Telur glæpsamlegt að aðgangur að tölvupósti formanns hafi verið veittur Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2022 11:18 Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, er misboðið yfir að fyrrverandi formaður Eflingar hafi fengið aðgang að opinberu tölvupóstfangi forvera síns í embættinu. Vísir/Vilhelm Formaður VR fullyrðir að það hafi verið glæpsamlegt að fyrrverandi formanni Eflingar hafi verið veittur aðgangur að tölvupósti forvera síns í embættinu, Sólvegar Önnu Jónsdóttur. Farið hafi verið yfir siðferðisleg mörk sem ekki skuli stigið yfir. Kjarninn greindi frá því í gær að Agniezku Ewu Ziólkowsku hafi verið veittur aðgangur að tölvupósthólfi Sólveigar Önnu og Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, eftir að sú fyrrnefnda tók við af þeirri síðarnefndu sem formaður Eflingar. Agniezka hafi þannig haft aðgang að tölvupósthólfinu á meðan á formannsslag í Eflingu stóð. Í fréttinni kom fram að Agniezka hefði leitað álits lögmanns Alþýðusambands Íslands sem er jafnframt persónuverndarfulltrúi Eflingar sem hafi talið að nýi formaður hefði rétt á aðgangi að pósthólfinu þar sem innihald þess tilheyrði félaginu. Sólveig Anna sakaði Agniezku og Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, varaformanns Eflingar á þeim tíma sem aðgangurinn var veittur, um að hafa ætlað að róta í tölvupóstum sínum til að „finna einhvern skít“. Hún sagði Vísi að hún ætlaði að tilkynna atvikið til Persónuverndar. Miklar deilur hafa geisað innan Eflingar og hafa þær Sólveig Anna annars vegar og Agniezka og Ólöf Helga verið í andstæðum fylkingum í þeim. Sólveig Anna sagði af sér sem formaður Eflingar í skugga erja við starfsfólk á skrifstofu félagsins í október í fyrra. Agniezka gegndi embætti formanns þar til Sólveig Anna var endurkjörin formaður á þessu ári. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og bandamaður Sólveigar, segir fréttirnar af því að farið hafi verið inn í tölvupóst Sólveigar Önnu sláandi í færslu sem hann birti á Facebook í morgun. „Að vita til þess að óheftur aðgangur hafi verið veittur, án athugasemda, án nokkurs eftirlits og án vitneskju Sólveigar Önnu og Viðars, og í þannn tíma sem um ræðir, sem náði framyfir endurkjör hennar og þess dags sem hún tók við að nýju sem formaður Eflingar er hrikalegt. Og án nokkurs vafa glæpsamlegt,“ skrifar Ragnar Þór sem telur að farið hafi verið yfir siðferðisleg mörk. Þess ber þó að geta að Agniezka fullyrti í samtali við Vísi að Sólveigu hefði verið veittur frestur til að veita félaginu gögn sem væru nauðsynleg til að halda ýmsum verkefnum áfram og til að fjarlægja persónuleg gögn. Það hafi Sólveig nýtt sér. Enginn vafi hafi verið um að henni hefði verið heimilt að fá aðgang að pósthólfinu og henni hafi borið skylda til þess sem eftirmaður Sólveigar samkvæmt lögum Eflingar. Sakaði hún Sólveigu Önnu um að brjótast inn á skrifstofu sínu og lokaða skúffu á meðan hún var erlendis. Sagðist hún ætla að leita réttar síns vegna þess. Lesa má færslu Ragnars Þórs í skjáskotinu hér fyrir neðan. Skjáskot af Facebook-færslu Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, sem birtist 7. október 2022.Skjáskot Ólga innan Eflingar ASÍ Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Kjarninn greindi frá því í gær að Agniezku Ewu Ziólkowsku hafi verið veittur aðgangur að tölvupósthólfi Sólveigar Önnu og Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, eftir að sú fyrrnefnda tók við af þeirri síðarnefndu sem formaður Eflingar. Agniezka hafi þannig haft aðgang að tölvupósthólfinu á meðan á formannsslag í Eflingu stóð. Í fréttinni kom fram að Agniezka hefði leitað álits lögmanns Alþýðusambands Íslands sem er jafnframt persónuverndarfulltrúi Eflingar sem hafi talið að nýi formaður hefði rétt á aðgangi að pósthólfinu þar sem innihald þess tilheyrði félaginu. Sólveig Anna sakaði Agniezku og Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, varaformanns Eflingar á þeim tíma sem aðgangurinn var veittur, um að hafa ætlað að róta í tölvupóstum sínum til að „finna einhvern skít“. Hún sagði Vísi að hún ætlaði að tilkynna atvikið til Persónuverndar. Miklar deilur hafa geisað innan Eflingar og hafa þær Sólveig Anna annars vegar og Agniezka og Ólöf Helga verið í andstæðum fylkingum í þeim. Sólveig Anna sagði af sér sem formaður Eflingar í skugga erja við starfsfólk á skrifstofu félagsins í október í fyrra. Agniezka gegndi embætti formanns þar til Sólveig Anna var endurkjörin formaður á þessu ári. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og bandamaður Sólveigar, segir fréttirnar af því að farið hafi verið inn í tölvupóst Sólveigar Önnu sláandi í færslu sem hann birti á Facebook í morgun. „Að vita til þess að óheftur aðgangur hafi verið veittur, án athugasemda, án nokkurs eftirlits og án vitneskju Sólveigar Önnu og Viðars, og í þannn tíma sem um ræðir, sem náði framyfir endurkjör hennar og þess dags sem hún tók við að nýju sem formaður Eflingar er hrikalegt. Og án nokkurs vafa glæpsamlegt,“ skrifar Ragnar Þór sem telur að farið hafi verið yfir siðferðisleg mörk. Þess ber þó að geta að Agniezka fullyrti í samtali við Vísi að Sólveigu hefði verið veittur frestur til að veita félaginu gögn sem væru nauðsynleg til að halda ýmsum verkefnum áfram og til að fjarlægja persónuleg gögn. Það hafi Sólveig nýtt sér. Enginn vafi hafi verið um að henni hefði verið heimilt að fá aðgang að pósthólfinu og henni hafi borið skylda til þess sem eftirmaður Sólveigar samkvæmt lögum Eflingar. Sakaði hún Sólveigu Önnu um að brjótast inn á skrifstofu sínu og lokaða skúffu á meðan hún var erlendis. Sagðist hún ætla að leita réttar síns vegna þess. Lesa má færslu Ragnars Þórs í skjáskotinu hér fyrir neðan. Skjáskot af Facebook-færslu Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, sem birtist 7. október 2022.Skjáskot
Ólga innan Eflingar ASÍ Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira