Shevchenko afhenti Lewandowski úkraínskt fyrirliðaband fyrir HM Valur Páll Eiríksson skrifar 21. september 2022 10:01 Markamaskínurnar Sheva og Lewa sameinast í baráttunni gegn innrás Rússa í Úkraínu. Joosep Martinson/Getty Images for Laureus Robert Lewandowski, framherji og fyrirliði pólska karlalandsliðsins í fótbolta, mun bera fyrirliðaband í úkraínsku fánalitunum á komandi heimsmeistaramóti sem fer fram í Katar. Úkraínsk goðsögn afhenti honum bandið. Shevchenko er goðsögn í úkraínskum fótbolta og er á meðal allra bestu fótboltamanna í sögu þjóðarinnar. Hann átti sín bestu ár með AC Milan frá 1999 til 2006 en hann hlaut Gullboltann (Ballon d'Or) sem besti leikmaður heims árið 2004. Hann skoraði 48 mörk í 111 landsleikjum fyrir Úkraínu frá 1995 til 2012 og var landsliðsþjálfari frá 2016 þar til í fyrra. Hann afhenti Robert Lewandowski fyrirliðaband í fánalitum Úkraínu er pólska landsliðið kom saman fyrir yfirstandandi landsleikjahlé og mun Lewandowski bera bandið á HM í vetur. „Þetta er táknræn athöfn. Við þökkum Roberti og Pólverjum fyrir allt sem þið gerið fyrir okkur. Ég vil sjá Robert senda skilaboð með því að bera bandið á HM,“ er haft eftir Shevchenko í pólskum fjölmiðlum en Pólverjar hafa sýnt Úkraínu mikinn stuðning eftir innrás Rússa í landið síðasta vetur. Lewandowski talaði á svipuðum nótum: „Að bera úkraínska armbandið, líkt og ég gerði eftir að innrásin hófst, sendir skýr skilaboð, að sýna heiminum að þetta stríð er raunverulega að eiga sér stað. Íþróttamenn eiga ekki að vera feimnir við að tala um það. Ég vil þakka pólsku þjóðinni fyrir að hjálpa Úkraínu,“. Pólland er í C-riðli heimsmeistaramótsins ásamt Argentínu, Mexíkó og Sádi-Arabíu. Liðið hefur leik gegn Mexíkó þann 22. nóvember. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Pólland HM 2022 í Katar Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Fleiri fréttir Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjá meira
Shevchenko er goðsögn í úkraínskum fótbolta og er á meðal allra bestu fótboltamanna í sögu þjóðarinnar. Hann átti sín bestu ár með AC Milan frá 1999 til 2006 en hann hlaut Gullboltann (Ballon d'Or) sem besti leikmaður heims árið 2004. Hann skoraði 48 mörk í 111 landsleikjum fyrir Úkraínu frá 1995 til 2012 og var landsliðsþjálfari frá 2016 þar til í fyrra. Hann afhenti Robert Lewandowski fyrirliðaband í fánalitum Úkraínu er pólska landsliðið kom saman fyrir yfirstandandi landsleikjahlé og mun Lewandowski bera bandið á HM í vetur. „Þetta er táknræn athöfn. Við þökkum Roberti og Pólverjum fyrir allt sem þið gerið fyrir okkur. Ég vil sjá Robert senda skilaboð með því að bera bandið á HM,“ er haft eftir Shevchenko í pólskum fjölmiðlum en Pólverjar hafa sýnt Úkraínu mikinn stuðning eftir innrás Rússa í landið síðasta vetur. Lewandowski talaði á svipuðum nótum: „Að bera úkraínska armbandið, líkt og ég gerði eftir að innrásin hófst, sendir skýr skilaboð, að sýna heiminum að þetta stríð er raunverulega að eiga sér stað. Íþróttamenn eiga ekki að vera feimnir við að tala um það. Ég vil þakka pólsku þjóðinni fyrir að hjálpa Úkraínu,“. Pólland er í C-riðli heimsmeistaramótsins ásamt Argentínu, Mexíkó og Sádi-Arabíu. Liðið hefur leik gegn Mexíkó þann 22. nóvember.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Pólland HM 2022 í Katar Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Fleiri fréttir Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjá meira