Bókmenntahátíðir eru „hæklass“ útgefendaböll Jakob Bjarnar skrifar 19. september 2022 11:55 Einar Kárason er á leið í víking, hvað sem hver segir. Nú er það bókamessa í Svíþjóð þar sem Einar ætlar að herja á saklausa íbúa Stokkhólms og messugesti í Gautaborg með upplestrum og spjalli. vísir/vilhelm Nú er blásið til mikillar bókamessu í Gautaborg, eftir að allt slíkt hefur legið í láginni á Covid-tímum og því mikil eftirvænting meðal bókmenntafólks. Fulltrúar Íslands verða rithöfundarnir Einar Kárason og Guðrún Eva Mínervudóttir. Vísir náði tali af Einari þar sem hann var að taka sig til. „Ég er bara heima að strauja nærfötin og sokkana,“ sagði Einar spurður hvort hann væri mættur á svæðið. Bókamessan verður haldin dagana 22. til 25. september og telst ein af stærstu bókmenntaviðburðum á Norðurlöndum. Í tilkynningu frá Miðstöð íslenskra bókmennta segir að á henni muni íslenskir höfundar ræða blóðsúthellingar 13. aldar, kvenfrelsi og sagnalist. Þessi fjögur verða í eldlínunni fyrir hönd Íslands á bókamessunni. Einar, Guðrún Eva, Dr. Auður Magnúsdóttir og Johan Swedenmark þýðandi.aðsend Skáldlegt (og klisjukennt) væri, í ljósi þessa, að spyrja Einar hvort íslenskir höfundar séu að leggjast í víking? En blaðamaður hikar í ljósi þess að Árni Björnsson þjóðháttafræðingur fullyrti að fráleitt væri að tala um íslenska landnámsmenn sem Víkinga. Einar gefur hins vegar ekkert fyrir þær hugleiðingar Árna. „Já, nú eru Þung ský (Tunga moln) að koma út í Svíþjóð, og því þarf að leggjast í víking og herja með upplestrum og spjalli á saklausa íbúa Stokkhólms og svo messugesti í Gautaborg. Það þarf að gera fleira en gott þykir.“ Höfundarnir aðalgæjarnir Verk Einars hafa árum saman komið út á Norðurlöndum og vakið þar athygli. Var til dæmis hin óborganlega fyndna bók hans Stormur, þar sem segir af því að íslensk landeyða leggst upp á danska velferðarkerfið, tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2005. Einar hlaut ekki verðlaunin og var altalað að það væri huganlega vegna þess að hann hafi náð að móðga Norðurlandabúa með hinni kerknislegu sögu. Einar telur þó að Svíar setji þetta ekki fyrir sig. Fjöldi íslenskra bókmenntaverka eru þýdd yfir á sænsku, og hér getur að líta á nokkur dæmi; íslenskar bækur í sænskri útgáfu.aðsend „Svíar voru svo hysknir að þeir þýddu ekki einu sinni Storm. En nú er þriðja nóvellan að koma út hér heima eftir mánuð, og fjallar eins og hinar um slys og hamfarir, og það ekkert smá; kveikjan að henni er sund vestmanneyska sjómannsins 1984.“ Einar, sem hefur flækst víða í tengslum við sinn rithöfundaferil, er spurður hvort messur af þessu tagi hafi mikla þýðingu? „Bókmenntahátíðir eru fínar, þar erum við höfundarnir aðalgæarnir og okkar húmor svífur yfir vötnum. En bókamessur eru útgefendaball, og allt mjög hæklass.“ Íslenskir höfundar syngja fyrir allan heiminn Einar segir þannig að bókaþing séu fínar fyrir sinn hatt en það sé ekki hægt að leggja þau upp sem svo að þannig sé verið að rífa þakið af andlegu hugarfari rithöfunda, því að þeir séu sér meðvitaðir um að þeir séu ekki einungis að skrifa fyrir örþjóðina. „Frá því á miðöldum hafa íslenskir höfundar vitað að þeir eru að syngja fyrir heiminn.“ Guðrún Baldvinsdóttir verkefnisstjóri Miðstöðvar íslenskra bókmennta segir að Gautaborgarmessan sé bæði bókmenntahátíð og sölumessa þar sem gestir og gangandi geta kynnt sér nýútkomin verk og spjallað við höfunda, útgefendur og aðra aðila á bókmenntasviðinu. Guðrún Baldvinsdóttir þarna stödd á London Book Fair.aðsend „Miðstöð íslenskra bókmennta verður með bás á messunni þar sem fundað verður með erlendum útgefendum og íslenskar bókmenntir kynntar. Íslandsstofa er samstarfsaðili um básinn.“ Að sögn Guðrúnar eru margar þeirra íslensku bóka sem hægt verður að skoða á básnum fáanlegar í sænskum þýðingum, þó ekki Stormur. En þá er um að ræða höfunda á borð við Arnald Indriðason, Lilju Sigurðardóttur, Þóru Hjörleifsdóttur, Andra Snæ Magnason, Kristínu Eiríksdóttur og Elísabet Jökulsdóttur. Íslensku höfundarnir fara um víðan völl Guðrún Eva, einn okkar allra besti höfundur, verður fulltrúi Íslands á bókamessunni í Gautaborg.Forlagið Guðrún segir að verk Einars og Guðrúnar Evu njóti mikilla vinsælda í Svíþjóð. Einar mun ræða sín Þungu ský við John Swedenmark þýðanda sinn en bókin er væntanleg á sænsku á næstu dögum. Ekki ætti að þurfa að fara mörgum orðum um mikilvægi góðra þýðenda. Swedmark hefur þýtt fjölda íslenskra bóka, er einn okkar helsti sendiherra í menningarlegum efnum en hann þýðir meðal annars einnig verk Guðrúnar Evu. Þá kemur Einar fram í viðburði á messunni á vegum Gautaborgarháskóla þar sem hann fjallar um blóðsúthellingar og orrustur 13. aldarinnar í tengslum við Sturlungu ásamt Dr. Auði Magnúsdóttur sagnfræðiprófessor við Gautaborgarháskóla. „Guðrún Eva verður í samtali með rithöfundunum Lottu Lindberg og Monu Hövring þar sem fjallað verður um hvernig kvenfrelsi birtist í verkum þeirra á ólíkan hátt. Bók Guðrúnar Evu, Ástin Texas, kom nýlega út í sænskri þýðingu og hefur fengið afar góðar viðtökur þar í landi,“ segir Guðrún. Svíþjóð Bókmenntir Norðurlandaráð Bókaútgáfa Mest lesið Ekki bara þorrablót heldur líka Reifiblót Lífið „Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Lífið Selur tvær íbúðir í fallegu húsi í miðbænum Lífið Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Lífið Kornungur og í vandræðum með holdris Lífið Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust Lífið Okkar meyrasti maður Lífið Ódýr kvöldmatur að hætti Lindu Ben Lífið Tanja Ýr eignaðist dreng Lífið „Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“ Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Vísir náði tali af Einari þar sem hann var að taka sig til. „Ég er bara heima að strauja nærfötin og sokkana,“ sagði Einar spurður hvort hann væri mættur á svæðið. Bókamessan verður haldin dagana 22. til 25. september og telst ein af stærstu bókmenntaviðburðum á Norðurlöndum. Í tilkynningu frá Miðstöð íslenskra bókmennta segir að á henni muni íslenskir höfundar ræða blóðsúthellingar 13. aldar, kvenfrelsi og sagnalist. Þessi fjögur verða í eldlínunni fyrir hönd Íslands á bókamessunni. Einar, Guðrún Eva, Dr. Auður Magnúsdóttir og Johan Swedenmark þýðandi.aðsend Skáldlegt (og klisjukennt) væri, í ljósi þessa, að spyrja Einar hvort íslenskir höfundar séu að leggjast í víking? En blaðamaður hikar í ljósi þess að Árni Björnsson þjóðháttafræðingur fullyrti að fráleitt væri að tala um íslenska landnámsmenn sem Víkinga. Einar gefur hins vegar ekkert fyrir þær hugleiðingar Árna. „Já, nú eru Þung ský (Tunga moln) að koma út í Svíþjóð, og því þarf að leggjast í víking og herja með upplestrum og spjalli á saklausa íbúa Stokkhólms og svo messugesti í Gautaborg. Það þarf að gera fleira en gott þykir.“ Höfundarnir aðalgæjarnir Verk Einars hafa árum saman komið út á Norðurlöndum og vakið þar athygli. Var til dæmis hin óborganlega fyndna bók hans Stormur, þar sem segir af því að íslensk landeyða leggst upp á danska velferðarkerfið, tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2005. Einar hlaut ekki verðlaunin og var altalað að það væri huganlega vegna þess að hann hafi náð að móðga Norðurlandabúa með hinni kerknislegu sögu. Einar telur þó að Svíar setji þetta ekki fyrir sig. Fjöldi íslenskra bókmenntaverka eru þýdd yfir á sænsku, og hér getur að líta á nokkur dæmi; íslenskar bækur í sænskri útgáfu.aðsend „Svíar voru svo hysknir að þeir þýddu ekki einu sinni Storm. En nú er þriðja nóvellan að koma út hér heima eftir mánuð, og fjallar eins og hinar um slys og hamfarir, og það ekkert smá; kveikjan að henni er sund vestmanneyska sjómannsins 1984.“ Einar, sem hefur flækst víða í tengslum við sinn rithöfundaferil, er spurður hvort messur af þessu tagi hafi mikla þýðingu? „Bókmenntahátíðir eru fínar, þar erum við höfundarnir aðalgæarnir og okkar húmor svífur yfir vötnum. En bókamessur eru útgefendaball, og allt mjög hæklass.“ Íslenskir höfundar syngja fyrir allan heiminn Einar segir þannig að bókaþing séu fínar fyrir sinn hatt en það sé ekki hægt að leggja þau upp sem svo að þannig sé verið að rífa þakið af andlegu hugarfari rithöfunda, því að þeir séu sér meðvitaðir um að þeir séu ekki einungis að skrifa fyrir örþjóðina. „Frá því á miðöldum hafa íslenskir höfundar vitað að þeir eru að syngja fyrir heiminn.“ Guðrún Baldvinsdóttir verkefnisstjóri Miðstöðvar íslenskra bókmennta segir að Gautaborgarmessan sé bæði bókmenntahátíð og sölumessa þar sem gestir og gangandi geta kynnt sér nýútkomin verk og spjallað við höfunda, útgefendur og aðra aðila á bókmenntasviðinu. Guðrún Baldvinsdóttir þarna stödd á London Book Fair.aðsend „Miðstöð íslenskra bókmennta verður með bás á messunni þar sem fundað verður með erlendum útgefendum og íslenskar bókmenntir kynntar. Íslandsstofa er samstarfsaðili um básinn.“ Að sögn Guðrúnar eru margar þeirra íslensku bóka sem hægt verður að skoða á básnum fáanlegar í sænskum þýðingum, þó ekki Stormur. En þá er um að ræða höfunda á borð við Arnald Indriðason, Lilju Sigurðardóttur, Þóru Hjörleifsdóttur, Andra Snæ Magnason, Kristínu Eiríksdóttur og Elísabet Jökulsdóttur. Íslensku höfundarnir fara um víðan völl Guðrún Eva, einn okkar allra besti höfundur, verður fulltrúi Íslands á bókamessunni í Gautaborg.Forlagið Guðrún segir að verk Einars og Guðrúnar Evu njóti mikilla vinsælda í Svíþjóð. Einar mun ræða sín Þungu ský við John Swedenmark þýðanda sinn en bókin er væntanleg á sænsku á næstu dögum. Ekki ætti að þurfa að fara mörgum orðum um mikilvægi góðra þýðenda. Swedmark hefur þýtt fjölda íslenskra bóka, er einn okkar helsti sendiherra í menningarlegum efnum en hann þýðir meðal annars einnig verk Guðrúnar Evu. Þá kemur Einar fram í viðburði á messunni á vegum Gautaborgarháskóla þar sem hann fjallar um blóðsúthellingar og orrustur 13. aldarinnar í tengslum við Sturlungu ásamt Dr. Auði Magnúsdóttur sagnfræðiprófessor við Gautaborgarháskóla. „Guðrún Eva verður í samtali með rithöfundunum Lottu Lindberg og Monu Hövring þar sem fjallað verður um hvernig kvenfrelsi birtist í verkum þeirra á ólíkan hátt. Bók Guðrúnar Evu, Ástin Texas, kom nýlega út í sænskri þýðingu og hefur fengið afar góðar viðtökur þar í landi,“ segir Guðrún.
Svíþjóð Bókmenntir Norðurlandaráð Bókaútgáfa Mest lesið Ekki bara þorrablót heldur líka Reifiblót Lífið „Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Lífið Selur tvær íbúðir í fallegu húsi í miðbænum Lífið Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Lífið Kornungur og í vandræðum með holdris Lífið Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust Lífið Okkar meyrasti maður Lífið Ódýr kvöldmatur að hætti Lindu Ben Lífið Tanja Ýr eignaðist dreng Lífið „Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“ Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira