Arsenal missti frá sér unninn leik og Benfica stal sigrinum í Skotlandi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. september 2022 20:25 Arsenal og Ajax gerðu 2-2 jafntefli í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Vincent Mignott/DeFodi Images via Getty Images Seinni tveimur leikjum kvöldsins í forkeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna er nú lokið. Arsenal og Ajax gerðu 2-2 jafntefli í London og Benfica vann sterkan 2-3 útisigur gegn Rangers. Það var Romee Leuchter sem kom hollenska liðinu Ajax í forystu á 18. mínútu er liðið heimsótti Arsenal í kvöld áður en hin sænska Stina Blackstenius jafnaði metin fyrir heimakonur fimm mínútum síðar. Ekki var meira skorað í fyrri hálfleik og staðan því 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Kim Little kom Arsenal svo í forystu með marki af vítapunktinum eftir tæplega klukkutíma leik og lengi vel stefndi í að þetta yrði sigurmark leiksins. Romee Leuchter var þó ekki á því að ætla að fara að tapa þessum leik og hún jafnaði metin með sínu öðru marki þegar um sjö mínútur voru til leiksloka. Lokatölur því 2-2 og liðin fara jöfn inn í síðari viðureignina sem fram fer í Hollandi á Miðvikudaginn í næstu viku. Liðið sem hefur betur í þeim leik vinnur sér inn sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. A frustrating night at Meadow Park. Onto the second leg in Amsterdam. @UWCL 🏆 pic.twitter.com/cdvPNdgtUT— Arsenal Women (@ArsenalWFC) September 20, 2022 Þá fór einnig fram fjörugur leikur í Skotlandi þar sem Rangers tók á móti portúgalska liðinu Benfica. Kayla McCoy kom heimakonum í forystu um miðjan fyrri hálfleikinn áður en Ana Vitoria jafnaði metin fyrir gestina og sá til þess að staðan var 1-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Vitoria var svo aftur á ferðinni á 57. mínútu þegar hún kom Benfica yfir, en McCoy jafnaði metin fyrir heimakonur strax í næstu sókn. Það var svo Paula Encinas sem tryggði gestunum í Benfica 2-3 sigur í leiknum með marki á 78. mínútu og þær portúgölsku fara því með eins marks forystu inn í síðari leikinn sem fram fer á miðvikudaginn í næstu viku. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó Sjá meira
Það var Romee Leuchter sem kom hollenska liðinu Ajax í forystu á 18. mínútu er liðið heimsótti Arsenal í kvöld áður en hin sænska Stina Blackstenius jafnaði metin fyrir heimakonur fimm mínútum síðar. Ekki var meira skorað í fyrri hálfleik og staðan því 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Kim Little kom Arsenal svo í forystu með marki af vítapunktinum eftir tæplega klukkutíma leik og lengi vel stefndi í að þetta yrði sigurmark leiksins. Romee Leuchter var þó ekki á því að ætla að fara að tapa þessum leik og hún jafnaði metin með sínu öðru marki þegar um sjö mínútur voru til leiksloka. Lokatölur því 2-2 og liðin fara jöfn inn í síðari viðureignina sem fram fer í Hollandi á Miðvikudaginn í næstu viku. Liðið sem hefur betur í þeim leik vinnur sér inn sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. A frustrating night at Meadow Park. Onto the second leg in Amsterdam. @UWCL 🏆 pic.twitter.com/cdvPNdgtUT— Arsenal Women (@ArsenalWFC) September 20, 2022 Þá fór einnig fram fjörugur leikur í Skotlandi þar sem Rangers tók á móti portúgalska liðinu Benfica. Kayla McCoy kom heimakonum í forystu um miðjan fyrri hálfleikinn áður en Ana Vitoria jafnaði metin fyrir gestina og sá til þess að staðan var 1-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Vitoria var svo aftur á ferðinni á 57. mínútu þegar hún kom Benfica yfir, en McCoy jafnaði metin fyrir heimakonur strax í næstu sókn. Það var svo Paula Encinas sem tryggði gestunum í Benfica 2-3 sigur í leiknum með marki á 78. mínútu og þær portúgölsku fara því með eins marks forystu inn í síðari leikinn sem fram fer á miðvikudaginn í næstu viku.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó Sjá meira