Kaþólikkar orðnir fleiri en mótmælendur á Norður-Írlandi Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2022 10:35 Prúðbúnir hirðverðir ganga um götur nærri Hillsborough-kastala á Norður-Írlandi í tengslum við opinbera heimsókn Karls þriðja þangað í síðustu viku. Minnihluti Norður-Íra lítur nú á sig sem mótmælendur í fyrsta skipti. Vísir/EPA Fleiri Norður-Írar telja sig nú kaþólikka en mótmælendur í fyrsta skipti samkvæmt nýbirtu manntali. Tölurnar eru taldar verða vatn á myllu þeirra sem berjast fyrir sameiningu Írlands. Samkvæmt manntalinu telja 45,7% Norður-Íra sig kaþólikka eða segjast hafa alist upp í kaþólskri trú en 43,5% telja sig mótmælendur. Fyrir áratug töldu 48,4% sig mótmælendur en 45,1% kaþólikka. Þá hefur Norður-Írum sem líta á sig sem Breta eingöngu fækkað. Nú telja 31,9% sig aðeins Breta, 29,1% telja sig Íra en 19,8% líta fyrst og fremst á sig sem Norður-Íra. Manntalið nú er það fyrsta sem var gert eftir að Bretar greiddu atkvæði með því að ganga úr Evrópusambandinu árið 2016. Norður-Írland var stofnað árið 1921 þegar Írland hlaut sjálfstæði. Þar voru svokallaðir sambandssinnar sem vildu halda áfram til heyra Bretlandi í meirihluta, aðallega afkomendur breskra landnema af mótmælendatrú. Við stofnun voru tveir af hverjum þremur Norður-Írum mótmælendur en einn af hverjum þremur kaþólikki. Lýðfræðingar hafa lengi spáð því að kaþólikkar yrðu fjölmennasti hópurinn á Norður-Írlandi. Fæðingartíðni er hærri á meðal þeirra og meðalaldur lægri en mótmælenda. Í manntalinu árið 2011 mældust mótmælendur í fyrsta skipti innan við helmingur þjóðarinnar þó að þeir væru enn fjölmennari en kaþólikkar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Enda McClafferty, stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins BBC á Norður-Írlandi, segir að þeir sem berjast fyrir því að Norður-Írland verði sameinað Írlandi muni lýsa niðurstöðum manntalsins sem vatnaskilum. Sambandssinnar muni aftur á móti benda á að vaxandi hlutfall kaþólikka líti á sig sem Norður-Íra sem kunni ágætlega við sig í sambandi við Bretland. Norður-Írland Trúmál Bretland Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Samkvæmt manntalinu telja 45,7% Norður-Íra sig kaþólikka eða segjast hafa alist upp í kaþólskri trú en 43,5% telja sig mótmælendur. Fyrir áratug töldu 48,4% sig mótmælendur en 45,1% kaþólikka. Þá hefur Norður-Írum sem líta á sig sem Breta eingöngu fækkað. Nú telja 31,9% sig aðeins Breta, 29,1% telja sig Íra en 19,8% líta fyrst og fremst á sig sem Norður-Íra. Manntalið nú er það fyrsta sem var gert eftir að Bretar greiddu atkvæði með því að ganga úr Evrópusambandinu árið 2016. Norður-Írland var stofnað árið 1921 þegar Írland hlaut sjálfstæði. Þar voru svokallaðir sambandssinnar sem vildu halda áfram til heyra Bretlandi í meirihluta, aðallega afkomendur breskra landnema af mótmælendatrú. Við stofnun voru tveir af hverjum þremur Norður-Írum mótmælendur en einn af hverjum þremur kaþólikki. Lýðfræðingar hafa lengi spáð því að kaþólikkar yrðu fjölmennasti hópurinn á Norður-Írlandi. Fæðingartíðni er hærri á meðal þeirra og meðalaldur lægri en mótmælenda. Í manntalinu árið 2011 mældust mótmælendur í fyrsta skipti innan við helmingur þjóðarinnar þó að þeir væru enn fjölmennari en kaþólikkar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Enda McClafferty, stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins BBC á Norður-Írlandi, segir að þeir sem berjast fyrir því að Norður-Írland verði sameinað Írlandi muni lýsa niðurstöðum manntalsins sem vatnaskilum. Sambandssinnar muni aftur á móti benda á að vaxandi hlutfall kaþólikka líti á sig sem Norður-Íra sem kunni ágætlega við sig í sambandi við Bretland.
Norður-Írland Trúmál Bretland Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira