Formaður Prestafélags Íslands segir af sér Árni Sæberg skrifar 19. september 2022 20:51 Arnaldur Bárðarson er fráfarandi formaður Prestafélags Íslands. Vísir Arnaldur Bárðarson, formaður Prestafélags Íslands, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér störfum á aukaaðalfundi þann 10. október næstkomandi. Það segist hann munu gera til að lægja öldur sem risið hafa vegna formennsku hans. Á dögunum lýsti Félag prestvígðra kvenna yfir vantrausti á hendur Arnaldi sem sneri meðal annars að ummælum sem Arnaldur hafði í viðtali um mál séra Gunnars Sigurjónssonar, sem verður áminntur fyrir ósæmilega hegðun gagnvart konum á vinnustað hans í Digranes- og Hjallaprestakalli. Í viðtali Arnalds á Útvarpi Sögu lét hann þau orð falla að Gunnar sjálfur væri orðinn þolandi í málinu - rannsókn teymis þjóðkrikjunnar hefði tekið alltof langan tíma. Í samtali við fréttastofu á dögunum sagði Arnaldur munu íhuga afsögn ef hann nyti ekki lengur trúnaðar kvenna í prestastétt en það gæti hann ekki gert á grundvelli lyga eða rangfærslna. Hann sagði vantraustsyfirlýsingu kvenpresta byggða á slíkum lygum og rangfærslum. Í yfirlýsingu til fréttastofu í kvöld hefur Arnaldur hins vegar tilkynnt að hann muni boða til aukaaðalfundar Prestafélags Íslands þar sem hann muni segja af sér störfum til að lægja öldur sem risið hafa um formennsku hans í félaginu og til að hlífa þeim konum sem eru þolendur mála í Hjalla- og Digraneskirkju við frekari sársauka. Þá biður hann þeim og öllum konum blessunar. „Hvet ég alla karlmenn til að koma vel fram við konur bæði í orði og verki. Ég leyfi mér að minna á heilræði sálmaskáldsins góða sr. Hallgríms Péturssonar,“ segir í yfirlýsingu Arnaldar. Vertu dyggur, trúr og tryggur, tungu geym vel þína, við engan styggur né í orðum hryggur, athuga ræðu mína. Þjóðkirkjan Trúmál Átök í Digraneskirkju Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
Á dögunum lýsti Félag prestvígðra kvenna yfir vantrausti á hendur Arnaldi sem sneri meðal annars að ummælum sem Arnaldur hafði í viðtali um mál séra Gunnars Sigurjónssonar, sem verður áminntur fyrir ósæmilega hegðun gagnvart konum á vinnustað hans í Digranes- og Hjallaprestakalli. Í viðtali Arnalds á Útvarpi Sögu lét hann þau orð falla að Gunnar sjálfur væri orðinn þolandi í málinu - rannsókn teymis þjóðkrikjunnar hefði tekið alltof langan tíma. Í samtali við fréttastofu á dögunum sagði Arnaldur munu íhuga afsögn ef hann nyti ekki lengur trúnaðar kvenna í prestastétt en það gæti hann ekki gert á grundvelli lyga eða rangfærslna. Hann sagði vantraustsyfirlýsingu kvenpresta byggða á slíkum lygum og rangfærslum. Í yfirlýsingu til fréttastofu í kvöld hefur Arnaldur hins vegar tilkynnt að hann muni boða til aukaaðalfundar Prestafélags Íslands þar sem hann muni segja af sér störfum til að lægja öldur sem risið hafa um formennsku hans í félaginu og til að hlífa þeim konum sem eru þolendur mála í Hjalla- og Digraneskirkju við frekari sársauka. Þá biður hann þeim og öllum konum blessunar. „Hvet ég alla karlmenn til að koma vel fram við konur bæði í orði og verki. Ég leyfi mér að minna á heilræði sálmaskáldsins góða sr. Hallgríms Péturssonar,“ segir í yfirlýsingu Arnaldar. Vertu dyggur, trúr og tryggur, tungu geym vel þína, við engan styggur né í orðum hryggur, athuga ræðu mína.
Vertu dyggur, trúr og tryggur, tungu geym vel þína, við engan styggur né í orðum hryggur, athuga ræðu mína.
Þjóðkirkjan Trúmál Átök í Digraneskirkju Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira