Góð byrjun dugði ekki til hjá Dusty Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. september 2022 11:09 Liðsmenn Dusty byrjuðu vel gegn danska liðinu Ecstatic í dag, en það dugði ekki til. Íslenska rafíþróttaliðið Dusty þurfti að sætta sig við tap er liðið mætti danska liðinu Ecstatic í forkeppni norðurlandana fyrir BLAST Premier mótaröðina í CS:GO í dag. Leikið var á kortinu Dust2 þar sem Danirnir unnu fyrstu þrjár loturnar. Liðsmenn Dusty vöknuðu þó fljótt til lífsins og unnu næstu fimm lotur og íslenska liðið því komið með forystu. Dusty hélt áfram að byggja upp forskot sitt og komst mest í 11-6 um miðbik leiksins, en þá tóku þeir dönsku við sér á ný. Ecstatic vann sjö lotur í röð og breytti stöðunni í 11-13 sér í vil. Dusty náði að jafna metin á ný, en þeir dönsku unnu seinustu þrjár loturnar og tryggðu sér þar með sigur í viðureigninni, 13-16. Nú fer að hefjast leikur MASONIC og Lilmix í sama riðli, en sigurliðið úr þeim leik mætir Ecstatic síðar í dag. Dusty mætir hins vegar liðinu sem tapar í þeim leik klukkan 14:30 og þátttöku þeirra er því hvergi nærri lokið. Hægt er að fylgjast með öllum leikjum dagsins í beinni úsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 eSport með því að smella hér. Rafíþróttir Dusty Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti
Leikið var á kortinu Dust2 þar sem Danirnir unnu fyrstu þrjár loturnar. Liðsmenn Dusty vöknuðu þó fljótt til lífsins og unnu næstu fimm lotur og íslenska liðið því komið með forystu. Dusty hélt áfram að byggja upp forskot sitt og komst mest í 11-6 um miðbik leiksins, en þá tóku þeir dönsku við sér á ný. Ecstatic vann sjö lotur í röð og breytti stöðunni í 11-13 sér í vil. Dusty náði að jafna metin á ný, en þeir dönsku unnu seinustu þrjár loturnar og tryggðu sér þar með sigur í viðureigninni, 13-16. Nú fer að hefjast leikur MASONIC og Lilmix í sama riðli, en sigurliðið úr þeim leik mætir Ecstatic síðar í dag. Dusty mætir hins vegar liðinu sem tapar í þeim leik klukkan 14:30 og þátttöku þeirra er því hvergi nærri lokið. Hægt er að fylgjast með öllum leikjum dagsins í beinni úsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 eSport með því að smella hér.
Rafíþróttir Dusty Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti