Kolbeinn snýr aftur á laugardag eftir versta áfallið á ferlinum Sindri Sverrisson skrifar 5. október 2022 11:31 Kolbeinn Kristinsson hefur átt afar góðu gengi að fagna sem atvinnumaður í hnefaleikum en þurft að bíða lengi frá síðasta bardaga. Kolbeinn Kristinsson, atvinnumaður í hnefaleikum, snýr loksins aftur í hringinn eftir rúmlega tuttugu mánaða bið þegar hann keppir við Jose Medina frá Púertó Ríkó í Flórída á laugardaginn. Kolbeinn átti fyrir höndum bardaga í ágúst en ekkert varð af því og segist Kolbeinn hafa litið á það sem versta áfall ferilsins. Hins vegar fór hann í staðinn í fjögurra vikna æfingabúðir með ríkjandi heimsmeistara í þungavigt, Tyson Fury, og Joe Parker. „Æfingabúðirnar voru mjög erfiðar en á sama tíma skemmtilegustu æfingabúðir sem ég hef tekið. Mér fannst ég vaxa hvern dag á meðan þeim stóð. Ég finn að ég get staðið á meðal þeirra bestu í keppni og keppt við bestu þungavigtarmenn heims, alla vega í „gymminu“, sem gefur mér sjálfsöryggi og staðfestingu á að ég sé á réttri leið,“ segir Kolbeinn. Hann er nú mættur til Bandaríkjanna og hittir þar fyrir þjálfara sinn, Sugar Hill, sem einnig þjálfar Tyson Fury. View this post on Instagram A post shared by Kolbeinn Kristinsson (@theicebearkristinsson) Kolbeinn hefur unnið alla tólf bardaga sína sem atvinnumaður og þar af hafa sex þeirra endað með rothöggi. Áður keppti hann í ólympískum hnefaleikum og á þar 40 bardaga að baki. Hann er staðráðinn í að bæta við sigri um helgina. „Mér leið þannig í ágúst að það að missa bardagann hefði verið það versta sem hefur komið fyrir mig á ferlinum. Af öllum áföllum þá var þetta það versta í mínum huga. En af því að ég hélt áfram að berjast í gegnum þessar leiðindaaðstæður varð það til þess að ég fékk tækifæri til að fara út og æfa með þeim allra bestu í heiminum. Maður veit aldrei hvort hlutirnir séu góðir eða slæmir fyrr en eftir á,“ segir Kolbeinn. Box Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sætti sig við þriggja mánaða bann eftir nuddið Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sjá meira
Kolbeinn átti fyrir höndum bardaga í ágúst en ekkert varð af því og segist Kolbeinn hafa litið á það sem versta áfall ferilsins. Hins vegar fór hann í staðinn í fjögurra vikna æfingabúðir með ríkjandi heimsmeistara í þungavigt, Tyson Fury, og Joe Parker. „Æfingabúðirnar voru mjög erfiðar en á sama tíma skemmtilegustu æfingabúðir sem ég hef tekið. Mér fannst ég vaxa hvern dag á meðan þeim stóð. Ég finn að ég get staðið á meðal þeirra bestu í keppni og keppt við bestu þungavigtarmenn heims, alla vega í „gymminu“, sem gefur mér sjálfsöryggi og staðfestingu á að ég sé á réttri leið,“ segir Kolbeinn. Hann er nú mættur til Bandaríkjanna og hittir þar fyrir þjálfara sinn, Sugar Hill, sem einnig þjálfar Tyson Fury. View this post on Instagram A post shared by Kolbeinn Kristinsson (@theicebearkristinsson) Kolbeinn hefur unnið alla tólf bardaga sína sem atvinnumaður og þar af hafa sex þeirra endað með rothöggi. Áður keppti hann í ólympískum hnefaleikum og á þar 40 bardaga að baki. Hann er staðráðinn í að bæta við sigri um helgina. „Mér leið þannig í ágúst að það að missa bardagann hefði verið það versta sem hefur komið fyrir mig á ferlinum. Af öllum áföllum þá var þetta það versta í mínum huga. En af því að ég hélt áfram að berjast í gegnum þessar leiðindaaðstæður varð það til þess að ég fékk tækifæri til að fara út og æfa með þeim allra bestu í heiminum. Maður veit aldrei hvort hlutirnir séu góðir eða slæmir fyrr en eftir á,“ segir Kolbeinn.
Box Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sætti sig við þriggja mánaða bann eftir nuddið Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sjá meira