Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Valur Páll Eiríksson skrifar 30. september 2022 13:00 Fjölmargir stuðningsmenn vilja síður klæðast gulu treyjunni. Visionhaus/Getty Images Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. Higor Ramalho, stuðningsmaður landsliðsins, segir í viðtali við Al Jazeera að hann hafi ekki klæðst gulu treyjunni í fjögur ár. Síðast hafi hann klæðst henni á afmæli sínu í júní 2018. „Að klæðast gulu treyjunni fyllti mig áður stolti,“ segir hinn 33 ára gamli Ramalho við miðilinn. „Hún var tákn sigurs. Ég klæddist henni ekki aðeins á leikdögum, heldur dags daglega. Ég hef hætt að klæðast henni af pólitískum ástæðum. Núverandi forseti [Jair Bolsonaro], ásamt stuðningsfólki hans, hafa breytt treyjunni í pólitíska hreyfingu og tákn fyrir þeirra stjórnmálaflokk,“ „Þar sem ég styð ekki þessar hugmyndir þeirra neita ég að vera mistekinn sem einn þeirra,“ segir Ramalho. Gula treyjan á sér langa sögu en brasilíska liðið hefur þó ekki alltaf klæðst gulu. Brasilía tapaði úrslitaleik HM fyrir Úrúgvæ árið 1950 og klæddist þá hvítu. Eftir að hafa mistekist að fagna sigri á heimsmeistaramóti karla í árdaga mótsins og þetta sérstaklega slæma tap í úrslitaleiknum 1950 varð sú hugmynd viðtekin að bölvun hvíldi á hvítu treyjunni. Guli liturinn tók við árið 1953 eftir hönnunarsamkeppni um nýja treyju sem dró að 500 mismunandi hugmyndir. Treyjan hefur síðan orðið tákn sigurs, líkt og Ramalho nefnir að ofan. Pelé fór fyrir brasilísku landsliði sem vann HM 1958, 1962 og 1970. Romario var stjarnan í liðinu sem vann mótið 1994 og þá vann liðið einnig árið 2002 með Ronaldo fremstan í flokki. Merking treyjunnar hefur nú tekið á sig aðra mynd og má gera ráð fyrir að sjá hvíta litinn á þónokkrum stuðningsmönnum liðsins á HM í Katar í vetur. Brasilía Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Sjá meira
Higor Ramalho, stuðningsmaður landsliðsins, segir í viðtali við Al Jazeera að hann hafi ekki klæðst gulu treyjunni í fjögur ár. Síðast hafi hann klæðst henni á afmæli sínu í júní 2018. „Að klæðast gulu treyjunni fyllti mig áður stolti,“ segir hinn 33 ára gamli Ramalho við miðilinn. „Hún var tákn sigurs. Ég klæddist henni ekki aðeins á leikdögum, heldur dags daglega. Ég hef hætt að klæðast henni af pólitískum ástæðum. Núverandi forseti [Jair Bolsonaro], ásamt stuðningsfólki hans, hafa breytt treyjunni í pólitíska hreyfingu og tákn fyrir þeirra stjórnmálaflokk,“ „Þar sem ég styð ekki þessar hugmyndir þeirra neita ég að vera mistekinn sem einn þeirra,“ segir Ramalho. Gula treyjan á sér langa sögu en brasilíska liðið hefur þó ekki alltaf klæðst gulu. Brasilía tapaði úrslitaleik HM fyrir Úrúgvæ árið 1950 og klæddist þá hvítu. Eftir að hafa mistekist að fagna sigri á heimsmeistaramóti karla í árdaga mótsins og þetta sérstaklega slæma tap í úrslitaleiknum 1950 varð sú hugmynd viðtekin að bölvun hvíldi á hvítu treyjunni. Guli liturinn tók við árið 1953 eftir hönnunarsamkeppni um nýja treyju sem dró að 500 mismunandi hugmyndir. Treyjan hefur síðan orðið tákn sigurs, líkt og Ramalho nefnir að ofan. Pelé fór fyrir brasilísku landsliði sem vann HM 1958, 1962 og 1970. Romario var stjarnan í liðinu sem vann mótið 1994 og þá vann liðið einnig árið 2002 með Ronaldo fremstan í flokki. Merking treyjunnar hefur nú tekið á sig aðra mynd og má gera ráð fyrir að sjá hvíta litinn á þónokkrum stuðningsmönnum liðsins á HM í Katar í vetur.
Brasilía Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Sjá meira