Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Valur Páll Eiríksson skrifar 30. september 2022 13:00 Fjölmargir stuðningsmenn vilja síður klæðast gulu treyjunni. Visionhaus/Getty Images Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. Higor Ramalho, stuðningsmaður landsliðsins, segir í viðtali við Al Jazeera að hann hafi ekki klæðst gulu treyjunni í fjögur ár. Síðast hafi hann klæðst henni á afmæli sínu í júní 2018. „Að klæðast gulu treyjunni fyllti mig áður stolti,“ segir hinn 33 ára gamli Ramalho við miðilinn. „Hún var tákn sigurs. Ég klæddist henni ekki aðeins á leikdögum, heldur dags daglega. Ég hef hætt að klæðast henni af pólitískum ástæðum. Núverandi forseti [Jair Bolsonaro], ásamt stuðningsfólki hans, hafa breytt treyjunni í pólitíska hreyfingu og tákn fyrir þeirra stjórnmálaflokk,“ „Þar sem ég styð ekki þessar hugmyndir þeirra neita ég að vera mistekinn sem einn þeirra,“ segir Ramalho. Gula treyjan á sér langa sögu en brasilíska liðið hefur þó ekki alltaf klæðst gulu. Brasilía tapaði úrslitaleik HM fyrir Úrúgvæ árið 1950 og klæddist þá hvítu. Eftir að hafa mistekist að fagna sigri á heimsmeistaramóti karla í árdaga mótsins og þetta sérstaklega slæma tap í úrslitaleiknum 1950 varð sú hugmynd viðtekin að bölvun hvíldi á hvítu treyjunni. Guli liturinn tók við árið 1953 eftir hönnunarsamkeppni um nýja treyju sem dró að 500 mismunandi hugmyndir. Treyjan hefur síðan orðið tákn sigurs, líkt og Ramalho nefnir að ofan. Pelé fór fyrir brasilísku landsliði sem vann HM 1958, 1962 og 1970. Romario var stjarnan í liðinu sem vann mótið 1994 og þá vann liðið einnig árið 2002 með Ronaldo fremstan í flokki. Merking treyjunnar hefur nú tekið á sig aðra mynd og má gera ráð fyrir að sjá hvíta litinn á þónokkrum stuðningsmönnum liðsins á HM í Katar í vetur. Brasilía Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira
Higor Ramalho, stuðningsmaður landsliðsins, segir í viðtali við Al Jazeera að hann hafi ekki klæðst gulu treyjunni í fjögur ár. Síðast hafi hann klæðst henni á afmæli sínu í júní 2018. „Að klæðast gulu treyjunni fyllti mig áður stolti,“ segir hinn 33 ára gamli Ramalho við miðilinn. „Hún var tákn sigurs. Ég klæddist henni ekki aðeins á leikdögum, heldur dags daglega. Ég hef hætt að klæðast henni af pólitískum ástæðum. Núverandi forseti [Jair Bolsonaro], ásamt stuðningsfólki hans, hafa breytt treyjunni í pólitíska hreyfingu og tákn fyrir þeirra stjórnmálaflokk,“ „Þar sem ég styð ekki þessar hugmyndir þeirra neita ég að vera mistekinn sem einn þeirra,“ segir Ramalho. Gula treyjan á sér langa sögu en brasilíska liðið hefur þó ekki alltaf klæðst gulu. Brasilía tapaði úrslitaleik HM fyrir Úrúgvæ árið 1950 og klæddist þá hvítu. Eftir að hafa mistekist að fagna sigri á heimsmeistaramóti karla í árdaga mótsins og þetta sérstaklega slæma tap í úrslitaleiknum 1950 varð sú hugmynd viðtekin að bölvun hvíldi á hvítu treyjunni. Guli liturinn tók við árið 1953 eftir hönnunarsamkeppni um nýja treyju sem dró að 500 mismunandi hugmyndir. Treyjan hefur síðan orðið tákn sigurs, líkt og Ramalho nefnir að ofan. Pelé fór fyrir brasilísku landsliði sem vann HM 1958, 1962 og 1970. Romario var stjarnan í liðinu sem vann mótið 1994 og þá vann liðið einnig árið 2002 með Ronaldo fremstan í flokki. Merking treyjunnar hefur nú tekið á sig aðra mynd og má gera ráð fyrir að sjá hvíta litinn á þónokkrum stuðningsmönnum liðsins á HM í Katar í vetur.
Brasilía Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira