Kaþólikkar orðnir fleiri en mótmælendur á Norður-Írlandi Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2022 10:35 Prúðbúnir hirðverðir ganga um götur nærri Hillsborough-kastala á Norður-Írlandi í tengslum við opinbera heimsókn Karls þriðja þangað í síðustu viku. Minnihluti Norður-Íra lítur nú á sig sem mótmælendur í fyrsta skipti. Vísir/EPA Fleiri Norður-Írar telja sig nú kaþólikka en mótmælendur í fyrsta skipti samkvæmt nýbirtu manntali. Tölurnar eru taldar verða vatn á myllu þeirra sem berjast fyrir sameiningu Írlands. Samkvæmt manntalinu telja 45,7% Norður-Íra sig kaþólikka eða segjast hafa alist upp í kaþólskri trú en 43,5% telja sig mótmælendur. Fyrir áratug töldu 48,4% sig mótmælendur en 45,1% kaþólikka. Þá hefur Norður-Írum sem líta á sig sem Breta eingöngu fækkað. Nú telja 31,9% sig aðeins Breta, 29,1% telja sig Íra en 19,8% líta fyrst og fremst á sig sem Norður-Íra. Manntalið nú er það fyrsta sem var gert eftir að Bretar greiddu atkvæði með því að ganga úr Evrópusambandinu árið 2016. Norður-Írland var stofnað árið 1921 þegar Írland hlaut sjálfstæði. Þar voru svokallaðir sambandssinnar sem vildu halda áfram til heyra Bretlandi í meirihluta, aðallega afkomendur breskra landnema af mótmælendatrú. Við stofnun voru tveir af hverjum þremur Norður-Írum mótmælendur en einn af hverjum þremur kaþólikki. Lýðfræðingar hafa lengi spáð því að kaþólikkar yrðu fjölmennasti hópurinn á Norður-Írlandi. Fæðingartíðni er hærri á meðal þeirra og meðalaldur lægri en mótmælenda. Í manntalinu árið 2011 mældust mótmælendur í fyrsta skipti innan við helmingur þjóðarinnar þó að þeir væru enn fjölmennari en kaþólikkar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Enda McClafferty, stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins BBC á Norður-Írlandi, segir að þeir sem berjast fyrir því að Norður-Írland verði sameinað Írlandi muni lýsa niðurstöðum manntalsins sem vatnaskilum. Sambandssinnar muni aftur á móti benda á að vaxandi hlutfall kaþólikka líti á sig sem Norður-Íra sem kunni ágætlega við sig í sambandi við Bretland. Norður-Írland Trúmál Bretland Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Samkvæmt manntalinu telja 45,7% Norður-Íra sig kaþólikka eða segjast hafa alist upp í kaþólskri trú en 43,5% telja sig mótmælendur. Fyrir áratug töldu 48,4% sig mótmælendur en 45,1% kaþólikka. Þá hefur Norður-Írum sem líta á sig sem Breta eingöngu fækkað. Nú telja 31,9% sig aðeins Breta, 29,1% telja sig Íra en 19,8% líta fyrst og fremst á sig sem Norður-Íra. Manntalið nú er það fyrsta sem var gert eftir að Bretar greiddu atkvæði með því að ganga úr Evrópusambandinu árið 2016. Norður-Írland var stofnað árið 1921 þegar Írland hlaut sjálfstæði. Þar voru svokallaðir sambandssinnar sem vildu halda áfram til heyra Bretlandi í meirihluta, aðallega afkomendur breskra landnema af mótmælendatrú. Við stofnun voru tveir af hverjum þremur Norður-Írum mótmælendur en einn af hverjum þremur kaþólikki. Lýðfræðingar hafa lengi spáð því að kaþólikkar yrðu fjölmennasti hópurinn á Norður-Írlandi. Fæðingartíðni er hærri á meðal þeirra og meðalaldur lægri en mótmælenda. Í manntalinu árið 2011 mældust mótmælendur í fyrsta skipti innan við helmingur þjóðarinnar þó að þeir væru enn fjölmennari en kaþólikkar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Enda McClafferty, stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins BBC á Norður-Írlandi, segir að þeir sem berjast fyrir því að Norður-Írland verði sameinað Írlandi muni lýsa niðurstöðum manntalsins sem vatnaskilum. Sambandssinnar muni aftur á móti benda á að vaxandi hlutfall kaþólikka líti á sig sem Norður-Íra sem kunni ágætlega við sig í sambandi við Bretland.
Norður-Írland Trúmál Bretland Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira