Stjórnandi hjá Chelsea rekinn: „Konur þurfa að þola daglega áreitni í þessum geira“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. september 2022 08:01 Leikmenn Chelsea. Bryn Lennon/Getty Images Chelsea hefur sagt upp viðskiptastjóra sínum eftir aðeins mánuð í starfi vegna óviðeigandi skilaboða hans til kvenkyns starfsmanns fyrirtækis sem vann með félaginu. Samtök kvenna í fótbolta í Bretlandi segja málið eitt af fjölmörgum, sem fæst hver eru tilkynnt. Damian Willoughby var ráðinn til Chelsea í ágúst en hafði í aðdraganda þess sent Catalinu Kim fjölda óviðeigandi skilaboða af kynferðislegum toga. Kim vinnur fyrir fyrirtæki sem aðstoðaði við kaup Todd Boehly, eiganda Chelsea, á félaginu í sumar. „Chelsea staðfestir að félagið hefur slitið starfssamningi við Damian Willoughby,“ er haft eftir talsmanni félagsins. „Gögn sýna fram á óviðeigandi skilaboð sem Willoughby sendi, áður en hann tók til starfa hjá félaginu,“ Slík hegðun er algjörlega í andstæðu við þær vinnuaðstæður og þá vinnustaðamenningu sem nýir eigendur félagsins vilja standa fyrir,“ segir talsmaður Chelsea enn fremur. Willoughby var að taka til starfa hjá Chelsea í annað sinn en hann vann hjá félaginu frá 2007 til 2010. Hann hefur einnig unnið fyrir töluvleikjaframleiðandann EA Sports og Manchester City. Hann var rekinn eftir minna en mánuð í starfi. Minnihluti málanna yfirhöfuð tilkynnt Samtök kvenna í fótbolta í Bretlandi (e. Women in Football) hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins og munu þau eiga í samskiptum við Kim, til að veita stuðning og aðstoð. Samtökin segja málið varpa ljósi á vandamál sem sé töluvert stærra en fólk geri sér grein fyrir. „Mál Damian Willoughby minnir okkur á að komur í fótboltageiranum þurfa að þola kynferðislega áreitni og mismunun daglega. Tveir þriðju meðlima samtakanna hafa orðið vitni að kynjamismunun í vinnunni. Stór meirihluti mála kemst aldrei í fyrirsagnirnar. Aðeins tólf prósent þeirra eru yfirhöfuð tilkynnt til vinnuveitenda,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Jafnréttismál Enski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Sjá meira
Damian Willoughby var ráðinn til Chelsea í ágúst en hafði í aðdraganda þess sent Catalinu Kim fjölda óviðeigandi skilaboða af kynferðislegum toga. Kim vinnur fyrir fyrirtæki sem aðstoðaði við kaup Todd Boehly, eiganda Chelsea, á félaginu í sumar. „Chelsea staðfestir að félagið hefur slitið starfssamningi við Damian Willoughby,“ er haft eftir talsmanni félagsins. „Gögn sýna fram á óviðeigandi skilaboð sem Willoughby sendi, áður en hann tók til starfa hjá félaginu,“ Slík hegðun er algjörlega í andstæðu við þær vinnuaðstæður og þá vinnustaðamenningu sem nýir eigendur félagsins vilja standa fyrir,“ segir talsmaður Chelsea enn fremur. Willoughby var að taka til starfa hjá Chelsea í annað sinn en hann vann hjá félaginu frá 2007 til 2010. Hann hefur einnig unnið fyrir töluvleikjaframleiðandann EA Sports og Manchester City. Hann var rekinn eftir minna en mánuð í starfi. Minnihluti málanna yfirhöfuð tilkynnt Samtök kvenna í fótbolta í Bretlandi (e. Women in Football) hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins og munu þau eiga í samskiptum við Kim, til að veita stuðning og aðstoð. Samtökin segja málið varpa ljósi á vandamál sem sé töluvert stærra en fólk geri sér grein fyrir. „Mál Damian Willoughby minnir okkur á að komur í fótboltageiranum þurfa að þola kynferðislega áreitni og mismunun daglega. Tveir þriðju meðlima samtakanna hafa orðið vitni að kynjamismunun í vinnunni. Stór meirihluti mála kemst aldrei í fyrirsagnirnar. Aðeins tólf prósent þeirra eru yfirhöfuð tilkynnt til vinnuveitenda,“ segir í yfirlýsingu samtakanna.
Jafnréttismál Enski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Sjá meira