Vandræði FCK halda áfram eftir tap í Íslendingaslag | Lyngy enn í leit að sínum fyrsta sigri Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. september 2022 17:57 Ísak Bergmann Jóhannesson lagði upp eina mark FCK í tapinu í dag. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Dönsku meistararnir í FCK hafa nú tapað sex af fyrstu tíu leikjum tímabils eftir 2-1 tap gegn Midtjylland í Íslendingaslag dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson voru báðir í byrjunarliði FCK í dag, en voru báðir teknir af velli um miðjan síðari hálfleik. Orri Steinn Óskarsson kom inn af varamannabekknum fyrir FCK þegar um fimm mínútur voru til leiksloka, en Elías Rafn Ólafsson sat allan tíman á bekknum hjá Midtjylland. Það voru heimamenn í Midtjylland sem tóku forystuna í dag með marki af vítapunktinum strax á 18. mínútu leiksins. Dönsku meistararnir jöfnuðu þó metin sjö mínútum síðar þegar Mohamed Daramy kom boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Ísaki Bergmann. Heimamenn tóku þó forystuna á nýjan leik þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, en gestirnir fengu gullið tækifæri til að jafna metin aftur í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar þeir fengu vítaspyrnu. Viktor Claesson fór á punktinn, en skaut yfir og staðan því 2-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Ekki tókst liðunum að bæta við mörkum í síðari hálfleik og niðurstaðan varð því 3-1 sigur heimamanna. Midtjylland situr nú í sjöunda sæti deildarinnar með 13 stig eftir tíu leiki, einu stigi meira en FCK sem situr í níunda sæti. På trods af en kamp med masser af små og store FCK-chancer - heriblandt et misbrugt straffepark - endte det alligevel med et smalt og ikke mindst ærgerligt nederlag på Heden. #fcmfck | #fcklive pic.twitter.com/fQ11Bkb7Jd— F.C. København LIVE! (@FCKobenhavnLIVE) September 18, 2022 Þá mátti Íslendingalið Lyngby undir stjórn Freys Alexandersonar einnig þola 0-2 tap er liðið heimsótti OB. Sævar Magnússon og Alfreð Finnbogason voru báðir í byrjunarliði Lyngby, en liðið situr sem fastast á botni deildarinnar með aðeins þrjú stig eftir tíu leiki og er enn án sigurs. Að lokum lék Stefán Teitur Þórðarson allan leikinn í naumu 3-2 tapi Silkeborg gegn toppliði Randers. Stefán og félagar sitja nú í fjórða sæti deildarinnar með 16 stig eftir tíu leiki, sex stigum á eftir Randers. Danski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson voru báðir í byrjunarliði FCK í dag, en voru báðir teknir af velli um miðjan síðari hálfleik. Orri Steinn Óskarsson kom inn af varamannabekknum fyrir FCK þegar um fimm mínútur voru til leiksloka, en Elías Rafn Ólafsson sat allan tíman á bekknum hjá Midtjylland. Það voru heimamenn í Midtjylland sem tóku forystuna í dag með marki af vítapunktinum strax á 18. mínútu leiksins. Dönsku meistararnir jöfnuðu þó metin sjö mínútum síðar þegar Mohamed Daramy kom boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Ísaki Bergmann. Heimamenn tóku þó forystuna á nýjan leik þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, en gestirnir fengu gullið tækifæri til að jafna metin aftur í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar þeir fengu vítaspyrnu. Viktor Claesson fór á punktinn, en skaut yfir og staðan því 2-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Ekki tókst liðunum að bæta við mörkum í síðari hálfleik og niðurstaðan varð því 3-1 sigur heimamanna. Midtjylland situr nú í sjöunda sæti deildarinnar með 13 stig eftir tíu leiki, einu stigi meira en FCK sem situr í níunda sæti. På trods af en kamp med masser af små og store FCK-chancer - heriblandt et misbrugt straffepark - endte det alligevel med et smalt og ikke mindst ærgerligt nederlag på Heden. #fcmfck | #fcklive pic.twitter.com/fQ11Bkb7Jd— F.C. København LIVE! (@FCKobenhavnLIVE) September 18, 2022 Þá mátti Íslendingalið Lyngby undir stjórn Freys Alexandersonar einnig þola 0-2 tap er liðið heimsótti OB. Sævar Magnússon og Alfreð Finnbogason voru báðir í byrjunarliði Lyngby, en liðið situr sem fastast á botni deildarinnar með aðeins þrjú stig eftir tíu leiki og er enn án sigurs. Að lokum lék Stefán Teitur Þórðarson allan leikinn í naumu 3-2 tapi Silkeborg gegn toppliði Randers. Stefán og félagar sitja nú í fjórða sæti deildarinnar með 16 stig eftir tíu leiki, sex stigum á eftir Randers.
Danski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira