Arsenal missti frá sér unninn leik og Benfica stal sigrinum í Skotlandi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. september 2022 20:25 Arsenal og Ajax gerðu 2-2 jafntefli í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Vincent Mignott/DeFodi Images via Getty Images Seinni tveimur leikjum kvöldsins í forkeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna er nú lokið. Arsenal og Ajax gerðu 2-2 jafntefli í London og Benfica vann sterkan 2-3 útisigur gegn Rangers. Það var Romee Leuchter sem kom hollenska liðinu Ajax í forystu á 18. mínútu er liðið heimsótti Arsenal í kvöld áður en hin sænska Stina Blackstenius jafnaði metin fyrir heimakonur fimm mínútum síðar. Ekki var meira skorað í fyrri hálfleik og staðan því 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Kim Little kom Arsenal svo í forystu með marki af vítapunktinum eftir tæplega klukkutíma leik og lengi vel stefndi í að þetta yrði sigurmark leiksins. Romee Leuchter var þó ekki á því að ætla að fara að tapa þessum leik og hún jafnaði metin með sínu öðru marki þegar um sjö mínútur voru til leiksloka. Lokatölur því 2-2 og liðin fara jöfn inn í síðari viðureignina sem fram fer í Hollandi á Miðvikudaginn í næstu viku. Liðið sem hefur betur í þeim leik vinnur sér inn sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. A frustrating night at Meadow Park. Onto the second leg in Amsterdam. @UWCL 🏆 pic.twitter.com/cdvPNdgtUT— Arsenal Women (@ArsenalWFC) September 20, 2022 Þá fór einnig fram fjörugur leikur í Skotlandi þar sem Rangers tók á móti portúgalska liðinu Benfica. Kayla McCoy kom heimakonum í forystu um miðjan fyrri hálfleikinn áður en Ana Vitoria jafnaði metin fyrir gestina og sá til þess að staðan var 1-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Vitoria var svo aftur á ferðinni á 57. mínútu þegar hún kom Benfica yfir, en McCoy jafnaði metin fyrir heimakonur strax í næstu sókn. Það var svo Paula Encinas sem tryggði gestunum í Benfica 2-3 sigur í leiknum með marki á 78. mínútu og þær portúgölsku fara því með eins marks forystu inn í síðari leikinn sem fram fer á miðvikudaginn í næstu viku. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Það var Romee Leuchter sem kom hollenska liðinu Ajax í forystu á 18. mínútu er liðið heimsótti Arsenal í kvöld áður en hin sænska Stina Blackstenius jafnaði metin fyrir heimakonur fimm mínútum síðar. Ekki var meira skorað í fyrri hálfleik og staðan því 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Kim Little kom Arsenal svo í forystu með marki af vítapunktinum eftir tæplega klukkutíma leik og lengi vel stefndi í að þetta yrði sigurmark leiksins. Romee Leuchter var þó ekki á því að ætla að fara að tapa þessum leik og hún jafnaði metin með sínu öðru marki þegar um sjö mínútur voru til leiksloka. Lokatölur því 2-2 og liðin fara jöfn inn í síðari viðureignina sem fram fer í Hollandi á Miðvikudaginn í næstu viku. Liðið sem hefur betur í þeim leik vinnur sér inn sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. A frustrating night at Meadow Park. Onto the second leg in Amsterdam. @UWCL 🏆 pic.twitter.com/cdvPNdgtUT— Arsenal Women (@ArsenalWFC) September 20, 2022 Þá fór einnig fram fjörugur leikur í Skotlandi þar sem Rangers tók á móti portúgalska liðinu Benfica. Kayla McCoy kom heimakonum í forystu um miðjan fyrri hálfleikinn áður en Ana Vitoria jafnaði metin fyrir gestina og sá til þess að staðan var 1-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Vitoria var svo aftur á ferðinni á 57. mínútu þegar hún kom Benfica yfir, en McCoy jafnaði metin fyrir heimakonur strax í næstu sókn. Það var svo Paula Encinas sem tryggði gestunum í Benfica 2-3 sigur í leiknum með marki á 78. mínútu og þær portúgölsku fara því með eins marks forystu inn í síðari leikinn sem fram fer á miðvikudaginn í næstu viku.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira