33 prósenta hækkun en aðrir í verri stöðu Snorri Másson skrifar 6. október 2022 23:31 Augljóst er að einhverjir munu ekki ráða við þá auknu greiðslubyrði sem fylgir sífellt hækkandi vöxtum að sögn varaformanns Hagsmunasamtaka heimilanna. Þess eru dæmi að mánaðarleg greiðsla fólks sé að hækka um meira en hundrað þúsund krónur. Frá því í maí á síðasta ári hafa meginvextir Seðlabankans hækkað úr 0,75% í 5,75%. Áhrifin á lífsafkomu venjulegs fólks eru veruleg. Dæmi um það má finna hjá sjálfum varaformanni Hagsmunasamtaka heimilanna. Hann tók í maí lán upp á 50 milljónir króna, óverðtryggt með breytilegum vöxtum, og síðan hafa þrjár vaxtahækkanir verið tilkynntar. „Sú síðasta tekur gildi í nóvember. Þá mun greiðslubyrðin fara í 300 þúsund krónur en hún var 225.000 krónur þegar lánið var tekið samkvæmt lántökuforsendum. Þetta þýðir hækkun á mánaðarlegri greiðslubyrði um 75.000 krónur, sem er þriðjungur af því sem hún var í upphafi,“ segir Guðmundur Ásgeirsson, varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna, í samtali við fréttastofu. Guðmundur Ásgeirsson, varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna.stöð 2 Guðmundur segir þetta rétt svo þolanlegt og getur brúað bilið með því að ganga á sparnaðinn á meðan hann endist, en það geta ekki allir. „Ég hef heyrt mikið verri dæmi hjá þeim sem eru með öðruvísi forsendur þar sem þetta er jafnvel yfir 100.000 krónum á mánuði. Það er bara ekkert sem venjulegt heimili á aukalega í sínu heimilisbókhaldi. Ég held að það sé augljóst að einhverjir muni ekki ráða við þetta,“ segir Guðmundur. Líður eins og þetta sé gildra Áhyggjurnar eru ekki minni hjá öðrum skuldurum sem fréttastofa hefur rætt við. Einn borgaði 118 þúsund krónur á mánuði þegar hann keypti íbúð fyrir tveimur árum og borgar nú 207 þúsund krónur. Maður fær á tilfinninguna að maður hafi verið leiddur í gildru segir viðkomandi. Annar borgaði fyrir nokkrum mánuðum 157.000 krónur á mánuði, nú 240 þúsund krónur. Launin hafa ekki hækkað með - og viðkomandi spyr: Er hægt að lifa á þessu? Sá þriðji borgaði fyrr á þessu ári 129 þúsund krónur og sér nú fram á að borga meira en 180.000 krónur. Þeir taka líklega undir með Guðmundi, sem segir: „Ég bind bara einfaldlega vonir við að þetta ástand verði ekki langvarandi.“ Fjallað var um vaxtahækkanir, nýju snjóhengjuna og rætt var við Konráð Guðjónsson ráðgjafa SA í Íslandi í dag í gærkvöld: Íslenskir bankar Seðlabankinn Fjármál heimilisins Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Frá því í maí á síðasta ári hafa meginvextir Seðlabankans hækkað úr 0,75% í 5,75%. Áhrifin á lífsafkomu venjulegs fólks eru veruleg. Dæmi um það má finna hjá sjálfum varaformanni Hagsmunasamtaka heimilanna. Hann tók í maí lán upp á 50 milljónir króna, óverðtryggt með breytilegum vöxtum, og síðan hafa þrjár vaxtahækkanir verið tilkynntar. „Sú síðasta tekur gildi í nóvember. Þá mun greiðslubyrðin fara í 300 þúsund krónur en hún var 225.000 krónur þegar lánið var tekið samkvæmt lántökuforsendum. Þetta þýðir hækkun á mánaðarlegri greiðslubyrði um 75.000 krónur, sem er þriðjungur af því sem hún var í upphafi,“ segir Guðmundur Ásgeirsson, varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna, í samtali við fréttastofu. Guðmundur Ásgeirsson, varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna.stöð 2 Guðmundur segir þetta rétt svo þolanlegt og getur brúað bilið með því að ganga á sparnaðinn á meðan hann endist, en það geta ekki allir. „Ég hef heyrt mikið verri dæmi hjá þeim sem eru með öðruvísi forsendur þar sem þetta er jafnvel yfir 100.000 krónum á mánuði. Það er bara ekkert sem venjulegt heimili á aukalega í sínu heimilisbókhaldi. Ég held að það sé augljóst að einhverjir muni ekki ráða við þetta,“ segir Guðmundur. Líður eins og þetta sé gildra Áhyggjurnar eru ekki minni hjá öðrum skuldurum sem fréttastofa hefur rætt við. Einn borgaði 118 þúsund krónur á mánuði þegar hann keypti íbúð fyrir tveimur árum og borgar nú 207 þúsund krónur. Maður fær á tilfinninguna að maður hafi verið leiddur í gildru segir viðkomandi. Annar borgaði fyrir nokkrum mánuðum 157.000 krónur á mánuði, nú 240 þúsund krónur. Launin hafa ekki hækkað með - og viðkomandi spyr: Er hægt að lifa á þessu? Sá þriðji borgaði fyrr á þessu ári 129 þúsund krónur og sér nú fram á að borga meira en 180.000 krónur. Þeir taka líklega undir með Guðmundi, sem segir: „Ég bind bara einfaldlega vonir við að þetta ástand verði ekki langvarandi.“ Fjallað var um vaxtahækkanir, nýju snjóhengjuna og rætt var við Konráð Guðjónsson ráðgjafa SA í Íslandi í dag í gærkvöld:
Íslenskir bankar Seðlabankinn Fjármál heimilisins Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira