„Við erum með heimskustu ríkisstjórn í Evrópu“ Snorri Másson skrifar 16. september 2022 08:55 Þingmaður þýska vinstriflokksins, Die Linke, fór hörðum orðum um þýsku ríkisstjórnina í harla umdeildri ræðu sem hún flutti í þýska þinginu í vikunni. Þar fjallaði hún um nauðsyn þess að halda áfram viðskiptum við Rússa þrátt fyrir stríðið - og málflutningur hennar hefur síðan leitt til þess að fjöldi flokksmanna hefur sagt sig úr flokki hennar. Hlýða má á ræðuna í Íslandi í dag hér að ofan. Hún hefst á fimmtu mínútu og er textuð. Í kjölfarið er ræðan sett í samhengi við yfirvofandi stjórnmálakreppu í Evrópu. „Við erum virkilega með heimskustu ríkisstjórn í Evrópu ef maður skoðar málið,“ sagði þingmaðurinn, Sarah Wagenknecht. Sarah Wagenknecht hefur lengi verið umdeild í þýskum stjórnmálum og nú er hún komin í miklar útistöður við formann síns eigin flokks.Michael Kappeler/picture alliance via Getty Images Wagenknecht hélt áfram: „Stærsti vandi þessarar ríkisstjórnar eru hrokafullar hugmyndir hennar um að ráðast í fordæmalausar efnahagslegar stríðsaðgerðir gegn mikilvægasta orkubirgi Þýskalands. Jú auðvitað er stríðið í Úkraínu glæpur, auðvitað er stríðið í Úkraínu glæpur. En að ímynda sér að við séum að refsa Pútín sérstaklega með því að rústa þýska iðnaðinum og steypa milljónum þýskra fjölskyldna í fátækt á meðan Gazprom hagnast um metupphæðir, hvers konar vitleysa er það?“ Wagenknecht hefur þótt tala of vinsamlega um áframhaldandi samskipti við Rússa þrátt fyrir innrásina, enda sé rússneskt gas nauðsynlegt þýsku efnahagskerfi. Slíkur málflutningur fellur í grýttan jarðveg, en hann er þó síst aðeins að finna innan Die Linke. Stjórnmálamenn úr röðum kristilegra demókrata hafa einnig talað á þennan veg og úr röðum AfD. Eftir að Wagenknecht lét svona um mælt í þinginu hefur formaður flokks hennar sagt þetta framferði skaða flokkinn. Hún bregst hin versta við í samtali við ZEIT ONLINE og segir þar um formann sinn: „Flokksmaður sem ruglar saman hliðarveruleika Twitter-búbblunnar sinnar og stemningunni á meðal almennings er ekki í réttu hlutverki.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Hlýða má á ræðuna í Íslandi í dag hér að ofan. Hún hefst á fimmtu mínútu og er textuð. Í kjölfarið er ræðan sett í samhengi við yfirvofandi stjórnmálakreppu í Evrópu. „Við erum virkilega með heimskustu ríkisstjórn í Evrópu ef maður skoðar málið,“ sagði þingmaðurinn, Sarah Wagenknecht. Sarah Wagenknecht hefur lengi verið umdeild í þýskum stjórnmálum og nú er hún komin í miklar útistöður við formann síns eigin flokks.Michael Kappeler/picture alliance via Getty Images Wagenknecht hélt áfram: „Stærsti vandi þessarar ríkisstjórnar eru hrokafullar hugmyndir hennar um að ráðast í fordæmalausar efnahagslegar stríðsaðgerðir gegn mikilvægasta orkubirgi Þýskalands. Jú auðvitað er stríðið í Úkraínu glæpur, auðvitað er stríðið í Úkraínu glæpur. En að ímynda sér að við séum að refsa Pútín sérstaklega með því að rústa þýska iðnaðinum og steypa milljónum þýskra fjölskyldna í fátækt á meðan Gazprom hagnast um metupphæðir, hvers konar vitleysa er það?“ Wagenknecht hefur þótt tala of vinsamlega um áframhaldandi samskipti við Rússa þrátt fyrir innrásina, enda sé rússneskt gas nauðsynlegt þýsku efnahagskerfi. Slíkur málflutningur fellur í grýttan jarðveg, en hann er þó síst aðeins að finna innan Die Linke. Stjórnmálamenn úr röðum kristilegra demókrata hafa einnig talað á þennan veg og úr röðum AfD. Eftir að Wagenknecht lét svona um mælt í þinginu hefur formaður flokks hennar sagt þetta framferði skaða flokkinn. Hún bregst hin versta við í samtali við ZEIT ONLINE og segir þar um formann sinn: „Flokksmaður sem ruglar saman hliðarveruleika Twitter-búbblunnar sinnar og stemningunni á meðal almennings er ekki í réttu hlutverki.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira