Breyta fyrirkomulagi launagreiðslna ríkisstarfsmanna eftir gagnrýni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. september 2022 09:11 Ríkisstarfsmenn gagnrýndu það í sumar að laun þeirra yrðu ekki greidd út fyrr en eftir verslunarmannahelgi. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur heimilað Fjársýslunni að breyta fyrirkomulaginu á launagreiðslum ríkisstarfsmanna eftir mikla gagnrýni á fyrirkomulagið. Með breytingunni verða laun greidd út fyrsta hvers mánaðar, óháð því hvort dagsetningin lendi á helgi eða lögbundnum frídegi. Töluverðrar óánægju gætti meðal ríkisstarfsmanna í sumar þegar greint var frá því að laun yrðu ekki greidd út fyrr en eftir verslunarmannahelgi. Fjársýslan sagði það ekki nýtt af nálinni en lögum samkvæmt væru laun ekki greidd út fyrr en fyrsta virka dag hvers mánaðar. Formaður Sameykis sagði í samtali við fréttastofu í lok júlí að breyta þyrfti því fyrirkomulagi að laun væru alltaf greidd út fyrsta virka dag hvers mánaðar. Þá höfðu fjölmargir ríkisstarfsmenn samband við fréttastofu og sögðust ekki kannast við fullyrðingar Fjársýslunnar, þeir hefðu nánast alltaf fengið laun sín greidd síðasta virka dag hvers mánaðar þegar fyrsti dagur lenti ekki á virkum degi. Að sögn Fjársýslunnar væri það kerfum viðskiptabankanna að kenna. Laun greidd út fyrsta hvers mánaðar án undantekninga Fjársýslan hefur þó tekið athugasemdir ríkisstarfsmanna til sín um seinkun útgreiðslu launa og ákveðið að gera breytingar á fyrirkomulaginu. Að því er kemur fram í tilkynningu á vef Fjársýslunnar verða laun nú greidd án undantekninga fyrsta hvers mánaðar með heimild fjármála- og efnahagsráðuneytisins. „Ákvörðun ráðuneytisins er að frá og með næstu mánaðamótum verða laun ríkisstarfsmanna ávallt greidd út fyrsta dag mánaðar alla mánuði ársins. Á það einnig við þegar fyrsta dag mánaðar ber upp á helgi eða lögbundinn frídag,“ segir í tilkynningunni. Þetta á næst við um mánaðarmótin en fyrsti október ber upp á laugardag. Kjaramál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Fjársýsla ríkisins kennir kerfum viðskiptabanka um snemmbúnar launagreiðslur Rétt í þessu birtist tilkynning frá Fjársýslu ríkisins þar sem fram kemur að ekki sé um breytta framkvæmd að ræða þegar kemur að greiðslum til starfsmanna. Fjársýslan hafi ekki heimild til þess samkvæmt lögum. 27. júlí 2022 18:21 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Sjá meira
Töluverðrar óánægju gætti meðal ríkisstarfsmanna í sumar þegar greint var frá því að laun yrðu ekki greidd út fyrr en eftir verslunarmannahelgi. Fjársýslan sagði það ekki nýtt af nálinni en lögum samkvæmt væru laun ekki greidd út fyrr en fyrsta virka dag hvers mánaðar. Formaður Sameykis sagði í samtali við fréttastofu í lok júlí að breyta þyrfti því fyrirkomulagi að laun væru alltaf greidd út fyrsta virka dag hvers mánaðar. Þá höfðu fjölmargir ríkisstarfsmenn samband við fréttastofu og sögðust ekki kannast við fullyrðingar Fjársýslunnar, þeir hefðu nánast alltaf fengið laun sín greidd síðasta virka dag hvers mánaðar þegar fyrsti dagur lenti ekki á virkum degi. Að sögn Fjársýslunnar væri það kerfum viðskiptabankanna að kenna. Laun greidd út fyrsta hvers mánaðar án undantekninga Fjársýslan hefur þó tekið athugasemdir ríkisstarfsmanna til sín um seinkun útgreiðslu launa og ákveðið að gera breytingar á fyrirkomulaginu. Að því er kemur fram í tilkynningu á vef Fjársýslunnar verða laun nú greidd án undantekninga fyrsta hvers mánaðar með heimild fjármála- og efnahagsráðuneytisins. „Ákvörðun ráðuneytisins er að frá og með næstu mánaðamótum verða laun ríkisstarfsmanna ávallt greidd út fyrsta dag mánaðar alla mánuði ársins. Á það einnig við þegar fyrsta dag mánaðar ber upp á helgi eða lögbundinn frídag,“ segir í tilkynningunni. Þetta á næst við um mánaðarmótin en fyrsti október ber upp á laugardag.
Kjaramál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Fjársýsla ríkisins kennir kerfum viðskiptabanka um snemmbúnar launagreiðslur Rétt í þessu birtist tilkynning frá Fjársýslu ríkisins þar sem fram kemur að ekki sé um breytta framkvæmd að ræða þegar kemur að greiðslum til starfsmanna. Fjársýslan hafi ekki heimild til þess samkvæmt lögum. 27. júlí 2022 18:21 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Sjá meira
Fjársýsla ríkisins kennir kerfum viðskiptabanka um snemmbúnar launagreiðslur Rétt í þessu birtist tilkynning frá Fjársýslu ríkisins þar sem fram kemur að ekki sé um breytta framkvæmd að ræða þegar kemur að greiðslum til starfsmanna. Fjársýslan hafi ekki heimild til þess samkvæmt lögum. 27. júlí 2022 18:21