Neita því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára mótmælanda Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2022 12:09 Mótmælin í Íran hafa verið borin upp af konum og ekki síst unglingsstúlkum. AP/Vahid Salemi Írönsk yfirvöld hafna því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára gamla stúlku á mótmælum sem brutust út í kjölfar dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglu. Þau halda því fram að stúlkan hafi svipt sig lífi með því að kasta sér fram af húsþaki. Ein mestu mótmæli á síðari árum brutust út í Íran eftir dauða Möhsu Amini, 22 ára gamallar konu, í haldi siðgæðislögreglunnar í Teheran í síðasta mánuði. Lögreglumennirnir höfðu stöðvað Amini fyrir meint brot á strangri löggjöf um klæðaburð kvenna en þeim er skylt að hylja hár sitt með höfuðslæðu. Aðstandendur Amini segja að lögreglumenn hafi barið hana til dauða en opinber skýring klerkastjórnarinnar var að hún hefði verið heilsuveil og látist af völdum hjartaáfalls. Réttarmeinarfræðingar stjórnvalda sögðu í dag að Amini hefði látist af völdum líffærabilana vegna súrefnisskorts til heila en ekki vegna barsmíða. Sarina Esmaeilzadeh, sextán ára gömul stúlka, er sögð hafa látist þegar lögreglumenn börðu hana með kylfum í höfuðið á slíkum mótmælum í september. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa meðal annars haldið því fram. Yfirvöld í Alborz-héraði þar sem Esmaeilzadeh lést segja að bráðabirgðarannsókn bendi til þess að hún hafi kastað sér fram að fimm hæða byggingu og látið lífið. Fullyrðingar um annað séu lygar stjórnarandstöðufjölmiðla. Móðir hennar hafi sagt að hún hafi áður reynt að fyrirfara sér, að því er segir í frétt Reuters. Fyrr í þessari viku gáfu yfirvöld sömu skýringar á dauða Niku Shakarami, sautján ára gamallar stúlku, sem mótmælendur segja að hafi látist á mótmælum vegna dauða Amini í Teheran. Hún hafi fallið af húsþaki en mögulega hafi verkamenn kastaði henni. Móðir Shakarimi fullyrðir aftur á móti að yfirvöld ljúgi til um dauða dóttur hennar. Hún hafi sjálf séð áverka á líki dóttur sinnar sem stangist á við skýringar þeirra. Íran Trúmál Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Siðgæðislögreglan sögð horfin af strætum og torgum Ekkert hefur sést til fulltrúa siðgæðislögreglu sem á að fylgjast með klæðaburði kvenna á strætum Teheran í Íran undanfarna daga. Raddir um að slaka ætti á ströngum reglum um klæðaburð kvenna hafa orðið háværari eftir dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglunnar fyrr í þessum mánuði. 28. september 2022 12:20 Konur brenna slæður sínar í Íran Íranskar konur hafa undanfarin fimm kvöld mótmælt hijab-lögum landsins eftir að 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu. Hún var handtekin fyrir að nota ekki hijab-slæðu á almannafæri en lést degi síðar. 21. september 2022 07:13 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Ein mestu mótmæli á síðari árum brutust út í Íran eftir dauða Möhsu Amini, 22 ára gamallar konu, í haldi siðgæðislögreglunnar í Teheran í síðasta mánuði. Lögreglumennirnir höfðu stöðvað Amini fyrir meint brot á strangri löggjöf um klæðaburð kvenna en þeim er skylt að hylja hár sitt með höfuðslæðu. Aðstandendur Amini segja að lögreglumenn hafi barið hana til dauða en opinber skýring klerkastjórnarinnar var að hún hefði verið heilsuveil og látist af völdum hjartaáfalls. Réttarmeinarfræðingar stjórnvalda sögðu í dag að Amini hefði látist af völdum líffærabilana vegna súrefnisskorts til heila en ekki vegna barsmíða. Sarina Esmaeilzadeh, sextán ára gömul stúlka, er sögð hafa látist þegar lögreglumenn börðu hana með kylfum í höfuðið á slíkum mótmælum í september. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa meðal annars haldið því fram. Yfirvöld í Alborz-héraði þar sem Esmaeilzadeh lést segja að bráðabirgðarannsókn bendi til þess að hún hafi kastað sér fram að fimm hæða byggingu og látið lífið. Fullyrðingar um annað séu lygar stjórnarandstöðufjölmiðla. Móðir hennar hafi sagt að hún hafi áður reynt að fyrirfara sér, að því er segir í frétt Reuters. Fyrr í þessari viku gáfu yfirvöld sömu skýringar á dauða Niku Shakarami, sautján ára gamallar stúlku, sem mótmælendur segja að hafi látist á mótmælum vegna dauða Amini í Teheran. Hún hafi fallið af húsþaki en mögulega hafi verkamenn kastaði henni. Móðir Shakarimi fullyrðir aftur á móti að yfirvöld ljúgi til um dauða dóttur hennar. Hún hafi sjálf séð áverka á líki dóttur sinnar sem stangist á við skýringar þeirra.
Íran Trúmál Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Siðgæðislögreglan sögð horfin af strætum og torgum Ekkert hefur sést til fulltrúa siðgæðislögreglu sem á að fylgjast með klæðaburði kvenna á strætum Teheran í Íran undanfarna daga. Raddir um að slaka ætti á ströngum reglum um klæðaburð kvenna hafa orðið háværari eftir dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglunnar fyrr í þessum mánuði. 28. september 2022 12:20 Konur brenna slæður sínar í Íran Íranskar konur hafa undanfarin fimm kvöld mótmælt hijab-lögum landsins eftir að 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu. Hún var handtekin fyrir að nota ekki hijab-slæðu á almannafæri en lést degi síðar. 21. september 2022 07:13 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Siðgæðislögreglan sögð horfin af strætum og torgum Ekkert hefur sést til fulltrúa siðgæðislögreglu sem á að fylgjast með klæðaburði kvenna á strætum Teheran í Íran undanfarna daga. Raddir um að slaka ætti á ströngum reglum um klæðaburð kvenna hafa orðið háværari eftir dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglunnar fyrr í þessum mánuði. 28. september 2022 12:20
Konur brenna slæður sínar í Íran Íranskar konur hafa undanfarin fimm kvöld mótmælt hijab-lögum landsins eftir að 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu. Hún var handtekin fyrir að nota ekki hijab-slæðu á almannafæri en lést degi síðar. 21. september 2022 07:13
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent