Þegar Eyjafjallajökull og Mourinho stöðvuðu draumalið Guardiolas Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. október 2022 15:30 Eyjafjallajökull og José Mourinho lögðu stein í götu Barcelona fyrir tólf árum. vísir/getty Inter og Barcelona eigast við í stórleik dagsins í Meistaradeild Evrópu. Inter hefur aðeins einu sinni unnið Barcelona í tíu leikjum í Meistaradeildinni og sá sigur var eftirminnilegur. Aðeins tvennt gat stöðvað Barcelona undir stjórn Peps Guardiola, portúgalskur þjálfari og íslenskt eldfjall. Og þessi tvö öfl tóku höndum saman gegn Börsungum vorið 2010. Eldgosið í Eyjafjallajökli kom ekki bara í veg fyrir að Sam Allardyce gæti keypt Robert Lewandowski til Blackburn Rovers, að sögn þess stóra, heldur truflaði það einnig undirbúning Barcelona fyrir fyrri leikinn gegn Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í apríl 2010. Vegna öskunnar frá eldgosinu gátu Börsungar ekki flogið til Mílanó heldur þurftu að ferðast í rútu tæplega 1000 kílómetra. Þótt það sé kannski óþarfi að vorkenna mönnum að ferðast í ágætlega búinni rútu var þetta enginn draumaundirbúningur fyrir þennan stóra leik. Í stafni Inter-skipsins sem beið Börsunga í Mílanó stóð svo sjálfur Jose Mourinho sem var þarna á hátindi ferilsins, bæði sem þjálfari og vondi kallinn. Þrátt fyrir rútuferðina virtist ferðaþreytan ekki sitja mikið í Barcelona í byrjun leiks og liðið náði forystunni á 12. mínútu þegar Pedro skoraði. Wesley Sneijder jafnaði eftir hálftíma og í seinni hálfleik skoruðu Maicon og Diego Milito mörk sem færðu Inter gott veganesti í seinni leikinn. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4wAG5ZUJ4eI">watch on YouTube</a> Það líka eins gott fyrir Inter að vera með góðan stuðpúða því Ítalarnir töpuðu seinni leiknum á Nývangi, 1-0. Thiago Motta var rekinn af velli á 28. mínútu, leikaraskapurinn hjá Sergio Busquets muniði, og við tók einhver rosalegasti varnarleikur sem sést hefur á byggðu bóli. Inter-menn tjölduðu inni í eigin vítateig og gengu svo langt að sparka boltanum viljandi frá sér til að glata ekki varnarskipulaginu. Strákarnir hans Mourinho héldu út fram á 84. mínútu þegar Gerard Pique skoraði. En fleiri urðu mörkin ekki og Inter var því komið í úrslitaleikinn. Mourinho hljóp inn á völlinn með vísifingur á lofti og nuddaði salti í sár bugaðra Börsunga. Inter vann svo Bayern Munchen í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, 2-0, og fullkomnaði því draumatímabil þar sem liðið vann þrennuna. Eftir þetta fór Mourinho fór til Real Madrid þar sem hann átti að endurtaka leikinn og fella Barcelona af stalli sínum. En þar naut hann ekki aðstoðar Eyjafjallajökuls. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Sjá meira
Aðeins tvennt gat stöðvað Barcelona undir stjórn Peps Guardiola, portúgalskur þjálfari og íslenskt eldfjall. Og þessi tvö öfl tóku höndum saman gegn Börsungum vorið 2010. Eldgosið í Eyjafjallajökli kom ekki bara í veg fyrir að Sam Allardyce gæti keypt Robert Lewandowski til Blackburn Rovers, að sögn þess stóra, heldur truflaði það einnig undirbúning Barcelona fyrir fyrri leikinn gegn Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í apríl 2010. Vegna öskunnar frá eldgosinu gátu Börsungar ekki flogið til Mílanó heldur þurftu að ferðast í rútu tæplega 1000 kílómetra. Þótt það sé kannski óþarfi að vorkenna mönnum að ferðast í ágætlega búinni rútu var þetta enginn draumaundirbúningur fyrir þennan stóra leik. Í stafni Inter-skipsins sem beið Börsunga í Mílanó stóð svo sjálfur Jose Mourinho sem var þarna á hátindi ferilsins, bæði sem þjálfari og vondi kallinn. Þrátt fyrir rútuferðina virtist ferðaþreytan ekki sitja mikið í Barcelona í byrjun leiks og liðið náði forystunni á 12. mínútu þegar Pedro skoraði. Wesley Sneijder jafnaði eftir hálftíma og í seinni hálfleik skoruðu Maicon og Diego Milito mörk sem færðu Inter gott veganesti í seinni leikinn. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4wAG5ZUJ4eI">watch on YouTube</a> Það líka eins gott fyrir Inter að vera með góðan stuðpúða því Ítalarnir töpuðu seinni leiknum á Nývangi, 1-0. Thiago Motta var rekinn af velli á 28. mínútu, leikaraskapurinn hjá Sergio Busquets muniði, og við tók einhver rosalegasti varnarleikur sem sést hefur á byggðu bóli. Inter-menn tjölduðu inni í eigin vítateig og gengu svo langt að sparka boltanum viljandi frá sér til að glata ekki varnarskipulaginu. Strákarnir hans Mourinho héldu út fram á 84. mínútu þegar Gerard Pique skoraði. En fleiri urðu mörkin ekki og Inter var því komið í úrslitaleikinn. Mourinho hljóp inn á völlinn með vísifingur á lofti og nuddaði salti í sár bugaðra Börsunga. Inter vann svo Bayern Munchen í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, 2-0, og fullkomnaði því draumatímabil þar sem liðið vann þrennuna. Eftir þetta fór Mourinho fór til Real Madrid þar sem hann átti að endurtaka leikinn og fella Barcelona af stalli sínum. En þar naut hann ekki aðstoðar Eyjafjallajökuls.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Sjá meira