„Við erum með heimskustu ríkisstjórn í Evrópu“ Snorri Másson skrifar 16. september 2022 08:55 Þingmaður þýska vinstriflokksins, Die Linke, fór hörðum orðum um þýsku ríkisstjórnina í harla umdeildri ræðu sem hún flutti í þýska þinginu í vikunni. Þar fjallaði hún um nauðsyn þess að halda áfram viðskiptum við Rússa þrátt fyrir stríðið - og málflutningur hennar hefur síðan leitt til þess að fjöldi flokksmanna hefur sagt sig úr flokki hennar. Hlýða má á ræðuna í Íslandi í dag hér að ofan. Hún hefst á fimmtu mínútu og er textuð. Í kjölfarið er ræðan sett í samhengi við yfirvofandi stjórnmálakreppu í Evrópu. „Við erum virkilega með heimskustu ríkisstjórn í Evrópu ef maður skoðar málið,“ sagði þingmaðurinn, Sarah Wagenknecht. Sarah Wagenknecht hefur lengi verið umdeild í þýskum stjórnmálum og nú er hún komin í miklar útistöður við formann síns eigin flokks.Michael Kappeler/picture alliance via Getty Images Wagenknecht hélt áfram: „Stærsti vandi þessarar ríkisstjórnar eru hrokafullar hugmyndir hennar um að ráðast í fordæmalausar efnahagslegar stríðsaðgerðir gegn mikilvægasta orkubirgi Þýskalands. Jú auðvitað er stríðið í Úkraínu glæpur, auðvitað er stríðið í Úkraínu glæpur. En að ímynda sér að við séum að refsa Pútín sérstaklega með því að rústa þýska iðnaðinum og steypa milljónum þýskra fjölskyldna í fátækt á meðan Gazprom hagnast um metupphæðir, hvers konar vitleysa er það?“ Wagenknecht hefur þótt tala of vinsamlega um áframhaldandi samskipti við Rússa þrátt fyrir innrásina, enda sé rússneskt gas nauðsynlegt þýsku efnahagskerfi. Slíkur málflutningur fellur í grýttan jarðveg, en hann er þó síst aðeins að finna innan Die Linke. Stjórnmálamenn úr röðum kristilegra demókrata hafa einnig talað á þennan veg og úr röðum AfD. Eftir að Wagenknecht lét svona um mælt í þinginu hefur formaður flokks hennar sagt þetta framferði skaða flokkinn. Hún bregst hin versta við í samtali við ZEIT ONLINE og segir þar um formann sinn: „Flokksmaður sem ruglar saman hliðarveruleika Twitter-búbblunnar sinnar og stemningunni á meðal almennings er ekki í réttu hlutverki.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira
Hlýða má á ræðuna í Íslandi í dag hér að ofan. Hún hefst á fimmtu mínútu og er textuð. Í kjölfarið er ræðan sett í samhengi við yfirvofandi stjórnmálakreppu í Evrópu. „Við erum virkilega með heimskustu ríkisstjórn í Evrópu ef maður skoðar málið,“ sagði þingmaðurinn, Sarah Wagenknecht. Sarah Wagenknecht hefur lengi verið umdeild í þýskum stjórnmálum og nú er hún komin í miklar útistöður við formann síns eigin flokks.Michael Kappeler/picture alliance via Getty Images Wagenknecht hélt áfram: „Stærsti vandi þessarar ríkisstjórnar eru hrokafullar hugmyndir hennar um að ráðast í fordæmalausar efnahagslegar stríðsaðgerðir gegn mikilvægasta orkubirgi Þýskalands. Jú auðvitað er stríðið í Úkraínu glæpur, auðvitað er stríðið í Úkraínu glæpur. En að ímynda sér að við séum að refsa Pútín sérstaklega með því að rústa þýska iðnaðinum og steypa milljónum þýskra fjölskyldna í fátækt á meðan Gazprom hagnast um metupphæðir, hvers konar vitleysa er það?“ Wagenknecht hefur þótt tala of vinsamlega um áframhaldandi samskipti við Rússa þrátt fyrir innrásina, enda sé rússneskt gas nauðsynlegt þýsku efnahagskerfi. Slíkur málflutningur fellur í grýttan jarðveg, en hann er þó síst aðeins að finna innan Die Linke. Stjórnmálamenn úr röðum kristilegra demókrata hafa einnig talað á þennan veg og úr röðum AfD. Eftir að Wagenknecht lét svona um mælt í þinginu hefur formaður flokks hennar sagt þetta framferði skaða flokkinn. Hún bregst hin versta við í samtali við ZEIT ONLINE og segir þar um formann sinn: „Flokksmaður sem ruglar saman hliðarveruleika Twitter-búbblunnar sinnar og stemningunni á meðal almennings er ekki í réttu hlutverki.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira