Vandræði FCK halda áfram eftir tap í Íslendingaslag | Lyngy enn í leit að sínum fyrsta sigri Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. september 2022 17:57 Ísak Bergmann Jóhannesson lagði upp eina mark FCK í tapinu í dag. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Dönsku meistararnir í FCK hafa nú tapað sex af fyrstu tíu leikjum tímabils eftir 2-1 tap gegn Midtjylland í Íslendingaslag dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson voru báðir í byrjunarliði FCK í dag, en voru báðir teknir af velli um miðjan síðari hálfleik. Orri Steinn Óskarsson kom inn af varamannabekknum fyrir FCK þegar um fimm mínútur voru til leiksloka, en Elías Rafn Ólafsson sat allan tíman á bekknum hjá Midtjylland. Það voru heimamenn í Midtjylland sem tóku forystuna í dag með marki af vítapunktinum strax á 18. mínútu leiksins. Dönsku meistararnir jöfnuðu þó metin sjö mínútum síðar þegar Mohamed Daramy kom boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Ísaki Bergmann. Heimamenn tóku þó forystuna á nýjan leik þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, en gestirnir fengu gullið tækifæri til að jafna metin aftur í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar þeir fengu vítaspyrnu. Viktor Claesson fór á punktinn, en skaut yfir og staðan því 2-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Ekki tókst liðunum að bæta við mörkum í síðari hálfleik og niðurstaðan varð því 3-1 sigur heimamanna. Midtjylland situr nú í sjöunda sæti deildarinnar með 13 stig eftir tíu leiki, einu stigi meira en FCK sem situr í níunda sæti. På trods af en kamp med masser af små og store FCK-chancer - heriblandt et misbrugt straffepark - endte det alligevel med et smalt og ikke mindst ærgerligt nederlag på Heden. #fcmfck | #fcklive pic.twitter.com/fQ11Bkb7Jd— F.C. København LIVE! (@FCKobenhavnLIVE) September 18, 2022 Þá mátti Íslendingalið Lyngby undir stjórn Freys Alexandersonar einnig þola 0-2 tap er liðið heimsótti OB. Sævar Magnússon og Alfreð Finnbogason voru báðir í byrjunarliði Lyngby, en liðið situr sem fastast á botni deildarinnar með aðeins þrjú stig eftir tíu leiki og er enn án sigurs. Að lokum lék Stefán Teitur Þórðarson allan leikinn í naumu 3-2 tapi Silkeborg gegn toppliði Randers. Stefán og félagar sitja nú í fjórða sæti deildarinnar með 16 stig eftir tíu leiki, sex stigum á eftir Randers. Danski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira
Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson voru báðir í byrjunarliði FCK í dag, en voru báðir teknir af velli um miðjan síðari hálfleik. Orri Steinn Óskarsson kom inn af varamannabekknum fyrir FCK þegar um fimm mínútur voru til leiksloka, en Elías Rafn Ólafsson sat allan tíman á bekknum hjá Midtjylland. Það voru heimamenn í Midtjylland sem tóku forystuna í dag með marki af vítapunktinum strax á 18. mínútu leiksins. Dönsku meistararnir jöfnuðu þó metin sjö mínútum síðar þegar Mohamed Daramy kom boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Ísaki Bergmann. Heimamenn tóku þó forystuna á nýjan leik þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, en gestirnir fengu gullið tækifæri til að jafna metin aftur í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar þeir fengu vítaspyrnu. Viktor Claesson fór á punktinn, en skaut yfir og staðan því 2-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Ekki tókst liðunum að bæta við mörkum í síðari hálfleik og niðurstaðan varð því 3-1 sigur heimamanna. Midtjylland situr nú í sjöunda sæti deildarinnar með 13 stig eftir tíu leiki, einu stigi meira en FCK sem situr í níunda sæti. På trods af en kamp med masser af små og store FCK-chancer - heriblandt et misbrugt straffepark - endte det alligevel med et smalt og ikke mindst ærgerligt nederlag på Heden. #fcmfck | #fcklive pic.twitter.com/fQ11Bkb7Jd— F.C. København LIVE! (@FCKobenhavnLIVE) September 18, 2022 Þá mátti Íslendingalið Lyngby undir stjórn Freys Alexandersonar einnig þola 0-2 tap er liðið heimsótti OB. Sævar Magnússon og Alfreð Finnbogason voru báðir í byrjunarliði Lyngby, en liðið situr sem fastast á botni deildarinnar með aðeins þrjú stig eftir tíu leiki og er enn án sigurs. Að lokum lék Stefán Teitur Þórðarson allan leikinn í naumu 3-2 tapi Silkeborg gegn toppliði Randers. Stefán og félagar sitja nú í fjórða sæti deildarinnar með 16 stig eftir tíu leiki, sex stigum á eftir Randers.
Danski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira