Segir FÍ hafa leyft fararstjórum að starfa þrátt fyrir ásakanir um áreitni Kjartan Kjartansson skrifar 29. september 2022 10:29 Anna Dóra Sæþórsdóttir, fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands. Mynd/Stöð 2 Fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands segir að stjórn þess hafi leyft fararstjórum að starfa áfram þrátt fyrir ásakanir um áreitni. Ekki hafi verið tekið á öllum málum sem tengdust kynferðislegri áreitni eða ofbeldi innan félagsins í samræmi við reglur, þvert á yfirlýsingar nýs forseta. Ásakanir hafa gengið á víxl á milli Önnu Dóru Sæþórsdóttur og stjórnar Ferðafélags Íslands eftir að hún sagði af sér sem forseti félagsins í vikunni. Hún lýsti meðal annars mikilli óeiningu milli sín og stjórnarinnar, sakaði hana um að vilja þagga niður atvik sem sneru að kynferðislegri áreitni innan félagsins og því að Tómas Guðbjartssonm, læknir og stjórnarmaður, hafi barist harkalega fyrir því að Helgi Jóhannsson lögmaður og fyrrverandi stjórnarmaður, kæmi aftur til starfa fyrir félagið. Tómas hefur hafnað því alfarið. Sigrún Valbergsdóttir, nýr forseti FÍ, sakaði Önnu Dóru á móti um ólýðræðisleg vinnubrögð og að hafa reynt að skipta um framkvæmdastjóra án samráðs við stjórnina. Ýjaði hún að því að Anna Dóra hefði sagt af sér vegna yfirvofandi vantrauststillögu stjórnar á hana. Samskiptavandi hafi verið tilkominn vegna stjórnunarhátta Önnur Dóru. Í Facebook-færslu sem Anna Dóra birti í morgun sakaði hún Sigrúnu um rangfærslur og árásir í sinn garð. Fullyrti hún að það væri rangt sem Sigrún héldi fram að öll mál sem vörðuðu kynferðislega áreitni, ofbeldi eða einelti hefðu verið meðhöndluð í samræmi við verklagsreglur félagsins á undanförnum árum. Anna Dóra segir að í forsetatíð hennar hafi komið í ljós mál sem ekki hafði verið tekið á, þvert á verklagsreglurnar. Eitt hafi snert fararstjóra sem braut ítrekað siðareglur í samskiptum við konur í ferðum félagsins en annað stjórnarmann sem hafði verið ásakaður um alvarlegt kynferðislegt ofbeldi og áreitni, bæði í ferðum félagsins og utan þeirra. Sigrúnu og framkvæmdastjóra FÍ hafi verið kunnugt um málin í nokkur ár án þess að bregðast við á nokkurn hátt. „Þvert á móti fengu þessir aðilar að halda áfram að starfa sem fararstjórar á vegum félagsins. Það var ekki fyrr en ég beitti mér, í óþökk annars stjórnarfólks, að tekið var á þessum málum,“ skrifar Anna Dóra. Fararstjóra falið að taka á áreitni gjaldkera félagsins Þá fullyrðir forsetinn fyrrverandi að ekki hafi verið farið að verklagsreglum þegar gjaldkeri FÍ varð uppvís að áreitni og ósæmilegri hegðun í ferð á vegum félagsins. „Í stað þess að taka á því í samræmi við verklagsreglur var fararstjóra ferðarinnar falið að finna lausn á málinu. Öllum má vera ljóst að á milli fararstjóra og stjórnarmanns er mikill aðstöðumunur, enda kveða verklagsreglur félagsins á um allt annað ferli en að láta fararstjóra finna á lausn á slíku máli. Þegar ég fór að spyrjast fyrir um málið voru viðbrögð framkvæmdastjóra og gjaldkera að hafa uppi hótanir við málsaðila. Þetta getur ekki talist eðlileg málsmeðhöndlun og ég velti því fyrir mér hvort það mál hafi verið skráð í samræmi við reglur félagsins,“ segir Anna Dóra. Tómas fremstur í dónaskap Lýsir Anna Dóra mikilli vanlíðan vegna samskiptavanda við stjórn Ferðafélagsins sem hún sakar um að hafa lagt sig í einelti. Hún hafi gert drög að uppsagnarbréfi og að meirihluta stjórnarinnar hafi verið kunnugt um það. Áður setti hún fram tvær kröfur sem hún vildi að stjórnin yrði við til að hún sæti áfram. Annars vegar vildi Anna Dóra að Tómas segði af sér sem stjórnarmaður þar sem hann hefði gengið hvað harðast fram með dónaskap í hennar garð. Í yfirlýsingu þar sem hún tilkynnti um afsögn sín hélt Anna Dóra því fram að Tómas hefði reynt að fá Helga Jóhannesson vin sinn aftur í stjórn félagsins en honum hafði verið vikið til hliðar vegna ásakana um kynferðislega áreitni á hendur honum. Anna Dóra segir að Tómas hafi barist fyrir því að Helgi yrði aftur gerður að fararstjóra hjá FÍ og haft uppi orð um að ekki mætti láta „dómstól götunnar“ ráða ferðinni. Hins vegar vildi hún að nýr framkvæmdastjóri yrði ráðinn í stað Páls Guðmundssonar sem hún segist hafa misst trú á. Henni hafi gengið illa að fá svör frá Páli um rekstur félagsins en viðhorf hans til metoo-mála hafi heldur ekki hugnast henni. Tómas Guðbjartsson, læknir og stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands. Uppsögn framkvæmdastjóra rædd á stjórnarfundi Hafnar Anna Dóra því að hafa ætlað að skipta einhliða um framkvæmdastjóra og hafið viðræður við hann um starfslok án vitundar stjórnar. Páll hafi sjálfur hringt í hana í mars og sagt starfi sínu lausu. Engar viðræður um starfslok hafi farið fram að öðru leyti. Uppsögnin hafi verið rædd á næsta stjórnarfundi en óeining hafi verið um hvernig ætti að bregðast við. Í ljósi alls þessa segir Anna Dóra að sér þyki óþægilegt að horfa upp á stjórn félagsins og Sigrúnu forseta sérstaklega láta eins og öll vandamál félagsins megi rekja til hennar. Sigrún hafi meðal annars gefið í skyn að afsögnina megi rekja til fyrirhugaðrar vantrauststillögu. Sjálf hafi hún hins vegar ekki heyrt af tillögunni fyrr en eftir að hún sagði af sér. „Þegar ég horfi til baka á síðastliðið ár er ég stolt af því sem ég þó áorkaði, þrátt fyrir mikinn mótvind og andstöðu stjórnar. Kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og einelti verður að uppræta í íslensku samfélagi og ég vona að þessi erfiða umræða um málefni Ferðafélagsins megi verða hluti af þeirri upprætingu,“ skrifar Anna Dóra. Ólga innan Ferðafélags Íslands Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Félagasamtök Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira
Ásakanir hafa gengið á víxl á milli Önnu Dóru Sæþórsdóttur og stjórnar Ferðafélags Íslands eftir að hún sagði af sér sem forseti félagsins í vikunni. Hún lýsti meðal annars mikilli óeiningu milli sín og stjórnarinnar, sakaði hana um að vilja þagga niður atvik sem sneru að kynferðislegri áreitni innan félagsins og því að Tómas Guðbjartssonm, læknir og stjórnarmaður, hafi barist harkalega fyrir því að Helgi Jóhannsson lögmaður og fyrrverandi stjórnarmaður, kæmi aftur til starfa fyrir félagið. Tómas hefur hafnað því alfarið. Sigrún Valbergsdóttir, nýr forseti FÍ, sakaði Önnu Dóru á móti um ólýðræðisleg vinnubrögð og að hafa reynt að skipta um framkvæmdastjóra án samráðs við stjórnina. Ýjaði hún að því að Anna Dóra hefði sagt af sér vegna yfirvofandi vantrauststillögu stjórnar á hana. Samskiptavandi hafi verið tilkominn vegna stjórnunarhátta Önnur Dóru. Í Facebook-færslu sem Anna Dóra birti í morgun sakaði hún Sigrúnu um rangfærslur og árásir í sinn garð. Fullyrti hún að það væri rangt sem Sigrún héldi fram að öll mál sem vörðuðu kynferðislega áreitni, ofbeldi eða einelti hefðu verið meðhöndluð í samræmi við verklagsreglur félagsins á undanförnum árum. Anna Dóra segir að í forsetatíð hennar hafi komið í ljós mál sem ekki hafði verið tekið á, þvert á verklagsreglurnar. Eitt hafi snert fararstjóra sem braut ítrekað siðareglur í samskiptum við konur í ferðum félagsins en annað stjórnarmann sem hafði verið ásakaður um alvarlegt kynferðislegt ofbeldi og áreitni, bæði í ferðum félagsins og utan þeirra. Sigrúnu og framkvæmdastjóra FÍ hafi verið kunnugt um málin í nokkur ár án þess að bregðast við á nokkurn hátt. „Þvert á móti fengu þessir aðilar að halda áfram að starfa sem fararstjórar á vegum félagsins. Það var ekki fyrr en ég beitti mér, í óþökk annars stjórnarfólks, að tekið var á þessum málum,“ skrifar Anna Dóra. Fararstjóra falið að taka á áreitni gjaldkera félagsins Þá fullyrðir forsetinn fyrrverandi að ekki hafi verið farið að verklagsreglum þegar gjaldkeri FÍ varð uppvís að áreitni og ósæmilegri hegðun í ferð á vegum félagsins. „Í stað þess að taka á því í samræmi við verklagsreglur var fararstjóra ferðarinnar falið að finna lausn á málinu. Öllum má vera ljóst að á milli fararstjóra og stjórnarmanns er mikill aðstöðumunur, enda kveða verklagsreglur félagsins á um allt annað ferli en að láta fararstjóra finna á lausn á slíku máli. Þegar ég fór að spyrjast fyrir um málið voru viðbrögð framkvæmdastjóra og gjaldkera að hafa uppi hótanir við málsaðila. Þetta getur ekki talist eðlileg málsmeðhöndlun og ég velti því fyrir mér hvort það mál hafi verið skráð í samræmi við reglur félagsins,“ segir Anna Dóra. Tómas fremstur í dónaskap Lýsir Anna Dóra mikilli vanlíðan vegna samskiptavanda við stjórn Ferðafélagsins sem hún sakar um að hafa lagt sig í einelti. Hún hafi gert drög að uppsagnarbréfi og að meirihluta stjórnarinnar hafi verið kunnugt um það. Áður setti hún fram tvær kröfur sem hún vildi að stjórnin yrði við til að hún sæti áfram. Annars vegar vildi Anna Dóra að Tómas segði af sér sem stjórnarmaður þar sem hann hefði gengið hvað harðast fram með dónaskap í hennar garð. Í yfirlýsingu þar sem hún tilkynnti um afsögn sín hélt Anna Dóra því fram að Tómas hefði reynt að fá Helga Jóhannesson vin sinn aftur í stjórn félagsins en honum hafði verið vikið til hliðar vegna ásakana um kynferðislega áreitni á hendur honum. Anna Dóra segir að Tómas hafi barist fyrir því að Helgi yrði aftur gerður að fararstjóra hjá FÍ og haft uppi orð um að ekki mætti láta „dómstól götunnar“ ráða ferðinni. Hins vegar vildi hún að nýr framkvæmdastjóri yrði ráðinn í stað Páls Guðmundssonar sem hún segist hafa misst trú á. Henni hafi gengið illa að fá svör frá Páli um rekstur félagsins en viðhorf hans til metoo-mála hafi heldur ekki hugnast henni. Tómas Guðbjartsson, læknir og stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands. Uppsögn framkvæmdastjóra rædd á stjórnarfundi Hafnar Anna Dóra því að hafa ætlað að skipta einhliða um framkvæmdastjóra og hafið viðræður við hann um starfslok án vitundar stjórnar. Páll hafi sjálfur hringt í hana í mars og sagt starfi sínu lausu. Engar viðræður um starfslok hafi farið fram að öðru leyti. Uppsögnin hafi verið rædd á næsta stjórnarfundi en óeining hafi verið um hvernig ætti að bregðast við. Í ljósi alls þessa segir Anna Dóra að sér þyki óþægilegt að horfa upp á stjórn félagsins og Sigrúnu forseta sérstaklega láta eins og öll vandamál félagsins megi rekja til hennar. Sigrún hafi meðal annars gefið í skyn að afsögnina megi rekja til fyrirhugaðrar vantrauststillögu. Sjálf hafi hún hins vegar ekki heyrt af tillögunni fyrr en eftir að hún sagði af sér. „Þegar ég horfi til baka á síðastliðið ár er ég stolt af því sem ég þó áorkaði, þrátt fyrir mikinn mótvind og andstöðu stjórnar. Kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og einelti verður að uppræta í íslensku samfélagi og ég vona að þessi erfiða umræða um málefni Ferðafélagsins megi verða hluti af þeirri upprætingu,“ skrifar Anna Dóra.
Ólga innan Ferðafélags Íslands Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Félagasamtök Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira