Segja ágreining en ekki meintan ölvunarakstur ástæðu afsagnar Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2022 00:05 Vísir/Vilhelm Stjórn Fimleikasambands Íslands segir ekki rétt að Kristinn Arnarsson, formaður, hafi sagt af sér vegna meints ölvunaraksturs eins af landsliðsþjálfurum sambandsins. Langvarandi ágreiningur um val landsliðsþjálfara hafi þess í stað verið ástæðan og Kristinn hafi sjálfur sagt það. Kristinn neitaði að tjá sig við fréttastofu í kvöld. „Stjórn FSÍ harmar afsögnina og þykir um leið miður að hún verði til þess að einkamálefni séu dregin fram í opinbera umfjöllun og grunur falli á nokkra einstaklinga sem starfa við þjálfun á vegum sambandsins,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Fimleikasambandsins. Fyrr í kvöld var sagt frá því að Kristinn hefði sagt af sér eftir fund stjórnarinnar í dag og að það hefði verið vegna ákvörðunar stjórnar Fimleikasambandsins að gera nýjan samning við landsliðsþjálfara sem var sagður hafa keyrt undir áhrifum áfengis eftir samkvæmi í sumar. Sjá einnig: Formaður segir af sér eftir meintan ölvunarakstur landsliðsþjálfara Fimleikasambandið fékk ábendingar um það í sumar, eftir samkvæmi sem haldin voru í kjölfar Norðurlandamóts sem haldið var hér á landi í júlí, að vitni og þar á meðal landsliðsfólk, hefðu séð umræddan þjálfara fara ölvaðan upp í bíl eftir samkvæmin tvö og keyra á brott. Í yfirlýsingunni segir að erindi hafi borist stjórninni í júlí þar sem fram hafi komið ásakanir um meintan ölvunarakstur eins af landsliðsþjálfurum FSÍ eftir afmælisfögnuð. Fyrr um kvöldið hafi sami þjálfari sótt lokahóf Norðurlandamótsins en seinna samkvæmið hafi ekki tengst störfum hans á nokkurn hátt. Það erindi var sent til aga- og siðanefndar Fimleikasambandsins en í yfirlýsingunni segir að þjálfarinn hafi neitað því að hafa ekið undir áhrifum og að framburði annarra úr seinna samkvæminu hafi ekki borið saman. Ekkert liggi fyrir um refsivert athæfi og því hafi málið verið látið niður falla. Fimleikar Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Kristinn neitaði að tjá sig við fréttastofu í kvöld. „Stjórn FSÍ harmar afsögnina og þykir um leið miður að hún verði til þess að einkamálefni séu dregin fram í opinbera umfjöllun og grunur falli á nokkra einstaklinga sem starfa við þjálfun á vegum sambandsins,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Fimleikasambandsins. Fyrr í kvöld var sagt frá því að Kristinn hefði sagt af sér eftir fund stjórnarinnar í dag og að það hefði verið vegna ákvörðunar stjórnar Fimleikasambandsins að gera nýjan samning við landsliðsþjálfara sem var sagður hafa keyrt undir áhrifum áfengis eftir samkvæmi í sumar. Sjá einnig: Formaður segir af sér eftir meintan ölvunarakstur landsliðsþjálfara Fimleikasambandið fékk ábendingar um það í sumar, eftir samkvæmi sem haldin voru í kjölfar Norðurlandamóts sem haldið var hér á landi í júlí, að vitni og þar á meðal landsliðsfólk, hefðu séð umræddan þjálfara fara ölvaðan upp í bíl eftir samkvæmin tvö og keyra á brott. Í yfirlýsingunni segir að erindi hafi borist stjórninni í júlí þar sem fram hafi komið ásakanir um meintan ölvunarakstur eins af landsliðsþjálfurum FSÍ eftir afmælisfögnuð. Fyrr um kvöldið hafi sami þjálfari sótt lokahóf Norðurlandamótsins en seinna samkvæmið hafi ekki tengst störfum hans á nokkurn hátt. Það erindi var sent til aga- og siðanefndar Fimleikasambandsins en í yfirlýsingunni segir að þjálfarinn hafi neitað því að hafa ekið undir áhrifum og að framburði annarra úr seinna samkvæminu hafi ekki borið saman. Ekkert liggi fyrir um refsivert athæfi og því hafi málið verið látið niður falla.
Fimleikar Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira