Munu ræða tillögur um nýtt nafn á sameinuðu sveitarfélagi Atli Ísleifsson skrifar 21. september 2022 11:37 Íbúar í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar eru um 1.300. Vísir/Sigurjón Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar mun á næstunni boða til íbúafundar vegna nafns á hinu nýja sveitarfélagi sem varð til fyrr á árinu með sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar. Á fundinum verður kynnt greinargerð örnefnanefndar sem hefur mælt með þremur nöfnum á sameinuðu sveitarfélagi – Þórsnesþing, Stykkishólmsbær, Sveitarfélagið Stykkishólmur. Í fundi bæjarráðs í síðustu viku var bókað á fundinum verði „boðið til samtals um niðurstöðu örnefnanefndar og fyrirliggjandi tillögur“. Reiknað er með að boðað verði til fundarins á næstu dögum. Alls bárust 72 tillögur að nafni á sameinuðu sveitarfélagi eftir að ný sveitarstjórn auglýsti eftir tillögum. Farið var yfir tillögurnar og ákvað að óska eftir umsögn örnefnanefndar um eftirtalin átta nöfn: Þórsnesþing, Stykkishólmsbær, Stykkishólmsbær og Helgafellssveit, Stykkishólmur og Helgafellssveit, Helgafellssveit, Sveitarfélagið Stykkishólmur, Breiðafjarðarbær og Breiðafjarðarbyggð. Líkt og fyrr segir mælir nefndin með þremur nöfnum: Þórsnesþing: „Þórsnes er vel þekkt og rótgróið örnefni sem vísar til svæðis í hinu sameinaða sveitarfélagi. Nyrst á Þórsnesi er þéttbýlið Stykkishólmur og á Þórsnesi er höfuðbýlið Helgafell sem sveitin er kennd við,“ segir meðal annars í umsögninni. Stykkishólmsbær: Stykkishólmur er rótgróið örnefni í sveitarfélaginu og landsþekkt. Örnefnanefnd telur vel fara á því að kenna sveitarfélagið við Stykkishólm,“ segir meðal annars í umsögninni. Þó að almennt sé ekki mælt með endingunni -bær yfir sveitarfélög sem ná yfir allnokkurt dreifbýli – og frekar notast þar við endinguna -byggð – þá verði ekki horft framhjá því að dæmi séu um endinguna --bær í nöfnum sveitarfélaga með áþekk byggðarmynstur. Eru Snæfellsbær og Ísafjarðarbær þar tekin sem dæmi. Sveitarfélagið Stykkishólmur: Örnefnanefnd telur fara vel á því að kenna nýsameinað sveitarfélag við Stykkishólm. „Nafnið Sveitarfélagið Stykkishólmur samræmist meginsjónarmiðum örnefnanefndar um nöfn sveitarfélaga,“ segir í umsögninni. Frá Stykkishólmi.Vísir/Sigurjón Örnefnanefnd mælir svo ekki með eftirfarandi nafni: Helgafellssveit: „Helgafell er rótgróið og vel þekkt örnefni í nýsameinuðu sveitarfélagi og ekkert því til fyrirstöðu að kenna sveitarfélagið við hið fræga höfuðbýli. Á hinn bóginn er eftirliðurinn -sveit ekki lýsandi fyrir byggðarmynstur sveitarfélagsins,“ segir í umsögninni. Helgafellsbyggð og Sveitarfélagið Helgafell væri nöfn sem hefði betur fallið að sjónarmiðum sem nefndin hefur til grundvallar. Örnefnanefnd lagðist svo gegn eftirfarandi nöfnum: Stykkishólmsbær og Helgafellssveit, Stykkishólmur og Helgafellssveit: „Þessar tillögur fela í raun í sér að nýsameinað sveitarfélag heiti tveimur nöfnum. Slík nafngift er óþjál og þung í vöfum og telur örnefnanefnd hana óæskilega. Vafasamt er og að hún samræmist íslenskri örnefnahefð,“ segir meðal annars í umsögninni Breiðafjarðarbær, Breiðafjarðarbyggð: „Í rökstuðningi með tillögunni er bent á sveitarfélögin, sem nú hafa sameinast, liggi bæði við Breiðafjörð. En nýsameinað sveitarfélag nær þó aðeins yfir lítinn hluta byggðar við Breiðafjörð og er örnefnið því ekki vel til þess fallið að auðkenna það. Örnefnanefnd telur að örnefnið Breiðafjörður eigi ríkan þátt í sjálfsmynd íbúa við Breiðafjörð og að einungis komi til greina að kenna við hann sveitarfélag sem orðið væri til við sameiningu stærsta hluta byggðar við fjörðinn,“ segir í umsögninni. Stykkishólmur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Á fundinum verður kynnt greinargerð örnefnanefndar sem hefur mælt með þremur nöfnum á sameinuðu sveitarfélagi – Þórsnesþing, Stykkishólmsbær, Sveitarfélagið Stykkishólmur. Í fundi bæjarráðs í síðustu viku var bókað á fundinum verði „boðið til samtals um niðurstöðu örnefnanefndar og fyrirliggjandi tillögur“. Reiknað er með að boðað verði til fundarins á næstu dögum. Alls bárust 72 tillögur að nafni á sameinuðu sveitarfélagi eftir að ný sveitarstjórn auglýsti eftir tillögum. Farið var yfir tillögurnar og ákvað að óska eftir umsögn örnefnanefndar um eftirtalin átta nöfn: Þórsnesþing, Stykkishólmsbær, Stykkishólmsbær og Helgafellssveit, Stykkishólmur og Helgafellssveit, Helgafellssveit, Sveitarfélagið Stykkishólmur, Breiðafjarðarbær og Breiðafjarðarbyggð. Líkt og fyrr segir mælir nefndin með þremur nöfnum: Þórsnesþing: „Þórsnes er vel þekkt og rótgróið örnefni sem vísar til svæðis í hinu sameinaða sveitarfélagi. Nyrst á Þórsnesi er þéttbýlið Stykkishólmur og á Þórsnesi er höfuðbýlið Helgafell sem sveitin er kennd við,“ segir meðal annars í umsögninni. Stykkishólmsbær: Stykkishólmur er rótgróið örnefni í sveitarfélaginu og landsþekkt. Örnefnanefnd telur vel fara á því að kenna sveitarfélagið við Stykkishólm,“ segir meðal annars í umsögninni. Þó að almennt sé ekki mælt með endingunni -bær yfir sveitarfélög sem ná yfir allnokkurt dreifbýli – og frekar notast þar við endinguna -byggð – þá verði ekki horft framhjá því að dæmi séu um endinguna --bær í nöfnum sveitarfélaga með áþekk byggðarmynstur. Eru Snæfellsbær og Ísafjarðarbær þar tekin sem dæmi. Sveitarfélagið Stykkishólmur: Örnefnanefnd telur fara vel á því að kenna nýsameinað sveitarfélag við Stykkishólm. „Nafnið Sveitarfélagið Stykkishólmur samræmist meginsjónarmiðum örnefnanefndar um nöfn sveitarfélaga,“ segir í umsögninni. Frá Stykkishólmi.Vísir/Sigurjón Örnefnanefnd mælir svo ekki með eftirfarandi nafni: Helgafellssveit: „Helgafell er rótgróið og vel þekkt örnefni í nýsameinuðu sveitarfélagi og ekkert því til fyrirstöðu að kenna sveitarfélagið við hið fræga höfuðbýli. Á hinn bóginn er eftirliðurinn -sveit ekki lýsandi fyrir byggðarmynstur sveitarfélagsins,“ segir í umsögninni. Helgafellsbyggð og Sveitarfélagið Helgafell væri nöfn sem hefði betur fallið að sjónarmiðum sem nefndin hefur til grundvallar. Örnefnanefnd lagðist svo gegn eftirfarandi nöfnum: Stykkishólmsbær og Helgafellssveit, Stykkishólmur og Helgafellssveit: „Þessar tillögur fela í raun í sér að nýsameinað sveitarfélag heiti tveimur nöfnum. Slík nafngift er óþjál og þung í vöfum og telur örnefnanefnd hana óæskilega. Vafasamt er og að hún samræmist íslenskri örnefnahefð,“ segir meðal annars í umsögninni Breiðafjarðarbær, Breiðafjarðarbyggð: „Í rökstuðningi með tillögunni er bent á sveitarfélögin, sem nú hafa sameinast, liggi bæði við Breiðafjörð. En nýsameinað sveitarfélag nær þó aðeins yfir lítinn hluta byggðar við Breiðafjörð og er örnefnið því ekki vel til þess fallið að auðkenna það. Örnefnanefnd telur að örnefnið Breiðafjörður eigi ríkan þátt í sjálfsmynd íbúa við Breiðafjörð og að einungis komi til greina að kenna við hann sveitarfélag sem orðið væri til við sameiningu stærsta hluta byggðar við fjörðinn,“ segir í umsögninni.
Stykkishólmur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira