Haaland eldri telur að sonurinn vilji spila í öllum sterkustu deildum Evrópu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. september 2022 17:31 Erling Braut Haaland hefur vægast sagt farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni. Simon Stacpoole/Offside/Offside via Getty Images Alfie Haaland, fyrrum leikmaður Manchester City og faðir norsku markamaskínunnar Erling Braut Haaland, telur að sonur sinn muni ekki stopp lengi hjá Englandsmeisturum Manchester City þar sem hann vilji prófa sig í öllum sterkustu deildum Evrópu. Erling Haaland hefur hafið feril sinn af ótrúlegum krafti, en þessi 22 ára gamli framherji hefur skorað hvorki fleiri né færri en 90 mörk í jafn mörgum deildarleikjum frá því að hann var keyptur frá Molde í heimalandi sínu, Noregi. Haaland skoraði 17 mörk í 16 deildarleikjum fyrir Red Bull Salzburg í austurrísku úrvalsdeildinni, 62 mörk í 67 deildarleikjum fyrir Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni og hefur nú skorað 11 mörk í aðeins sjö deildarleikjum í ensku úrvalsdeildinni. Ef marka má orð föður hans geta stuðningsmenn Manchester City þó ekki farið að láta sér dreyma um að Norðmaðurinn verði til staðar fyrir þá þangað til ferli hans lýkur. Haaland eldri telur að sonur sinn vilji reyna fyrir sér í öllum stærstu deildum Evrópu og segir að ætli hann sér að gera það geti hann í mesta lagi verið í þrjú til fjögur ár á hverjum stað. Erling Haaland is ready to conquer the world 💪 pic.twitter.com/EGn3RfcPUt— ESPN FC (@ESPNFC) September 30, 2022 „Ég held að Erling [Braut Haaland] vilji prófa og sjá hvað hann getur gert í öllum deildum,“ sagði Haaland eldri í samtali við Viaplay. „Til þess getur hann í mesta lagi stoppað í hverri deild í þrjú til fjögur ár. Hann gæti verið í tvö og hálft ár í Þýskalandi, tvö og hálft ár á Englandi og svo á Spáni, Ítalíu og Frakklandi, er það ekki?“ bætti faðir markamaskínunnar við. Eins og áður segir hefur Haaland farið gríðarlega vel af stað með Englandsmeisturum Manchester City og haldi hann áfram að skora eins og hann hefur gert í upphafi tímabils er þetta ekki spurning um hvort, heldur hvenær hann slær markametið á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Haaland og félagar hans mæta Manchester United í nágrannaslag á sunnudaginn. Fari það svo að Tottenham taki stig af Arsenal í fyrramálið geta Englandsmeistararnir tyllt sér á topp deildarinnar með sigri. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira
Erling Haaland hefur hafið feril sinn af ótrúlegum krafti, en þessi 22 ára gamli framherji hefur skorað hvorki fleiri né færri en 90 mörk í jafn mörgum deildarleikjum frá því að hann var keyptur frá Molde í heimalandi sínu, Noregi. Haaland skoraði 17 mörk í 16 deildarleikjum fyrir Red Bull Salzburg í austurrísku úrvalsdeildinni, 62 mörk í 67 deildarleikjum fyrir Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni og hefur nú skorað 11 mörk í aðeins sjö deildarleikjum í ensku úrvalsdeildinni. Ef marka má orð föður hans geta stuðningsmenn Manchester City þó ekki farið að láta sér dreyma um að Norðmaðurinn verði til staðar fyrir þá þangað til ferli hans lýkur. Haaland eldri telur að sonur sinn vilji reyna fyrir sér í öllum stærstu deildum Evrópu og segir að ætli hann sér að gera það geti hann í mesta lagi verið í þrjú til fjögur ár á hverjum stað. Erling Haaland is ready to conquer the world 💪 pic.twitter.com/EGn3RfcPUt— ESPN FC (@ESPNFC) September 30, 2022 „Ég held að Erling [Braut Haaland] vilji prófa og sjá hvað hann getur gert í öllum deildum,“ sagði Haaland eldri í samtali við Viaplay. „Til þess getur hann í mesta lagi stoppað í hverri deild í þrjú til fjögur ár. Hann gæti verið í tvö og hálft ár í Þýskalandi, tvö og hálft ár á Englandi og svo á Spáni, Ítalíu og Frakklandi, er það ekki?“ bætti faðir markamaskínunnar við. Eins og áður segir hefur Haaland farið gríðarlega vel af stað með Englandsmeisturum Manchester City og haldi hann áfram að skora eins og hann hefur gert í upphafi tímabils er þetta ekki spurning um hvort, heldur hvenær hann slær markametið á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Haaland og félagar hans mæta Manchester United í nágrannaslag á sunnudaginn. Fari það svo að Tottenham taki stig af Arsenal í fyrramálið geta Englandsmeistararnir tyllt sér á topp deildarinnar með sigri.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira