Kaþólikkar orðnir fleiri en mótmælendur á Norður-Írlandi Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2022 10:35 Prúðbúnir hirðverðir ganga um götur nærri Hillsborough-kastala á Norður-Írlandi í tengslum við opinbera heimsókn Karls þriðja þangað í síðustu viku. Minnihluti Norður-Íra lítur nú á sig sem mótmælendur í fyrsta skipti. Vísir/EPA Fleiri Norður-Írar telja sig nú kaþólikka en mótmælendur í fyrsta skipti samkvæmt nýbirtu manntali. Tölurnar eru taldar verða vatn á myllu þeirra sem berjast fyrir sameiningu Írlands. Samkvæmt manntalinu telja 45,7% Norður-Íra sig kaþólikka eða segjast hafa alist upp í kaþólskri trú en 43,5% telja sig mótmælendur. Fyrir áratug töldu 48,4% sig mótmælendur en 45,1% kaþólikka. Þá hefur Norður-Írum sem líta á sig sem Breta eingöngu fækkað. Nú telja 31,9% sig aðeins Breta, 29,1% telja sig Íra en 19,8% líta fyrst og fremst á sig sem Norður-Íra. Manntalið nú er það fyrsta sem var gert eftir að Bretar greiddu atkvæði með því að ganga úr Evrópusambandinu árið 2016. Norður-Írland var stofnað árið 1921 þegar Írland hlaut sjálfstæði. Þar voru svokallaðir sambandssinnar sem vildu halda áfram til heyra Bretlandi í meirihluta, aðallega afkomendur breskra landnema af mótmælendatrú. Við stofnun voru tveir af hverjum þremur Norður-Írum mótmælendur en einn af hverjum þremur kaþólikki. Lýðfræðingar hafa lengi spáð því að kaþólikkar yrðu fjölmennasti hópurinn á Norður-Írlandi. Fæðingartíðni er hærri á meðal þeirra og meðalaldur lægri en mótmælenda. Í manntalinu árið 2011 mældust mótmælendur í fyrsta skipti innan við helmingur þjóðarinnar þó að þeir væru enn fjölmennari en kaþólikkar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Enda McClafferty, stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins BBC á Norður-Írlandi, segir að þeir sem berjast fyrir því að Norður-Írland verði sameinað Írlandi muni lýsa niðurstöðum manntalsins sem vatnaskilum. Sambandssinnar muni aftur á móti benda á að vaxandi hlutfall kaþólikka líti á sig sem Norður-Íra sem kunni ágætlega við sig í sambandi við Bretland. Norður-Írland Trúmál Bretland Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Samkvæmt manntalinu telja 45,7% Norður-Íra sig kaþólikka eða segjast hafa alist upp í kaþólskri trú en 43,5% telja sig mótmælendur. Fyrir áratug töldu 48,4% sig mótmælendur en 45,1% kaþólikka. Þá hefur Norður-Írum sem líta á sig sem Breta eingöngu fækkað. Nú telja 31,9% sig aðeins Breta, 29,1% telja sig Íra en 19,8% líta fyrst og fremst á sig sem Norður-Íra. Manntalið nú er það fyrsta sem var gert eftir að Bretar greiddu atkvæði með því að ganga úr Evrópusambandinu árið 2016. Norður-Írland var stofnað árið 1921 þegar Írland hlaut sjálfstæði. Þar voru svokallaðir sambandssinnar sem vildu halda áfram til heyra Bretlandi í meirihluta, aðallega afkomendur breskra landnema af mótmælendatrú. Við stofnun voru tveir af hverjum þremur Norður-Írum mótmælendur en einn af hverjum þremur kaþólikki. Lýðfræðingar hafa lengi spáð því að kaþólikkar yrðu fjölmennasti hópurinn á Norður-Írlandi. Fæðingartíðni er hærri á meðal þeirra og meðalaldur lægri en mótmælenda. Í manntalinu árið 2011 mældust mótmælendur í fyrsta skipti innan við helmingur þjóðarinnar þó að þeir væru enn fjölmennari en kaþólikkar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Enda McClafferty, stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins BBC á Norður-Írlandi, segir að þeir sem berjast fyrir því að Norður-Írland verði sameinað Írlandi muni lýsa niðurstöðum manntalsins sem vatnaskilum. Sambandssinnar muni aftur á móti benda á að vaxandi hlutfall kaþólikka líti á sig sem Norður-Íra sem kunni ágætlega við sig í sambandi við Bretland.
Norður-Írland Trúmál Bretland Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira