„Við þurfum að gera miklu betur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. september 2022 09:12 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, flaug til Akureyrar í gær til að ræða óánægju með innanlandsflug flugfélagsins. Vísir/Vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að flugfélagið þurfi einfaldlega að gera miklu betur í innanlandsfluginu en raunin hefur verið að undanförnu, til að ná upp trausti á innanlandsflugið. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur gætt mikillar óánægju með þjónustu Icelandair í innanlandsfluginu síðustu mánuði. Tíðar frestanir og niðurfellingar á ferðum félagsins hafa skapað óánægju og rætt hefur verið um að íbúar á landsbyggðinni geti ekki lengur treyst á innanlandsflugið sem fararmáta. Lára Halldór Eiríksdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður stjórnar SSNE.Vísir Bogi hélt til fundar með fulltrúum sveitarstjórna á Norðurlandi eystra í gær. Fundurinn var haldinn á Akureyri og var markmið fundarins að gefa fulltrúum Icelandair tækifæri á að útskýra stöðuna frá sjónarhóli fyrirtæksins. Að sama skapi fengu sveitarstjórnarfulltrúar tækifæri til að viðra óánægju sína og útskýra mikilvægi þess að geta treyst á innanlandsflugið. Dæmi um að sérfræðilæknar hafi ekki komist norður Lára Halldóra Eiríksdóttir er bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE. Í samtali við fréttastofu útskýrði hún mikilvægi þess fyrir íbúa landsbyggðarinnar að geta treyst á innanlandsflugið. „Auðvitað er bara mjög mikilvægt að geta treyst á flug. Ef að þú ætlar að fara til læknis eða á fund eða til lengri erinda þá verðuru að geta treyst fluginu. Varðandi fyrirtæki og stofnanir hérna í bænum, þá skiptir máli svo að við getum haldið öllu gangandi hér að fólk geti treyst því að hér séu góðar samgöngur. Varðandi heilbrigðisþjónustu þá höfum við lent í því að sérfræðilæknar hafi ekki komist norður vegna seinkana í flugi. Það er auðvitað bara óásættanlegt,“ segir Lára í samtali við Vísi. Heyra mátti á fundarmönnum á Hótel Kea eftir fund í gær að fundurinn hafi verið gagnlegur. Þar fór Bogi Nils yfir áherslu fyrirtæksins og ástæður þess að innanlandsflugið hefur ekki gengið sem skyldi í sumar og haust. „Þetta snýst náttúrulega bara um flugáætlunina, að hún standist og þar skiptir flotinn miklu máli. Hann er núna allur að verða til reiðu. Við erum búin að vera með einar til tvær vélar í einhverju viðhaldi í allt sumar, stór viðhaldsverkefni sem að töfðust mikið út af Covid og ýmsu. En það er ýmislegt sem við getum gert betur líka sem við ætlum að gera,“ segir Bogi. Frá Akureyrarflugvelli.Vísir/Tryggvi Hann segir að Icelandair ætli að láta verkin tala til byggja upp traust að nýju. „Við þurfum að gera miklu betur til að ná upp þessu trausti og það er mjög mikill fókus á það innan okkar fyrirtækis,“ segir Bogi. „Það eina sem við getum gert er að láta verkin tala og gera betur í þessum efnum til þess að byggja traustið upp aftur. Við ætlum svo sannarlega að gera það.“ Snýst um að láta verkin tala Lára sagðist vera ánægð með að heyra að fulltrúar Icelandair viðurkenni að félagið hafi ekki verið að standa sig nógu vel í innanlandsfluginu að undanförnu. „Vissulega eru skýringar á öllum málum, alltaf. Það sem ég er ánægð með eftir þennan fund er að mér finnst þeir viðurkenna vandann. Þeir segja að þeir séu ekki að uppfylla þau markmið sem þeir sjálfir hafa varðandi flugáætlun, þeir vilji breyta þessu og við trúum því og treystum að þeir ætli að gera það. Þeir verða að auka traustið aftur.“ Reglubundin viðhaldsverkefni á flugvélum Icelandair í innanlandsfluginu hafa dregist á langinn í vor og sumar, sem hefur haft keðjuverkandi áhrif á flutáætlun Icelandair í innanlandsfluginu í sumar.Vísir Sjálfur segist Bogi vera ánægður með að fá tækifærið til að ræða við fulltrúa svæðisins, augliti til auglitis. „Það er mjög gott að fá svona tækifæri og eiga bara hreinskiptið samtal og fara yfir hlutina opinskátt. Fá líka bara ábendingar sem við getum nýtt okkur í okkar starfsemi. En þetta snýst bara um að láta verkin tala og að flugáætlun okkar standist þannig að fólk hér og annars staðar geti bara treyst því sem við erum að bjóða upp á, að við stöndum við vöru- og þjónustuloforð okkar.“ Þú hefur þá trú á því að þetta fari batnandi á næstunni? „Við trúum því og treystum að þetta horfi allt til betri vegar núna.“ Byggðamál Icelandair Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Eins og fram hefur komið í fréttum hefur gætt mikillar óánægju með þjónustu Icelandair í innanlandsfluginu síðustu mánuði. Tíðar frestanir og niðurfellingar á ferðum félagsins hafa skapað óánægju og rætt hefur verið um að íbúar á landsbyggðinni geti ekki lengur treyst á innanlandsflugið sem fararmáta. Lára Halldór Eiríksdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður stjórnar SSNE.Vísir Bogi hélt til fundar með fulltrúum sveitarstjórna á Norðurlandi eystra í gær. Fundurinn var haldinn á Akureyri og var markmið fundarins að gefa fulltrúum Icelandair tækifæri á að útskýra stöðuna frá sjónarhóli fyrirtæksins. Að sama skapi fengu sveitarstjórnarfulltrúar tækifæri til að viðra óánægju sína og útskýra mikilvægi þess að geta treyst á innanlandsflugið. Dæmi um að sérfræðilæknar hafi ekki komist norður Lára Halldóra Eiríksdóttir er bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE. Í samtali við fréttastofu útskýrði hún mikilvægi þess fyrir íbúa landsbyggðarinnar að geta treyst á innanlandsflugið. „Auðvitað er bara mjög mikilvægt að geta treyst á flug. Ef að þú ætlar að fara til læknis eða á fund eða til lengri erinda þá verðuru að geta treyst fluginu. Varðandi fyrirtæki og stofnanir hérna í bænum, þá skiptir máli svo að við getum haldið öllu gangandi hér að fólk geti treyst því að hér séu góðar samgöngur. Varðandi heilbrigðisþjónustu þá höfum við lent í því að sérfræðilæknar hafi ekki komist norður vegna seinkana í flugi. Það er auðvitað bara óásættanlegt,“ segir Lára í samtali við Vísi. Heyra mátti á fundarmönnum á Hótel Kea eftir fund í gær að fundurinn hafi verið gagnlegur. Þar fór Bogi Nils yfir áherslu fyrirtæksins og ástæður þess að innanlandsflugið hefur ekki gengið sem skyldi í sumar og haust. „Þetta snýst náttúrulega bara um flugáætlunina, að hún standist og þar skiptir flotinn miklu máli. Hann er núna allur að verða til reiðu. Við erum búin að vera með einar til tvær vélar í einhverju viðhaldi í allt sumar, stór viðhaldsverkefni sem að töfðust mikið út af Covid og ýmsu. En það er ýmislegt sem við getum gert betur líka sem við ætlum að gera,“ segir Bogi. Frá Akureyrarflugvelli.Vísir/Tryggvi Hann segir að Icelandair ætli að láta verkin tala til byggja upp traust að nýju. „Við þurfum að gera miklu betur til að ná upp þessu trausti og það er mjög mikill fókus á það innan okkar fyrirtækis,“ segir Bogi. „Það eina sem við getum gert er að láta verkin tala og gera betur í þessum efnum til þess að byggja traustið upp aftur. Við ætlum svo sannarlega að gera það.“ Snýst um að láta verkin tala Lára sagðist vera ánægð með að heyra að fulltrúar Icelandair viðurkenni að félagið hafi ekki verið að standa sig nógu vel í innanlandsfluginu að undanförnu. „Vissulega eru skýringar á öllum málum, alltaf. Það sem ég er ánægð með eftir þennan fund er að mér finnst þeir viðurkenna vandann. Þeir segja að þeir séu ekki að uppfylla þau markmið sem þeir sjálfir hafa varðandi flugáætlun, þeir vilji breyta þessu og við trúum því og treystum að þeir ætli að gera það. Þeir verða að auka traustið aftur.“ Reglubundin viðhaldsverkefni á flugvélum Icelandair í innanlandsfluginu hafa dregist á langinn í vor og sumar, sem hefur haft keðjuverkandi áhrif á flutáætlun Icelandair í innanlandsfluginu í sumar.Vísir Sjálfur segist Bogi vera ánægður með að fá tækifærið til að ræða við fulltrúa svæðisins, augliti til auglitis. „Það er mjög gott að fá svona tækifæri og eiga bara hreinskiptið samtal og fara yfir hlutina opinskátt. Fá líka bara ábendingar sem við getum nýtt okkur í okkar starfsemi. En þetta snýst bara um að láta verkin tala og að flugáætlun okkar standist þannig að fólk hér og annars staðar geti bara treyst því sem við erum að bjóða upp á, að við stöndum við vöru- og þjónustuloforð okkar.“ Þú hefur þá trú á því að þetta fari batnandi á næstunni? „Við trúum því og treystum að þetta horfi allt til betri vegar núna.“
Byggðamál Icelandair Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira