Kristján heill heilsu eftir Covid og vill sýna að verðlaunin voru verðskulduð Sindri Sverrisson skrifar 21. september 2022 08:01 Kristján Örn Kristjánsson var valinn besta hægri skytta frönsku 1. deildarinnar, einnar bestu deildar heims, á síðustu leiktíð. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat Kristján Örn Kristjánsson endaði síðasta tímabil í Frakklandi á því að vera valinn besta hægri skytta deildarinnar, þrátt fyrir að hafa stóran hluta leiktíðar verið að jafna sig af því að veikjast illa vegna kórónuveirusmits sem hafði mikil áhrif á hann. Kristján, eða Donni eins og hann er kallaður, hefur byrjað nýja leiktíð vel með liði sínu PAUC og var markahæstur með sjö mörk í sigri gegn Istres í síðustu viku. Eftir því sem blaðamaður kemst næst er hann eini Íslendingurinn sem valinn hefur verið í úrvalslið frönsku deildarinnar og það sem gerir þann mikla árangur síðustu leiktíðar enn athyglisverðari er að þessi 24 ára handknattleiksmaður gat lengi vel ekki beitt sér af fullum krafti vegna alvarlegra eftirkasta kórónuveirusmits. Kristján veiktist í lok mars í fyrra en var samt enn rétt að jafna sig þegar Ísland spilaði á EM í janúar á þessu ári. Hann segist nú vera orðinn heill heilsu. Hættara við því að verða lasinn „Síðasta tímabil fór fyrri helmingur tímabilsins svolítið í að ná þolinu upp, því ég tapaði því öllu þegar ég fékk Covid. Seinni helminginn var maður orðinn mjög þokkalegur og núna er heilsan eiginlega öll komin aftur myndi ég segja,“ segir Kristján í samtali við Vísi. „Ég er þó næmari fyrir því að verða lasinn og er til dæmis í dag frekar slappur,“ bætir hann við, en Vísir ræddi við Kristján í byrjun vikunnar. Fékk að „pústa“ á tíu mínútna fresti Þessi öfluga skytta átti erfitt með að beita sér lengur en í tíu mínútur í einu fyrstu mánuði síðustu leiktíðar en vann sig upp úr veikindunum í góðu samstarfi við þjálfara PAUC og liðsfélagana: „Ég náði að vinna þetta frekar vel með liðinu. Við vorum tvær hægri skyttur en hin var svolítið oft meidd. En ég náði stundum að taka „stuttu skiptinguna“, sleppa vörninni og spila bara sóknina, og það er alltaf rosalega „flashy“ að skora mörkin. Við náðum að púsla þessu vel saman í leikjum, þannig að ég fengi að pústa aðeins á tíu mínútna fresti, og þetta gekk mjög vel,“ segir Kristján sem ein sog fyrr segir var svo gott sem búinn að jafna sig þegar Evrópumótið fór fram í janúar, þar sem hálft landsliðið smitaðist hins vegar af veirunni, og átti frábæran seinni hluta leiktíðar í Frakklandi. Nú er ný leiktíð hafin og Kristján strax byrjaður að raða inn mörkum fyrir PAUC sem náði afar góðum árangri á síðustu leiktíð og endaði í 3. sæti frönsku deildarinnar, sem tryggði liðinu sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Ætlar að verða aftur besta skyttan „Ég er mjög ánægður með þessa byrjun. Ég tók sumarið mjög vel hérna úti og undirbjó mig vel fyrir tímabilið, eftir að það síðasta endaði svona vel. Ég vil fylgja því eftir. Ég væri líka til í að fá þessa viðurkenningu aftur, sem besta hægri skytta, til að stimpla þetta inn og sýna að þetta var ekki bara einhver heppni. Mann langar alltaf í meira,“ segir Kristján sem er uppalinn hjá Fjölni en fór þaðan til ÍBV og svo til PAUC sumarið 2020. „Það eru búnar að vera miklar breytingar á liðinu í sumar þannig að gengið verður kannski alveg eins og síðustu tvö árin en við reynum náttúrulega að gera okkar besta. Markmiðin eru enn há. Við stefnum á að vinna Evrópukeppni og helst titil hérna í Frakklandi líka, þar sem við erum með deildina og tvær bikarkeppnir. Það væri líka fullkomið að ná sæti í Meistaradeild Evrópu en ég myndi alveg sætta mig við eitt af fjórum efstu sætunum í frönsku deildinni,“ segir Kristján. Franski handboltinn Handbolti Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Fleiri fréttir Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Sjá meira
Kristján, eða Donni eins og hann er kallaður, hefur byrjað nýja leiktíð vel með liði sínu PAUC og var markahæstur með sjö mörk í sigri gegn Istres í síðustu viku. Eftir því sem blaðamaður kemst næst er hann eini Íslendingurinn sem valinn hefur verið í úrvalslið frönsku deildarinnar og það sem gerir þann mikla árangur síðustu leiktíðar enn athyglisverðari er að þessi 24 ára handknattleiksmaður gat lengi vel ekki beitt sér af fullum krafti vegna alvarlegra eftirkasta kórónuveirusmits. Kristján veiktist í lok mars í fyrra en var samt enn rétt að jafna sig þegar Ísland spilaði á EM í janúar á þessu ári. Hann segist nú vera orðinn heill heilsu. Hættara við því að verða lasinn „Síðasta tímabil fór fyrri helmingur tímabilsins svolítið í að ná þolinu upp, því ég tapaði því öllu þegar ég fékk Covid. Seinni helminginn var maður orðinn mjög þokkalegur og núna er heilsan eiginlega öll komin aftur myndi ég segja,“ segir Kristján í samtali við Vísi. „Ég er þó næmari fyrir því að verða lasinn og er til dæmis í dag frekar slappur,“ bætir hann við, en Vísir ræddi við Kristján í byrjun vikunnar. Fékk að „pústa“ á tíu mínútna fresti Þessi öfluga skytta átti erfitt með að beita sér lengur en í tíu mínútur í einu fyrstu mánuði síðustu leiktíðar en vann sig upp úr veikindunum í góðu samstarfi við þjálfara PAUC og liðsfélagana: „Ég náði að vinna þetta frekar vel með liðinu. Við vorum tvær hægri skyttur en hin var svolítið oft meidd. En ég náði stundum að taka „stuttu skiptinguna“, sleppa vörninni og spila bara sóknina, og það er alltaf rosalega „flashy“ að skora mörkin. Við náðum að púsla þessu vel saman í leikjum, þannig að ég fengi að pústa aðeins á tíu mínútna fresti, og þetta gekk mjög vel,“ segir Kristján sem ein sog fyrr segir var svo gott sem búinn að jafna sig þegar Evrópumótið fór fram í janúar, þar sem hálft landsliðið smitaðist hins vegar af veirunni, og átti frábæran seinni hluta leiktíðar í Frakklandi. Nú er ný leiktíð hafin og Kristján strax byrjaður að raða inn mörkum fyrir PAUC sem náði afar góðum árangri á síðustu leiktíð og endaði í 3. sæti frönsku deildarinnar, sem tryggði liðinu sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Ætlar að verða aftur besta skyttan „Ég er mjög ánægður með þessa byrjun. Ég tók sumarið mjög vel hérna úti og undirbjó mig vel fyrir tímabilið, eftir að það síðasta endaði svona vel. Ég vil fylgja því eftir. Ég væri líka til í að fá þessa viðurkenningu aftur, sem besta hægri skytta, til að stimpla þetta inn og sýna að þetta var ekki bara einhver heppni. Mann langar alltaf í meira,“ segir Kristján sem er uppalinn hjá Fjölni en fór þaðan til ÍBV og svo til PAUC sumarið 2020. „Það eru búnar að vera miklar breytingar á liðinu í sumar þannig að gengið verður kannski alveg eins og síðustu tvö árin en við reynum náttúrulega að gera okkar besta. Markmiðin eru enn há. Við stefnum á að vinna Evrópukeppni og helst titil hérna í Frakklandi líka, þar sem við erum með deildina og tvær bikarkeppnir. Það væri líka fullkomið að ná sæti í Meistaradeild Evrópu en ég myndi alveg sætta mig við eitt af fjórum efstu sætunum í frönsku deildinni,“ segir Kristján.
Franski handboltinn Handbolti Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Fleiri fréttir Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Sjá meira