Fyrsta Hocus Pocus myndin leit dagsins ljós árið 1993 og fjallar um nornirnar þrjár, Sanderson systurnar í Salem. Í þeirri mynd vekur forvitinn unglingur Sanderson nornirnar þrjár til lífsins á hrekkjavöku og þarf að eiga við afleiðingar þess. Systurnar léku Bette Midler, Sarah Jessica Parker og Kathy Najimy en þær hafa tekið við þessum hlutverkum á ný.
Aðdáendum myndarinnar gefst kostur á að gista í kofa Sanderson systra en það sé einungis fyrir þá sem þora. CNN greinir frá þessu.
Leikkonan Kathy Najimy segir kofann verði einstakur og skelfilegan en hann muni innihalda allt sem fólk þurfi til þess að skemmta sér konunglega.
get in ghouls, we re going to the hocus pocus cottage
— Airbnb (@Airbnb) September 28, 2022
the sanderson sisters are hosting a magical stay in salem, massachusetts, just in time for the new @hocuspocusmovie. booking opens on october 12 at 1pm ET: https://t.co/xV0LDS7DLZ pic.twitter.com/IbPVINeuJh
„Það verða lök, handklæði, rúm og kústsköft en líka skelfilegir hlutir eins og tær dauðra manna. Þetta er mjög lífleg endursköpun,“ segir Najimy um upplifunina.
Aðeins munu tveir gestir geta dvalið í kofanum þann 20. október og mun nóttin kosta 31 dollara eða rétt rúmar 4.500 krónur.
Myndir af kofanum má sjá hér að ofan.