Mayweather er orðinn 45 ára og bardagi hans við McGregor árið 2017 var hans síðasti á atvinnumannaferli hans. Hann hefur þó tekið þátt í þónokkrum sýningarleikjum síðan.
Mayweather hafði þar betur í 10. lotu og kveðst hann vilja endurnýja kynnin við McGregor í hringnum.
„Við vitum ekki hvort við viljum sýningarleik eða alvöru bardaga. Ég hallast frekar að sýningarleik,“ hafa breskir miðlar eftir Bandaríkjamanninum. Hann myndi vitaskuld ekki taka þátt í slíku frítt.
„Þeir hafa þegar talað um þær upphæðir sem ég myndi vinna mér inn, 9 stafa tala. Þú veist að lágmarkstalan er 100 milljónir fyrir Floyd Mayweather,“ sagði hinn ávallt hóværi Mayweather.
McGregor virðist minni áhuga hafa fyrir hugmyndinni. Hann setti inn færslu á samfélagsmiðilinn Instagram með mynd úr fyrri bardaganum undir yfirskriftinni #notinterested eða „ekki áhugasamur“.