„Engillinn minn, ástin mín, Sean Dyche“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. september 2022 13:31 Tónlistargoðsögnin Elton John hreifst af Sean Dyche hjá Watford. epa/Hugo Marie Sean Dyche, fyrrum stjóri Watford og Burnley, átti gott samband við tónlistargoðið Elton John þegar hann var hjá fyrrnefnda liðinu. Elton var eigandi Watford frá 1976 til 1990 og aftur frá 1997 til 2002 og er heiðursforseti félagsins. Dyche var leikmaður Watford frá 2002 til 2005 og varð þá þjálfari liðsins árið 2011, sem var hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. Hann stýrði liðinu í 11. sæti í ensku B-deildinni sem var þá besti árangur liðsins í fjögur ár. Hann var hins vegar látinn fara sumarið 2012, eftir aðeins ár í starfi, þar sem Pozzo-fjölskyldan frá Ítalíu festi kaup á félaginu og vildi ráða sinn eigin þjálfara. Dyche var nýverið gestur í Proper Football-hlaðvarpinu hjá breska ríkisútvarpinu, BBC, þar sem hann segist hafa átt gott samband við Elton John og að tónlistarstjarnan hafi meira að segja gefið honum viðurnefni. „Ég hitti hann nokkrum sinnum, segir Dyche. „Engillinn minn, ástin mín,“ merkti hann mig. Hann segði „hér er engillinn minn, ástin mín“, áður en ég fengi frá honum stærðarinnar knús,“ Þá kallaði Elton hann út eitt sinn þegar Dyche mætti á tónleika hjá honum. „Ég Stoney [Steve Stone] og Woany [Ian Woan] (þjálfarar í teymi Dyche hjá Burnley) fórum með eiginkonum okkar að sjá hann í Birmingham. Þegar hann gekk út á svið sagði hann: „Engillinn minn, ástin mín, Sean Dyche er hér í kvöld“,“. Stöðugleikinn meiri hjá Dyche en Watford Eftir að Dyche var sagt upp hjá Watford tók hann fljótlega við Burnley, hvar hann var þjálfari Jóhanns Berg Guðmundssonar frá því að hann keypti Jóhann frá Charlton árið 2016 allt þar til Dyche var sagt upp störfum í apríl síðastliðnum. Dyche stýrði Burnley því í tíu ár og færði félaginu töluverðan stöðugleika. Óhætt er að segja að stöðugleikinn hafi verið minni hjá Watford eftir brottför hans þaðan, en líkt og greint var frá í vikunni, er Slaven Bilic nýr þjálfari liðsins og er sá sautjándi til að stýra liðinu frá því að Dyche var rekinn árið 2012. Á þeim tíu árum sem Dyche var þjálfari Burnley voru 15 mismunandi þjálfarar sem héldu um stjórnartaumana hjá Watford. Stjórar Watford í eigendatíð Pozzo-fjölskyldunnar, 2012-2022 Gianfranco Zola (júlí 2012-desember 2013) - 75 leikir Giuseppe Sannino (desember 2013-ágúst 2014) - 36 leikir Óscar García (september 2014-september 2014) - 4 leikir* Billy McKinley (september 2014-október 2014) - 2 leikir Slavisa Jokanovic (október 2014-júní 2015) - 36 leikir** Quique Sánchez Flores (júní 2015-maí 2016) - 44 leikir Walter Mazzarri (júlí 2016-maí 2017) - 41 leikur Marco Silva (maí 2017-janúar 2018) - 26 leikir Javi Gracia (janúar 2018-september 2019) - 66 leikir*** Quique Sánchez Flores (september 2019-desember 2019) - 12 leikir Nigel Pearson (desember 2019-júlí 2020) - 22 leikir**** Vladimir Ivic (ágúst 2020-desember 2020) - 22 lekir Xisco Munoz (desember 2020-október 2021) - 36 leikir Claudio Ranieri (október 2021-janúar 2022) - 14 leikir Roy Hodgson (janúar 2022-maí 2022) - 18 leikir***** Rob Edwards (maí 2022-september 2022) - 11 leikir Slaven Bilic (september 2022-) * García neyddist til að hætta vegna heilsubrests. ** Jokanovic kom Watford upp en fékk ekki að stýra liðinu í efstu deild. *** Gracia kom Watford í bikarúrslit í fyrsta sinn frá 1984. **** Pearson féll með Watford. ***** Hodgson féll með Watford. England Tónlist Enski boltinn Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Körfubolti Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Sjá meira
Dyche var leikmaður Watford frá 2002 til 2005 og varð þá þjálfari liðsins árið 2011, sem var hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. Hann stýrði liðinu í 11. sæti í ensku B-deildinni sem var þá besti árangur liðsins í fjögur ár. Hann var hins vegar látinn fara sumarið 2012, eftir aðeins ár í starfi, þar sem Pozzo-fjölskyldan frá Ítalíu festi kaup á félaginu og vildi ráða sinn eigin þjálfara. Dyche var nýverið gestur í Proper Football-hlaðvarpinu hjá breska ríkisútvarpinu, BBC, þar sem hann segist hafa átt gott samband við Elton John og að tónlistarstjarnan hafi meira að segja gefið honum viðurnefni. „Ég hitti hann nokkrum sinnum, segir Dyche. „Engillinn minn, ástin mín,“ merkti hann mig. Hann segði „hér er engillinn minn, ástin mín“, áður en ég fengi frá honum stærðarinnar knús,“ Þá kallaði Elton hann út eitt sinn þegar Dyche mætti á tónleika hjá honum. „Ég Stoney [Steve Stone] og Woany [Ian Woan] (þjálfarar í teymi Dyche hjá Burnley) fórum með eiginkonum okkar að sjá hann í Birmingham. Þegar hann gekk út á svið sagði hann: „Engillinn minn, ástin mín, Sean Dyche er hér í kvöld“,“. Stöðugleikinn meiri hjá Dyche en Watford Eftir að Dyche var sagt upp hjá Watford tók hann fljótlega við Burnley, hvar hann var þjálfari Jóhanns Berg Guðmundssonar frá því að hann keypti Jóhann frá Charlton árið 2016 allt þar til Dyche var sagt upp störfum í apríl síðastliðnum. Dyche stýrði Burnley því í tíu ár og færði félaginu töluverðan stöðugleika. Óhætt er að segja að stöðugleikinn hafi verið minni hjá Watford eftir brottför hans þaðan, en líkt og greint var frá í vikunni, er Slaven Bilic nýr þjálfari liðsins og er sá sautjándi til að stýra liðinu frá því að Dyche var rekinn árið 2012. Á þeim tíu árum sem Dyche var þjálfari Burnley voru 15 mismunandi þjálfarar sem héldu um stjórnartaumana hjá Watford. Stjórar Watford í eigendatíð Pozzo-fjölskyldunnar, 2012-2022 Gianfranco Zola (júlí 2012-desember 2013) - 75 leikir Giuseppe Sannino (desember 2013-ágúst 2014) - 36 leikir Óscar García (september 2014-september 2014) - 4 leikir* Billy McKinley (september 2014-október 2014) - 2 leikir Slavisa Jokanovic (október 2014-júní 2015) - 36 leikir** Quique Sánchez Flores (júní 2015-maí 2016) - 44 leikir Walter Mazzarri (júlí 2016-maí 2017) - 41 leikur Marco Silva (maí 2017-janúar 2018) - 26 leikir Javi Gracia (janúar 2018-september 2019) - 66 leikir*** Quique Sánchez Flores (september 2019-desember 2019) - 12 leikir Nigel Pearson (desember 2019-júlí 2020) - 22 leikir**** Vladimir Ivic (ágúst 2020-desember 2020) - 22 lekir Xisco Munoz (desember 2020-október 2021) - 36 leikir Claudio Ranieri (október 2021-janúar 2022) - 14 leikir Roy Hodgson (janúar 2022-maí 2022) - 18 leikir***** Rob Edwards (maí 2022-september 2022) - 11 leikir Slaven Bilic (september 2022-) * García neyddist til að hætta vegna heilsubrests. ** Jokanovic kom Watford upp en fékk ekki að stýra liðinu í efstu deild. *** Gracia kom Watford í bikarúrslit í fyrsta sinn frá 1984. **** Pearson féll með Watford. ***** Hodgson féll með Watford.
Stjórar Watford í eigendatíð Pozzo-fjölskyldunnar, 2012-2022 Gianfranco Zola (júlí 2012-desember 2013) - 75 leikir Giuseppe Sannino (desember 2013-ágúst 2014) - 36 leikir Óscar García (september 2014-september 2014) - 4 leikir* Billy McKinley (september 2014-október 2014) - 2 leikir Slavisa Jokanovic (október 2014-júní 2015) - 36 leikir** Quique Sánchez Flores (júní 2015-maí 2016) - 44 leikir Walter Mazzarri (júlí 2016-maí 2017) - 41 leikur Marco Silva (maí 2017-janúar 2018) - 26 leikir Javi Gracia (janúar 2018-september 2019) - 66 leikir*** Quique Sánchez Flores (september 2019-desember 2019) - 12 leikir Nigel Pearson (desember 2019-júlí 2020) - 22 leikir**** Vladimir Ivic (ágúst 2020-desember 2020) - 22 lekir Xisco Munoz (desember 2020-október 2021) - 36 leikir Claudio Ranieri (október 2021-janúar 2022) - 14 leikir Roy Hodgson (janúar 2022-maí 2022) - 18 leikir***** Rob Edwards (maí 2022-september 2022) - 11 leikir Slaven Bilic (september 2022-) * García neyddist til að hætta vegna heilsubrests. ** Jokanovic kom Watford upp en fékk ekki að stýra liðinu í efstu deild. *** Gracia kom Watford í bikarúrslit í fyrsta sinn frá 1984. **** Pearson féll með Watford. ***** Hodgson féll með Watford.
England Tónlist Enski boltinn Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Körfubolti Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Sjá meira