„Eigum stóran séns á að gera vel“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2022 12:01 Kristian Nökkvi Hlynsson var markahæstur í íslenska liðinu í undankeppni EM 2023. stöð 2 sport Kristian Nökkvi Hlynsson segir að leikmenn íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta mæti brattir til leiks gegn Tékkum í umspili um sæti á EM á næsta ári. Hann unir hag sínum hjá Ajax vel. „Mér líst mjög vel á þetta og ég held við eigum stóran séns á að gera vel,“ sagði Kristian í samtali við Vísi fyrir æfingu U-21 árs liðsins í Víkinni, þar sem fyrri leikurinn gegn Tékklandi fer fram á morgun. „Tékkar fóru tiltölulega létt í gegnum sinn riðil nema á móti Englandi. Þeir halda oft hreinu,“ sagði Kristian um andstæðinga morgundagsins. Ísland tryggði sér 2. sætið í D-riðli undankeppninnar, og þar með umspilssæti, með því að vinna síðustu þrjá leiki sína. Íslendingar fengu átján stig í tíu leikjum í riðlinum. „Leikirnir gegn Grikkjum voru þeir einu sem við hefðum getað fengið fleiri stig úr. En leikirnir gegn Portúgölum voru góðir,“ sagði Kristian sem skoraði sex mörk í undankeppninni. Klippa: Viðtal við Kristian Nökkva Hann hefur verið á mála hjá hollenska stórveldinu Ajax síðan í ársbyrjun 2020. Hann hefur aðallega leikið með ungmenna- og varaliðum félagsins en einnig verið viðloðandi aðalliðið. „Þetta hefur verið mjög fínt,“ sagði Kristian um byrjun tímabilsins hjá sér í Ajax. „Ég spila mest með varaliðinu og við erum í kringum 5. sætið,“ bætti hann við en varalið Ajax leikur í hollensku B-deildinni. En hversu bjartsýnn er Kristian á að fá mínútur með aðalliði Ajax á næstunni? „Það kemur allt í ljós. Ég get ekkert sagt núna en ef ég spila vel með varaliðinu hljóta tækifærin að koma,“ svaraði þessi efnilegi leikmaður að lokum. Viðtalið við Kristian má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
„Mér líst mjög vel á þetta og ég held við eigum stóran séns á að gera vel,“ sagði Kristian í samtali við Vísi fyrir æfingu U-21 árs liðsins í Víkinni, þar sem fyrri leikurinn gegn Tékklandi fer fram á morgun. „Tékkar fóru tiltölulega létt í gegnum sinn riðil nema á móti Englandi. Þeir halda oft hreinu,“ sagði Kristian um andstæðinga morgundagsins. Ísland tryggði sér 2. sætið í D-riðli undankeppninnar, og þar með umspilssæti, með því að vinna síðustu þrjá leiki sína. Íslendingar fengu átján stig í tíu leikjum í riðlinum. „Leikirnir gegn Grikkjum voru þeir einu sem við hefðum getað fengið fleiri stig úr. En leikirnir gegn Portúgölum voru góðir,“ sagði Kristian sem skoraði sex mörk í undankeppninni. Klippa: Viðtal við Kristian Nökkva Hann hefur verið á mála hjá hollenska stórveldinu Ajax síðan í ársbyrjun 2020. Hann hefur aðallega leikið með ungmenna- og varaliðum félagsins en einnig verið viðloðandi aðalliðið. „Þetta hefur verið mjög fínt,“ sagði Kristian um byrjun tímabilsins hjá sér í Ajax. „Ég spila mest með varaliðinu og við erum í kringum 5. sætið,“ bætti hann við en varalið Ajax leikur í hollensku B-deildinni. En hversu bjartsýnn er Kristian á að fá mínútur með aðalliði Ajax á næstunni? „Það kemur allt í ljós. Ég get ekkert sagt núna en ef ég spila vel með varaliðinu hljóta tækifærin að koma,“ svaraði þessi efnilegi leikmaður að lokum. Viðtalið við Kristian má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira