Landsnet annast flutning raforku hér á landi með háspennulínum og tengivirkjum um allt land. „Maður veit aldrei hvenær verður truflun og hvenær ekki. Veðrið lítur ekki vel út núna. Við gætum átt von á ísingu sem gæti haft áhrif á flutningskerfið.“ Með ísingu geta háspennulínur þyngst verulega og orðið til þess að skemmdir verði á línunum eða möstrunum sem bera línurnar landshluta á milli. „Við erum með aukamönnun í stjórnstöð, úti í mörkinni og metum hvaða tengivirki þarf að manna til að vera með fljótt viðbragð. Svo skoðum við tæki og fleira í þeim dúr.“ Hún hvetur landsmenn til að fylgjast vel með tilkynningum. „Miðað við spána í dag höfum við mestar áhyggjur af Norðausturlandi. En við munum fylgjast vel með því hvernig veðurspáin þróast.“ Veður Orkumál Tengdar fréttir Á varðbergi vegna veðursins Landsnet er á varðbergi vegna óveðursins sem spáð er að skelli á stóran hluta landsins næstkomandi sunnudag. Varað hefur verið við því að ísing og selta geti sest á raflínur og valdið rafmagnsleysi. 7. október 2022 15:03 Aflýsa viðburði við tendrun Friðasúlunnar vegna veðurs Engin athöfn verður í Viðey þegar Friðarsúlan verður tendruð á sunnudag en ákveðið var að aflýsa viðburðinum vegna veðurs. Friðarsúlan verður tendruð klukkan 20 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi. 7. október 2022 14:57 Flýta og seinka leikjum í Bestu deildinni vegna slæmrar veðurspár um helgina Knattspyrnusamband Íslands hefur gert breytingar á þremur leikjum í úrslitakeppni Bestu deildar karla og bæði fært leiki fram og aftur í tímann. 7. október 2022 14:32 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira
Ekkert ferðaveður verður á sunnudaginn og eru landsmenn eindregið hvattir til að ferðast ekki landshluta á milli. Veðrið verður vest á norðan- og austanverðu landinu þar sem mikil úrkoma og hvassviðri munu ráða ríkjum. Skaplegt veður verður hins vegar á morgun og mánudag. Stóru handboltamóti sem fram átti að fara á Akureyri um helgina hefur verið frestað. Þá hafa töluverðar tilfæringar orðið á leikjum í Bestu deild karla á sunnudaginn. Sumum flýtt, öðrum frestað. Þá verður engin athöfn í Viðey þegar Friðarsúlan verður tendruð á sunnudag vegna veðursins. „Við höfum verið að rýna í veðurspána eins og flestir viðbragðsaðilar og höfum verið að skoða hvaða áhrif þetta geti mögulega haft á flutningskerfið. Við erum að fylgjast vel með til að bregðast við ef eitthvað gerist,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets. Landsnet annast flutning raforku hér á landi með háspennulínum og tengivirkjum um allt land. „Maður veit aldrei hvenær verður truflun og hvenær ekki. Veðrið lítur ekki vel út núna. Við gætum átt von á ísingu sem gæti haft áhrif á flutningskerfið.“ Með ísingu geta háspennulínur þyngst verulega og orðið til þess að skemmdir verði á línunum eða möstrunum sem bera línurnar landshluta á milli. „Við erum með aukamönnun í stjórnstöð, úti í mörkinni og metum hvaða tengivirki þarf að manna til að vera með fljótt viðbragð. Svo skoðum við tæki og fleira í þeim dúr.“ Hún hvetur landsmenn til að fylgjast vel með tilkynningum. „Miðað við spána í dag höfum við mestar áhyggjur af Norðausturlandi. En við munum fylgjast vel með því hvernig veðurspáin þróast.“
Veður Orkumál Tengdar fréttir Á varðbergi vegna veðursins Landsnet er á varðbergi vegna óveðursins sem spáð er að skelli á stóran hluta landsins næstkomandi sunnudag. Varað hefur verið við því að ísing og selta geti sest á raflínur og valdið rafmagnsleysi. 7. október 2022 15:03 Aflýsa viðburði við tendrun Friðasúlunnar vegna veðurs Engin athöfn verður í Viðey þegar Friðarsúlan verður tendruð á sunnudag en ákveðið var að aflýsa viðburðinum vegna veðurs. Friðarsúlan verður tendruð klukkan 20 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi. 7. október 2022 14:57 Flýta og seinka leikjum í Bestu deildinni vegna slæmrar veðurspár um helgina Knattspyrnusamband Íslands hefur gert breytingar á þremur leikjum í úrslitakeppni Bestu deildar karla og bæði fært leiki fram og aftur í tímann. 7. október 2022 14:32 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira
Á varðbergi vegna veðursins Landsnet er á varðbergi vegna óveðursins sem spáð er að skelli á stóran hluta landsins næstkomandi sunnudag. Varað hefur verið við því að ísing og selta geti sest á raflínur og valdið rafmagnsleysi. 7. október 2022 15:03
Aflýsa viðburði við tendrun Friðasúlunnar vegna veðurs Engin athöfn verður í Viðey þegar Friðarsúlan verður tendruð á sunnudag en ákveðið var að aflýsa viðburðinum vegna veðurs. Friðarsúlan verður tendruð klukkan 20 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi. 7. október 2022 14:57
Flýta og seinka leikjum í Bestu deildinni vegna slæmrar veðurspár um helgina Knattspyrnusamband Íslands hefur gert breytingar á þremur leikjum í úrslitakeppni Bestu deildar karla og bæði fært leiki fram og aftur í tímann. 7. október 2022 14:32