Lífeyrissjóðir með þriðjung allra nýrra óverðtryggðra íbúðalána
![Umfang lífeyrissjóðanna við veitingu nýrra óverðtryggðra íbúðalána er nú þegar orðið tvöfalt meira en á öllu árinu 2021.](https://www.visir.is/i/89DF5B8BAAC21A973392579E57E58A78A3ECE3397C79F5AE9B4F4E071019AB07_713x0.jpg)
Ný óverðtryggð lán lífeyrissjóðanna til heimila nema samanlagt rúmlega 49 milljörðum króna á fyrstu átta mánuðum ársins. Lífeyrissjóðirnir eru að ryðja sér aftur til rúms á íbúðalánamarkaði, samhliða því að bankarnir eru að draga hratt úr sínum umsvifum, en markaðshlutdeild þeirra þegar kemur að veitingu nýrra óverðtryggðra íbúðalána í samanburði við bankanna er um þriðjungur frá áramótum.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/176144E9229A32E84BD92D65A8C8AD8E5D04C7734AE5F56D103D872FF302D812_308x200.jpg)
Vaxtahækkanir eiga eftir að bíta í 600 milljarða króna lánastafla
Endurskoðun fastra vaxta á árunum 2023 til 2025 nær til tæplega 600 milljarða króna af óverðtryggðum íbúðalánum, eða sem nemur fjórðungi af heildarfjárhæð útlána til íbúðakaupa. Þetta kemur fram í Fjármálastöðugleika, riti sem fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands gaf út í morgun.