Innlent

Hvassviðri á suðurströndinni næstu daga

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Það er væta í kortunum víðast hvar á landinu í dag og á morgun.
Það er væta í kortunum víðast hvar á landinu í dag og á morgun. Vísir/Vilhelm

Gera má ráð fyrir að vindhraði nái allt að átján metrum á sekúndum með suðurströndinni eftir hádegi í dag og rigningu víða um land. 

Að öðru leyti má gera ráð fyrir austan og suðaustanátt, fimm til fimmtán metrar á sekúndu, þegar fram kemur á daginn. Þurrt norðaustantil á landinu fram á kvöld og hiti á bilinu fimm til ellefu stig yfir daginn. 

Á morgun má síðan gera ráð fyrir norðaustanátt, fimm til þrettán metrar á sekúndu, en allt að átján metrar á sekúndu með suðurströndinni eftir hádegi. Víða rigning áfram en úrkomulítið suðvestanlands. Hiti fimm til þrettán stig, hlýjast sunnantil.  

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:

Norðaustan 5-13 m/s og rigning, en 13-18 um landið norðvestanvert þegar líður á daginn. Víða rigning, en úrkomulítið suðvestanlands. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast sunnantil.

Á laugardag:

Norðaustlæg átt 8-15 m/s, en vestlægari syðst. Víða rigning fyrir norðan, en þurrt að kalla um landið sunnanvert. Hiti yfirleitt 6 til 11 stig.

Á sunnudag:

Suðvestlæg átt 5-13 m/s, skýjað með köflum og skúrir vestanlands. Vaxandi sunnanátt vestast um kvöldið. Hiti breytist lítið.

Á mánudag:

Gengur í stífa suðaustanátt með rigningu, en lengst af þurrt norðaustantil. Hiti 8 til 13 stig.

Á þriðjudag og miðvikudag:

Útlit fyrir suðvestlæga eða breytilega átt og væta með köflum. Kólnar í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×