Ford frestar afhendingu 45.000 F-150 bíla vegna merkjavanda Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 26. september 2022 07:00 Ford F-150 pallbíllinn með bláa Ford-merkinu. Birgjar Ford hafa brugðist þegar kemur að afhendingu Ford-merkja á bíla framleiðandans. Það er skortur á bæði hinu fræga sporöskjulaga bláa Ford-merki sem og tengunda merkjum. Af þessum sökum hefur framleiðandinn frestað afhendingu um 45.000 bíla vegna skortsins. Ford hefur neitað að tjá sig um hvort skortur á Ford-merkjum sé að valda seinkunum. En það er staðan samkvæmt heimildum Wall Street Journal. Stjórnendur Ford hafa íhugað aðra möguleika, til að mynda að þrívíddarprenta merki. Um tímabundna lausn væri að ræða þar til merkin taka að berast Ford. En að sögn heimildarmanna Wall Street Journal eru prentuð merki ekki af nægjanlegum gæðum til að nota. Fyrirtækið sem framleiðir merkin fyrir Ford heitir Tribar og er staðsett í Wixon, úthverfi Detroit. Tribar þjónustar fleiri stóra framleiðendur, þar á meðal Toyota. Tribar lenti í vandræðum í lok júlí þegar fyrirtækið mengaði vatnið í nágrenni verksmiðjunnar með 5% sexgiltu krómi, sem er þekktur krabbameinsvaldur. Starfsmaður Tribar slökkti á viðvörunarbjöllum 460 sinnum á þriggja klukkustunda tímabili. Mengunin náði til miðbæjar Detroit yfir hásumarið. Íbúum svæðisins var gert að forðast að svæðið sem mengunin náði til. Verksmiðja Tribar er aftur kominn á fullt eftir að brugðist var við menguninni. Tribar hefur staðfest að Ford er meðal viðskiptavina sinna. Hins vegar hefur Tribar ekkert gefið upp um hverslags verkefni það vinnur fyrir Ford. Málið er hið grunsamlegasta. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent
Ford hefur neitað að tjá sig um hvort skortur á Ford-merkjum sé að valda seinkunum. En það er staðan samkvæmt heimildum Wall Street Journal. Stjórnendur Ford hafa íhugað aðra möguleika, til að mynda að þrívíddarprenta merki. Um tímabundna lausn væri að ræða þar til merkin taka að berast Ford. En að sögn heimildarmanna Wall Street Journal eru prentuð merki ekki af nægjanlegum gæðum til að nota. Fyrirtækið sem framleiðir merkin fyrir Ford heitir Tribar og er staðsett í Wixon, úthverfi Detroit. Tribar þjónustar fleiri stóra framleiðendur, þar á meðal Toyota. Tribar lenti í vandræðum í lok júlí þegar fyrirtækið mengaði vatnið í nágrenni verksmiðjunnar með 5% sexgiltu krómi, sem er þekktur krabbameinsvaldur. Starfsmaður Tribar slökkti á viðvörunarbjöllum 460 sinnum á þriggja klukkustunda tímabili. Mengunin náði til miðbæjar Detroit yfir hásumarið. Íbúum svæðisins var gert að forðast að svæðið sem mengunin náði til. Verksmiðja Tribar er aftur kominn á fullt eftir að brugðist var við menguninni. Tribar hefur staðfest að Ford er meðal viðskiptavina sinna. Hins vegar hefur Tribar ekkert gefið upp um hverslags verkefni það vinnur fyrir Ford. Málið er hið grunsamlegasta.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent