Skammast sín ekki fyrir að skipta um skoðun Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. október 2022 13:55 Liz Truss forsætisráðherra og Kwasi Kwarteng fjármálaráðherra hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. AP/Stefan Rousseau Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, segist ekki skammast sín fyrir að hafa dregið umdeilda tekjuskattslækkun til baka en hún hafi tekið ákvörðunina mjög fljótlega þar sem skattalækkunin hafi verið að draga athygli frá öðrum aðgerðum ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Hún sætir nú gagnrýni úr öllum áttum, þar á meðal innan raða eigin flokks. „Allt sem ég hef gert sem forsætisráðherra hefur verið til að hjálpa fólki í gegnum mjög erfiðan vetur og mjög erfiðar kringumstæður og að koma landinu á betri grunn í framtíðinni,“ sagði Truss í viðtali við Sky News í dag. Þá sagðist hún bera fullt traust til fjármálaráðherrans Kwasi Kwarteng en hún forðaðist ítrekað að svara spurningum blaðamanna þess efnis í morgun. Do you trust your Chancellor after the mistake he made? Liz Truss does not directly say she trusts Kwasi Kwarteng, instead she comments on the closeness of their working relationship and their shared focus on growing the economy.https://t.co/WUnquWvHqf Sky 501 and YouTube pic.twitter.com/hNZ6TucbGw— Sky News (@SkyNews) October 4, 2022 Ríkisstjórnin ákvað í gærmorgun að falla frá áætlunum um að afnema 45 prósentustiga tekjuskattsþrepið, sem myndi aðeins gagnast tekjuhæstu einstaklingunum í Bretlandi. Að sögn Truss afnám þrepsins ekki í forgangi að svo stöddu fyrir ríkisstjórnina. Gagnrýni úr öllum áttum Um var að ræða einn umdeildasta liðinn í fjárlagafrumvarpinu sem fjármálaráðherra lagði fram á dögunum en Bretar horfa fram á orkukreppu í vetur og gríðarlega verðbólgu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ríkisstjórn Truss harðlega og sögðu forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann þurfa að bera ábyrgð á þeirri ringulreið sem þau hafi skapað. Suella speaks a lot of good sense, as usual. https://t.co/EHEPhhZ0sX— Simon Clarke MP (@SimonClarkeMP) October 4, 2022 Eftir að Truss snerist hugur hefur hún þó verið gagnrýnd af meðlimum eigin ríkisstjórnar en Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, sagði ákvörðun hennar hafa verið mikil vonbrigði. Þá hafi meðlimir hennar eigin flokks, Íhaldsflokksins, „í raun sviðsett valdarán“ og gert lítið úr forsætisráðherranum. Simon Clarke, húsnæðis- og samfélagsráðherra, tók þá undir með Suellu en Priti Patel, fyrrverandi innanríkisráðherra, sakaði Truss og Kwarteng um að „eyða eins og enginn sé morgundagurinn“ og að sagði vandamálið aðeins eftir að versna. Bretland Efnahagsmál Tengdar fréttir Draga umdeilda tekjuskattslækkun til baka Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, staðfesti við BBC í morgun að ríkisstjórnin hygðist falla frá áætlunum um að afnema 45 prósenta tekjuskattsþrepið. 3. október 2022 07:21 Liz Truss gefur ekkert eftir varðandi skattalækkanir Liz Truss forsætisráðherra Bretlands varði í dag nýlegar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem meðal annars fela í sér miklar skattalækkanir á hina efnameiri. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar við stefnunni og áhrifum hennar á alþjóðlega markaði og hvatti bresku stjórnina í vikunni til að draga þær til baka. 29. september 2022 19:41 Hvetja bresk stjórnvöld til að endurskoða skattalækkunaráform Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur bresku ríkisstjórnina til að endurskoða áform sín um stórfelldar skattalækkanir. Hagfræðingar sjóðsins vara við því að aðgerðin verði eldsneyti á frekara verðbólgubál og magni upp ójöfnuð. 28. september 2022 08:54 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
„Allt sem ég hef gert sem forsætisráðherra hefur verið til að hjálpa fólki í gegnum mjög erfiðan vetur og mjög erfiðar kringumstæður og að koma landinu á betri grunn í framtíðinni,“ sagði Truss í viðtali við Sky News í dag. Þá sagðist hún bera fullt traust til fjármálaráðherrans Kwasi Kwarteng en hún forðaðist ítrekað að svara spurningum blaðamanna þess efnis í morgun. Do you trust your Chancellor after the mistake he made? Liz Truss does not directly say she trusts Kwasi Kwarteng, instead she comments on the closeness of their working relationship and their shared focus on growing the economy.https://t.co/WUnquWvHqf Sky 501 and YouTube pic.twitter.com/hNZ6TucbGw— Sky News (@SkyNews) October 4, 2022 Ríkisstjórnin ákvað í gærmorgun að falla frá áætlunum um að afnema 45 prósentustiga tekjuskattsþrepið, sem myndi aðeins gagnast tekjuhæstu einstaklingunum í Bretlandi. Að sögn Truss afnám þrepsins ekki í forgangi að svo stöddu fyrir ríkisstjórnina. Gagnrýni úr öllum áttum Um var að ræða einn umdeildasta liðinn í fjárlagafrumvarpinu sem fjármálaráðherra lagði fram á dögunum en Bretar horfa fram á orkukreppu í vetur og gríðarlega verðbólgu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ríkisstjórn Truss harðlega og sögðu forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann þurfa að bera ábyrgð á þeirri ringulreið sem þau hafi skapað. Suella speaks a lot of good sense, as usual. https://t.co/EHEPhhZ0sX— Simon Clarke MP (@SimonClarkeMP) October 4, 2022 Eftir að Truss snerist hugur hefur hún þó verið gagnrýnd af meðlimum eigin ríkisstjórnar en Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, sagði ákvörðun hennar hafa verið mikil vonbrigði. Þá hafi meðlimir hennar eigin flokks, Íhaldsflokksins, „í raun sviðsett valdarán“ og gert lítið úr forsætisráðherranum. Simon Clarke, húsnæðis- og samfélagsráðherra, tók þá undir með Suellu en Priti Patel, fyrrverandi innanríkisráðherra, sakaði Truss og Kwarteng um að „eyða eins og enginn sé morgundagurinn“ og að sagði vandamálið aðeins eftir að versna.
Bretland Efnahagsmál Tengdar fréttir Draga umdeilda tekjuskattslækkun til baka Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, staðfesti við BBC í morgun að ríkisstjórnin hygðist falla frá áætlunum um að afnema 45 prósenta tekjuskattsþrepið. 3. október 2022 07:21 Liz Truss gefur ekkert eftir varðandi skattalækkanir Liz Truss forsætisráðherra Bretlands varði í dag nýlegar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem meðal annars fela í sér miklar skattalækkanir á hina efnameiri. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar við stefnunni og áhrifum hennar á alþjóðlega markaði og hvatti bresku stjórnina í vikunni til að draga þær til baka. 29. september 2022 19:41 Hvetja bresk stjórnvöld til að endurskoða skattalækkunaráform Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur bresku ríkisstjórnina til að endurskoða áform sín um stórfelldar skattalækkanir. Hagfræðingar sjóðsins vara við því að aðgerðin verði eldsneyti á frekara verðbólgubál og magni upp ójöfnuð. 28. september 2022 08:54 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Draga umdeilda tekjuskattslækkun til baka Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, staðfesti við BBC í morgun að ríkisstjórnin hygðist falla frá áætlunum um að afnema 45 prósenta tekjuskattsþrepið. 3. október 2022 07:21
Liz Truss gefur ekkert eftir varðandi skattalækkanir Liz Truss forsætisráðherra Bretlands varði í dag nýlegar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem meðal annars fela í sér miklar skattalækkanir á hina efnameiri. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar við stefnunni og áhrifum hennar á alþjóðlega markaði og hvatti bresku stjórnina í vikunni til að draga þær til baka. 29. september 2022 19:41
Hvetja bresk stjórnvöld til að endurskoða skattalækkunaráform Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur bresku ríkisstjórnina til að endurskoða áform sín um stórfelldar skattalækkanir. Hagfræðingar sjóðsins vara við því að aðgerðin verði eldsneyti á frekara verðbólgubál og magni upp ójöfnuð. 28. september 2022 08:54