„Við þurfum að gera miklu betur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. september 2022 09:12 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, flaug til Akureyrar í gær til að ræða óánægju með innanlandsflug flugfélagsins. Vísir/Vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að flugfélagið þurfi einfaldlega að gera miklu betur í innanlandsfluginu en raunin hefur verið að undanförnu, til að ná upp trausti á innanlandsflugið. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur gætt mikillar óánægju með þjónustu Icelandair í innanlandsfluginu síðustu mánuði. Tíðar frestanir og niðurfellingar á ferðum félagsins hafa skapað óánægju og rætt hefur verið um að íbúar á landsbyggðinni geti ekki lengur treyst á innanlandsflugið sem fararmáta. Lára Halldór Eiríksdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður stjórnar SSNE.Vísir Bogi hélt til fundar með fulltrúum sveitarstjórna á Norðurlandi eystra í gær. Fundurinn var haldinn á Akureyri og var markmið fundarins að gefa fulltrúum Icelandair tækifæri á að útskýra stöðuna frá sjónarhóli fyrirtæksins. Að sama skapi fengu sveitarstjórnarfulltrúar tækifæri til að viðra óánægju sína og útskýra mikilvægi þess að geta treyst á innanlandsflugið. Dæmi um að sérfræðilæknar hafi ekki komist norður Lára Halldóra Eiríksdóttir er bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE. Í samtali við fréttastofu útskýrði hún mikilvægi þess fyrir íbúa landsbyggðarinnar að geta treyst á innanlandsflugið. „Auðvitað er bara mjög mikilvægt að geta treyst á flug. Ef að þú ætlar að fara til læknis eða á fund eða til lengri erinda þá verðuru að geta treyst fluginu. Varðandi fyrirtæki og stofnanir hérna í bænum, þá skiptir máli svo að við getum haldið öllu gangandi hér að fólk geti treyst því að hér séu góðar samgöngur. Varðandi heilbrigðisþjónustu þá höfum við lent í því að sérfræðilæknar hafi ekki komist norður vegna seinkana í flugi. Það er auðvitað bara óásættanlegt,“ segir Lára í samtali við Vísi. Heyra mátti á fundarmönnum á Hótel Kea eftir fund í gær að fundurinn hafi verið gagnlegur. Þar fór Bogi Nils yfir áherslu fyrirtæksins og ástæður þess að innanlandsflugið hefur ekki gengið sem skyldi í sumar og haust. „Þetta snýst náttúrulega bara um flugáætlunina, að hún standist og þar skiptir flotinn miklu máli. Hann er núna allur að verða til reiðu. Við erum búin að vera með einar til tvær vélar í einhverju viðhaldi í allt sumar, stór viðhaldsverkefni sem að töfðust mikið út af Covid og ýmsu. En það er ýmislegt sem við getum gert betur líka sem við ætlum að gera,“ segir Bogi. Frá Akureyrarflugvelli.Vísir/Tryggvi Hann segir að Icelandair ætli að láta verkin tala til byggja upp traust að nýju. „Við þurfum að gera miklu betur til að ná upp þessu trausti og það er mjög mikill fókus á það innan okkar fyrirtækis,“ segir Bogi. „Það eina sem við getum gert er að láta verkin tala og gera betur í þessum efnum til þess að byggja traustið upp aftur. Við ætlum svo sannarlega að gera það.“ Snýst um að láta verkin tala Lára sagðist vera ánægð með að heyra að fulltrúar Icelandair viðurkenni að félagið hafi ekki verið að standa sig nógu vel í innanlandsfluginu að undanförnu. „Vissulega eru skýringar á öllum málum, alltaf. Það sem ég er ánægð með eftir þennan fund er að mér finnst þeir viðurkenna vandann. Þeir segja að þeir séu ekki að uppfylla þau markmið sem þeir sjálfir hafa varðandi flugáætlun, þeir vilji breyta þessu og við trúum því og treystum að þeir ætli að gera það. Þeir verða að auka traustið aftur.“ Reglubundin viðhaldsverkefni á flugvélum Icelandair í innanlandsfluginu hafa dregist á langinn í vor og sumar, sem hefur haft keðjuverkandi áhrif á flutáætlun Icelandair í innanlandsfluginu í sumar.Vísir Sjálfur segist Bogi vera ánægður með að fá tækifærið til að ræða við fulltrúa svæðisins, augliti til auglitis. „Það er mjög gott að fá svona tækifæri og eiga bara hreinskiptið samtal og fara yfir hlutina opinskátt. Fá líka bara ábendingar sem við getum nýtt okkur í okkar starfsemi. En þetta snýst bara um að láta verkin tala og að flugáætlun okkar standist þannig að fólk hér og annars staðar geti bara treyst því sem við erum að bjóða upp á, að við stöndum við vöru- og þjónustuloforð okkar.“ Þú hefur þá trú á því að þetta fari batnandi á næstunni? „Við trúum því og treystum að þetta horfi allt til betri vegar núna.“ Byggðamál Icelandair Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Innlent Fleiri fréttir Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjá meira
Eins og fram hefur komið í fréttum hefur gætt mikillar óánægju með þjónustu Icelandair í innanlandsfluginu síðustu mánuði. Tíðar frestanir og niðurfellingar á ferðum félagsins hafa skapað óánægju og rætt hefur verið um að íbúar á landsbyggðinni geti ekki lengur treyst á innanlandsflugið sem fararmáta. Lára Halldór Eiríksdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður stjórnar SSNE.Vísir Bogi hélt til fundar með fulltrúum sveitarstjórna á Norðurlandi eystra í gær. Fundurinn var haldinn á Akureyri og var markmið fundarins að gefa fulltrúum Icelandair tækifæri á að útskýra stöðuna frá sjónarhóli fyrirtæksins. Að sama skapi fengu sveitarstjórnarfulltrúar tækifæri til að viðra óánægju sína og útskýra mikilvægi þess að geta treyst á innanlandsflugið. Dæmi um að sérfræðilæknar hafi ekki komist norður Lára Halldóra Eiríksdóttir er bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE. Í samtali við fréttastofu útskýrði hún mikilvægi þess fyrir íbúa landsbyggðarinnar að geta treyst á innanlandsflugið. „Auðvitað er bara mjög mikilvægt að geta treyst á flug. Ef að þú ætlar að fara til læknis eða á fund eða til lengri erinda þá verðuru að geta treyst fluginu. Varðandi fyrirtæki og stofnanir hérna í bænum, þá skiptir máli svo að við getum haldið öllu gangandi hér að fólk geti treyst því að hér séu góðar samgöngur. Varðandi heilbrigðisþjónustu þá höfum við lent í því að sérfræðilæknar hafi ekki komist norður vegna seinkana í flugi. Það er auðvitað bara óásættanlegt,“ segir Lára í samtali við Vísi. Heyra mátti á fundarmönnum á Hótel Kea eftir fund í gær að fundurinn hafi verið gagnlegur. Þar fór Bogi Nils yfir áherslu fyrirtæksins og ástæður þess að innanlandsflugið hefur ekki gengið sem skyldi í sumar og haust. „Þetta snýst náttúrulega bara um flugáætlunina, að hún standist og þar skiptir flotinn miklu máli. Hann er núna allur að verða til reiðu. Við erum búin að vera með einar til tvær vélar í einhverju viðhaldi í allt sumar, stór viðhaldsverkefni sem að töfðust mikið út af Covid og ýmsu. En það er ýmislegt sem við getum gert betur líka sem við ætlum að gera,“ segir Bogi. Frá Akureyrarflugvelli.Vísir/Tryggvi Hann segir að Icelandair ætli að láta verkin tala til byggja upp traust að nýju. „Við þurfum að gera miklu betur til að ná upp þessu trausti og það er mjög mikill fókus á það innan okkar fyrirtækis,“ segir Bogi. „Það eina sem við getum gert er að láta verkin tala og gera betur í þessum efnum til þess að byggja traustið upp aftur. Við ætlum svo sannarlega að gera það.“ Snýst um að láta verkin tala Lára sagðist vera ánægð með að heyra að fulltrúar Icelandair viðurkenni að félagið hafi ekki verið að standa sig nógu vel í innanlandsfluginu að undanförnu. „Vissulega eru skýringar á öllum málum, alltaf. Það sem ég er ánægð með eftir þennan fund er að mér finnst þeir viðurkenna vandann. Þeir segja að þeir séu ekki að uppfylla þau markmið sem þeir sjálfir hafa varðandi flugáætlun, þeir vilji breyta þessu og við trúum því og treystum að þeir ætli að gera það. Þeir verða að auka traustið aftur.“ Reglubundin viðhaldsverkefni á flugvélum Icelandair í innanlandsfluginu hafa dregist á langinn í vor og sumar, sem hefur haft keðjuverkandi áhrif á flutáætlun Icelandair í innanlandsfluginu í sumar.Vísir Sjálfur segist Bogi vera ánægður með að fá tækifærið til að ræða við fulltrúa svæðisins, augliti til auglitis. „Það er mjög gott að fá svona tækifæri og eiga bara hreinskiptið samtal og fara yfir hlutina opinskátt. Fá líka bara ábendingar sem við getum nýtt okkur í okkar starfsemi. En þetta snýst bara um að láta verkin tala og að flugáætlun okkar standist þannig að fólk hér og annars staðar geti bara treyst því sem við erum að bjóða upp á, að við stöndum við vöru- og þjónustuloforð okkar.“ Þú hefur þá trú á því að þetta fari batnandi á næstunni? „Við trúum því og treystum að þetta horfi allt til betri vegar núna.“
Byggðamál Icelandair Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Innlent Fleiri fréttir Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjá meira