„Þeir mega alveg vera með boltann mín vegna, því það sést hverjir vinna í lok leiks“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. september 2022 17:26 Adam Ægir Pálsson skoraði eitt og lagði upp þrjú í dag. Vísir/Hulda Margrét Adam Ægir Pálsson, sóknarmaður Keflvíkinga, lagði upp þrjú mörk og skoraði eitt í 4-8 sigri gegn Fram. „Þetta er einn skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað, sérstaklega afþví að við unnum. Þetta var nokkuð ljóst að þetta var allt fyrir áhorfendur, hvað skoruðum við átta?“ „Mér fannst ég byrja ágætlega, svo dett ég í góðar stöður og næ að leggja upp þrjú mörk og svo næ ég að setja eitt í lokin sem var sætt því ég fékk nokkur færi. Mér leið vel í leiknum og gott að ná að auka á stoðsendingarnar og mörkin.“ Þrátt fyrir að skora átta mörk var Keflavík minna með boltann í leiknum en nýttu sóknirnar sínar vel. „Við höfum ekkert verið þekktir fyrir að vera með boltann í allt sumar en það hefur oftast gengið vel fyrir okkur. Þeir mega alveg vera með boltann mín vegna, því það sést hverjir vinna í lok leiks.“ Adam kom með beinum hætti að helming marka Keflvíkinga. „Tvö af þeim voru góðar hornspyrnur, við höfum lagt upp með að skora mikið úr hornspyrnum. Við erum búnir að leggja það upp á æfingasvæðinu og ég náði bara að senda hann fyrir vel í hornspyrnunum. Svo í þriðju stoðsendingunni, var þetta góður bolti og frábær skalli hjá Kian, sem hljóp bara á boltann.“ Adam er í láni frá Víkingum en klárar tímabilið með Keflvíkingum og er nokkuð brattur á framhaldið. „Framhaldið hjá mér er allavega að klára þessa fimm leiki sem eru eftir hjá Keflavík. Klára það með stæl, reyna skora og leggja eins mikið upp og ég get. Líka að vinna eins marga leiki og hægt er. Svo tekur bara við undirbúningstímabil með Víking, svo veit ég ekkert hvað gerist.“ Að mati Adams hefur sumarið verið sveiflukennt. „Það er búið að vera upp og niður. Það hafa verið sveiflur hjá okkur en heillt yfir höfum við staðið okkur vel.“ Voru vonbrigði að komast ekki í efri helming deildarinnar? „Já að einhverju leyti, við erum búnir að spila vel í sumar og leiðinlegt að komast ekki í top sex,“ sagði Adam að lokum. Besta deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Sjá meira
„Þetta er einn skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað, sérstaklega afþví að við unnum. Þetta var nokkuð ljóst að þetta var allt fyrir áhorfendur, hvað skoruðum við átta?“ „Mér fannst ég byrja ágætlega, svo dett ég í góðar stöður og næ að leggja upp þrjú mörk og svo næ ég að setja eitt í lokin sem var sætt því ég fékk nokkur færi. Mér leið vel í leiknum og gott að ná að auka á stoðsendingarnar og mörkin.“ Þrátt fyrir að skora átta mörk var Keflavík minna með boltann í leiknum en nýttu sóknirnar sínar vel. „Við höfum ekkert verið þekktir fyrir að vera með boltann í allt sumar en það hefur oftast gengið vel fyrir okkur. Þeir mega alveg vera með boltann mín vegna, því það sést hverjir vinna í lok leiks.“ Adam kom með beinum hætti að helming marka Keflvíkinga. „Tvö af þeim voru góðar hornspyrnur, við höfum lagt upp með að skora mikið úr hornspyrnum. Við erum búnir að leggja það upp á æfingasvæðinu og ég náði bara að senda hann fyrir vel í hornspyrnunum. Svo í þriðju stoðsendingunni, var þetta góður bolti og frábær skalli hjá Kian, sem hljóp bara á boltann.“ Adam er í láni frá Víkingum en klárar tímabilið með Keflvíkingum og er nokkuð brattur á framhaldið. „Framhaldið hjá mér er allavega að klára þessa fimm leiki sem eru eftir hjá Keflavík. Klára það með stæl, reyna skora og leggja eins mikið upp og ég get. Líka að vinna eins marga leiki og hægt er. Svo tekur bara við undirbúningstímabil með Víking, svo veit ég ekkert hvað gerist.“ Að mati Adams hefur sumarið verið sveiflukennt. „Það er búið að vera upp og niður. Það hafa verið sveiflur hjá okkur en heillt yfir höfum við staðið okkur vel.“ Voru vonbrigði að komast ekki í efri helming deildarinnar? „Já að einhverju leyti, við erum búnir að spila vel í sumar og leiðinlegt að komast ekki í top sex,“ sagði Adam að lokum.
Besta deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Sjá meira